Varar við þýskum bankamönnum 21. ágúst 2008 14:50 Nigel Farage, leiðtogi breska Sjálfstæðisflokksins, varar Íslendinga við að ganga í Evrópusambandið. Við það fái bankamenn í Frankfurt í Þýskalandi völd yfir ákvörðunum þjóðarinnar. Mynd/Rósa Ef Íslendingar ganga í Evrópusambandið verða þeir „líkt og maður sem er lokaður inni í brennandi húsi án útkomuleiðar". Þetta sagði Nigel Farage, leiðtogi breska Sjálfstæðisflokksins, á opnum fyrirlestri á vegum Heimssýnar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í hádeginu á fimmtudag. Farage er einn þekktasti stjórnmálamaður Bretlands og tvímælalaust með þekktustu gagnrýnendum Evrópusambandsins þar í landi. Í fyrirlestri sínum varaði Farage Íslendinga við að gefa eftir völd yfir fiskveiðistjórnun, vaxtaákvörðunum og utanríkisstefnum, og að varasamt væri að gefa þau „einhverjum bankamönnum í Frankfurt". Farage gagnrýndi fiskveiðistjórnunarstefnu Evrópusambandsins harðlega, og sagði hana hafa orðið til þess að á annað hundrað þúsund störf hefðu tapast. Að auki leiddi hún tíl stórfellds brottkasts, allt að sjötíu prósentum afla í Norðursjó væri hent í sjóinn. En þó þessi stefna væri hreint glapræði væru engar líkur til að henni fengist breytt og útilokað að Íslendingar fengju undanþágu undan henni. „Ef við getum ekki fengið undanþágur, fimmta stærsta hagkerfi heims, getið þið það ekki! Það er einfaldlega útilokað," sagði hann. Fyrirlestur Farage var haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og var vel sóttur. Að lokum fyrirlestrarins urðu líflegar umræður þar sem Farage sagði á litríkan hátt frá reynslu sinni í Evrópuþinginu, en hann hefur setið þar síðan 1999, og er einn af leiðtogum andstæðinga Evrópusambandsins á þinginu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ef Íslendingar ganga í Evrópusambandið verða þeir „líkt og maður sem er lokaður inni í brennandi húsi án útkomuleiðar". Þetta sagði Nigel Farage, leiðtogi breska Sjálfstæðisflokksins, á opnum fyrirlestri á vegum Heimssýnar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í hádeginu á fimmtudag. Farage er einn þekktasti stjórnmálamaður Bretlands og tvímælalaust með þekktustu gagnrýnendum Evrópusambandsins þar í landi. Í fyrirlestri sínum varaði Farage Íslendinga við að gefa eftir völd yfir fiskveiðistjórnun, vaxtaákvörðunum og utanríkisstefnum, og að varasamt væri að gefa þau „einhverjum bankamönnum í Frankfurt". Farage gagnrýndi fiskveiðistjórnunarstefnu Evrópusambandsins harðlega, og sagði hana hafa orðið til þess að á annað hundrað þúsund störf hefðu tapast. Að auki leiddi hún tíl stórfellds brottkasts, allt að sjötíu prósentum afla í Norðursjó væri hent í sjóinn. En þó þessi stefna væri hreint glapræði væru engar líkur til að henni fengist breytt og útilokað að Íslendingar fengju undanþágu undan henni. „Ef við getum ekki fengið undanþágur, fimmta stærsta hagkerfi heims, getið þið það ekki! Það er einfaldlega útilokað," sagði hann. Fyrirlestur Farage var haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og var vel sóttur. Að lokum fyrirlestrarins urðu líflegar umræður þar sem Farage sagði á litríkan hátt frá reynslu sinni í Evrópuþinginu, en hann hefur setið þar síðan 1999, og er einn af leiðtogum andstæðinga Evrópusambandsins á þinginu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira