Samband íslenskra samvinnufélaga lifir góðu lífi 25. júní 2008 00:01 SÍS, Samband íslenskra samvinnufélaga Margítrekaðar fullyrðingar um gjaldþrot Sambands íslenskra samvinnufélaga eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Félagið hætti rekstri, seldi allar eignir og samdi um og greiddi allar skuldir sínar. Frá því uppgjöri hefur félagið fyrst og fremst verið félagslegur vettvangur þar sem samvinnumenn, fulltrúar kaupfélaganna um allt land, koma saman og ræða sín sameiginlegu mál,“ segir Guðsteinn Einarsson, stjórnarformaður Sambands íslenskra samvinnufélaga. Guðsteinn er líka kaupfélagsstjóri Kaupfélags Borgfirðinga. SkúffufyrirtækiFrá aðalfundi SÍS 1985Það fer ekki mikið fyrir Sambandi íslenskra samvinnufélaga, svo ekki er undarlegt að fólk álykti sem svo að það heyri sögunni til. Til að mynda finnst fátt þegar félaginu er flett upp í símaskrá. Þegar leitað er betur finnst þó heimilisfang og símanúmerið 430-5500, sem er símanúmer Kaupfélags Borgfirðinga.Lénin sis.is og sambandid.is eru í eigu aðila sem eru ótengdir Sambandinu með öllu. Lénið samband.is er í eigu Sambands íslenskra sveitarfélaga.Guðsteinn segir að ekkert laumuspil sé hér á ferð og fólk sé velkomið á aðalfundi félagsins.áhrif fyrir hundraðkallEignir Sambandsins eru samkvæmt ársreikningi í fyrra um tuttugu milljónir króna. Þetta eru bankainnistæður og verðