Ekki benda á mig Sverrir Jakobsson skrifar 2. desember 2008 06:00 Það er ekki lengur hægt að láta menn komast upp með þann hálfsannleik að fjármálakreppan sem valdið hefur íslensku hagkerfi stórfelldum skakkaföllum sé eins og fellibylur sem kemur að utan og að hending ein valdi því að hann orsaki meiri skaða á einum stað en öðrum. Það gengur ekki lengur að reynt sé að tína til tilviljanakennda sökudólga eftir því sem hverjum og einum hentar. Svoleiðis samkvæmisleikir eru ekki annað en moldviðri sem þyrlað er upp til að byrgja fólki sýn á það sem hefur í raun gerst í íslensku hagkerfi undanfarin ár, lengst af undir verkstjórn eins flokks, Sjálfstæðisflokksins, og undir leiðarljósi tiltekinnar hugmyndafræði, frjálshyggjunnar. Kreppan sem nú geisar er vissulega alþjóðlegt fyrirbæri en það er vegna þess að frjálshyggjan var alþjóðlegt fyrirbæri. Sú hugmynd að framselja ætti völd úr höndum þjóðkjörinna fulltrúa og til kauphallanna er alþjóðleg. Hugmyndin um „endalok sögunnar" og að einungis sé einn valkostur í boði, frjálshyggjan, er líka alþjóðleg. Þungi kreppunnar er hins vegar mismikill eftir því hversu vel frjálshyggjumönnum hefur gengið að brjóta niður allt regluverk í kringum fjármálastofnanir og allt eftirlit með þeim. Á Íslandi gekk þeim óvenjuvel við þá iðju. Við það bættust hagsmunir skammsýnna stjórnmálamanna sem helltu olíu á eldinn. Á undanförnum árum hafa þrjár loftbólur verið blásnar upp af íslenskum stjórnmálamönnum. Sú stærsta var þensla einkavæddu bankanna sem hvíldi að miklu leyti á skuldasöfnun erlendis. Stjórnvöld ýttu undir með því að halda vöxtum á Íslandi háum, en hávaxtastefnan var orsök þess að erlendir sparifjáreigendur létu glepjast til þess að leggja fé inn á Icesave-reikninga og sambærilega reikninga á vegum Kaupþings. Þetta stuðlaði að skammtímahagnaði bankanna og það gerði líka hátt gengi krónunnar sem Seðlabankinn ýtti undir þrátt fyrir að það stuðlaði að gríðarlegum halla á viðskiptajöfnuði og uppsöfnun skulda. Stjórnmálamenn litu á kapítalismann sem leik þar sem Íslendingar hefðu náttúrulega yfirburði. Þekking þeirra á gangvirki alþjóðakapítalismans var þó ekki meiri en svo að aðild Íslands að EES-samningnum var kölluð „allt fyrir ekkert" á meðan umræða um ábyrgðirnar sem fylgdu honum hefði getað komið í veg fyrir skuldabaggana af Icesave-ævintýrinu sem nú hefur verið hlaðið á axlir vinnandi fólks á Íslandi. Þenslu fjármálakerfisins fylgdi svo önnur bóla; þensla íbúðaverðs sem af séríslenskum aðstæðum varð einkum á höfuðborgarsvæðinu. Undir hana var ýtt af fjármálastofnunum sem vildu sölsa undir sig þessa starfsemi og fjármagna þar með enn meiri útrás. Stjórnmálamenn ýttu undir þensluna með loforðum um hærri lán til fasteignakaupa sem höfðu í för með sér offjárfestingar í húsnæði. Íslensk heimili urðu skuldsettari en þekkist víðast hvar annars staðar og þunginn af kreppunni fellur nú einkum á heimilin. Samt eru úrræði stjórnvalda nú á krepputímum þau sömu og á fyrri þenslutímum - að hækka vexti á skuldsetta þjóð. Undir eðlilegum kringumstæðum ættu slíkar ráðstafanir að leiða til fjöldagjaldþrota en ríkisvaldið mun ekki leyfa það; gangvirki íslensks efnahagslífs hvílir á þeirri forsendu að fólk borgi skuldir sínar og í því skyni má fresta greiðslum og grípa til allra mögulegra ráðstafana annarra en að lækka vexti eða setja fólk á hausinn. Íslenskt hagkerfi stendur og fellur með því að almenningur greiði skuldir sínar þó að einkabönkunum hafi verið leyft að fara í gjaldþrot, fá nýjar kennitölur og vera lausir allra mála. Þriðja bólan voru svo gríðarlegar virkjanaframkvæmdir til að fjármagna uppbyggingu álvera en forsendan fyrir virkjanaframkvæmdunum voru stórfelldar lántökur Landsvirkjunar. Þessi „uppbygging" var drifin áfram af stjórnmálamönnum á atkvæðaveiðum en ekki á viðskiptalegum forsendum enda er Landsvirkjun skrítin skepna - opinber stofnun sem stundum leikur einkafyrirtæki. Ljóst er að erlendar skuldir Landsvirkjunar verða þungur baggi á þjóðinni næstu árin og hafa í raun verið það lengi en hágengisstefnan sem Seðlabankinn rak alltof lengi og þvert á alla skynsemi var líkt og sniðin að hagsmunum þessa æxlis í þjóðarlíkamanum. Það sem veldur sérstökum áhyggjum núna er að þeir sem blésu upp loftbólurnar eru ennþá við völd og bjóða upp á sömu pólitíkina; háa vexti, meiri skuldsetningu og draumóra um fleiri virkjanir sem fjármagna á með erlendri skuldasöfnun ríkisins. Á meðan lausnirnar eru frekar einfaldar og snúast um að gera hið gagnstæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun
Það er ekki lengur hægt að láta menn komast upp með þann hálfsannleik að fjármálakreppan sem valdið hefur íslensku hagkerfi stórfelldum skakkaföllum sé eins og fellibylur sem kemur að utan og að hending ein valdi því að hann orsaki meiri skaða á einum stað en öðrum. Það gengur ekki lengur að reynt sé að tína til tilviljanakennda sökudólga eftir því sem hverjum og einum hentar. Svoleiðis samkvæmisleikir eru ekki annað en moldviðri sem þyrlað er upp til að byrgja fólki sýn á það sem hefur í raun gerst í íslensku hagkerfi undanfarin ár, lengst af undir verkstjórn eins flokks, Sjálfstæðisflokksins, og undir leiðarljósi tiltekinnar hugmyndafræði, frjálshyggjunnar. Kreppan sem nú geisar er vissulega alþjóðlegt fyrirbæri en það er vegna þess að frjálshyggjan var alþjóðlegt fyrirbæri. Sú hugmynd að framselja ætti völd úr höndum þjóðkjörinna fulltrúa og til kauphallanna er alþjóðleg. Hugmyndin um „endalok sögunnar" og að einungis sé einn valkostur í boði, frjálshyggjan, er líka alþjóðleg. Þungi kreppunnar er hins vegar mismikill eftir því hversu vel frjálshyggjumönnum hefur gengið að brjóta niður allt regluverk í kringum fjármálastofnanir og allt eftirlit með þeim. Á Íslandi gekk þeim óvenjuvel við þá iðju. Við það bættust hagsmunir skammsýnna stjórnmálamanna sem helltu olíu á eldinn. Á undanförnum árum hafa þrjár loftbólur verið blásnar upp af íslenskum stjórnmálamönnum. Sú stærsta var þensla einkavæddu bankanna sem hvíldi að miklu leyti á skuldasöfnun erlendis. Stjórnvöld ýttu undir með því að halda vöxtum á Íslandi háum, en hávaxtastefnan var orsök þess að erlendir sparifjáreigendur létu glepjast til þess að leggja fé inn á Icesave-reikninga og sambærilega reikninga á vegum Kaupþings. Þetta stuðlaði að skammtímahagnaði bankanna og það gerði líka hátt gengi krónunnar sem Seðlabankinn ýtti undir þrátt fyrir að það stuðlaði að gríðarlegum halla á viðskiptajöfnuði og uppsöfnun skulda. Stjórnmálamenn litu á kapítalismann sem leik þar sem Íslendingar hefðu náttúrulega yfirburði. Þekking þeirra á gangvirki alþjóðakapítalismans var þó ekki meiri en svo að aðild Íslands að EES-samningnum var kölluð „allt fyrir ekkert" á meðan umræða um ábyrgðirnar sem fylgdu honum hefði getað komið í veg fyrir skuldabaggana af Icesave-ævintýrinu sem nú hefur verið hlaðið á axlir vinnandi fólks á Íslandi. Þenslu fjármálakerfisins fylgdi svo önnur bóla; þensla íbúðaverðs sem af séríslenskum aðstæðum varð einkum á höfuðborgarsvæðinu. Undir hana var ýtt af fjármálastofnunum sem vildu sölsa undir sig þessa starfsemi og fjármagna þar með enn meiri útrás. Stjórnmálamenn ýttu undir þensluna með loforðum um hærri lán til fasteignakaupa sem höfðu í för með sér offjárfestingar í húsnæði. Íslensk heimili urðu skuldsettari en þekkist víðast hvar annars staðar og þunginn af kreppunni fellur nú einkum á heimilin. Samt eru úrræði stjórnvalda nú á krepputímum þau sömu og á fyrri þenslutímum - að hækka vexti á skuldsetta þjóð. Undir eðlilegum kringumstæðum ættu slíkar ráðstafanir að leiða til fjöldagjaldþrota en ríkisvaldið mun ekki leyfa það; gangvirki íslensks efnahagslífs hvílir á þeirri forsendu að fólk borgi skuldir sínar og í því skyni má fresta greiðslum og grípa til allra mögulegra ráðstafana annarra en að lækka vexti eða setja fólk á hausinn. Íslenskt hagkerfi stendur og fellur með því að almenningur greiði skuldir sínar þó að einkabönkunum hafi verið leyft að fara í gjaldþrot, fá nýjar kennitölur og vera lausir allra mála. Þriðja bólan voru svo gríðarlegar virkjanaframkvæmdir til að fjármagna uppbyggingu álvera en forsendan fyrir virkjanaframkvæmdunum voru stórfelldar lántökur Landsvirkjunar. Þessi „uppbygging" var drifin áfram af stjórnmálamönnum á atkvæðaveiðum en ekki á viðskiptalegum forsendum enda er Landsvirkjun skrítin skepna - opinber stofnun sem stundum leikur einkafyrirtæki. Ljóst er að erlendar skuldir Landsvirkjunar verða þungur baggi á þjóðinni næstu árin og hafa í raun verið það lengi en hágengisstefnan sem Seðlabankinn rak alltof lengi og þvert á alla skynsemi var líkt og sniðin að hagsmunum þessa æxlis í þjóðarlíkamanum. Það sem veldur sérstökum áhyggjum núna er að þeir sem blésu upp loftbólurnar eru ennþá við völd og bjóða upp á sömu pólitíkina; háa vexti, meiri skuldsetningu og draumóra um fleiri virkjanir sem fjármagna á með erlendri skuldasöfnun ríkisins. Á meðan lausnirnar eru frekar einfaldar og snúast um að gera hið gagnstæða.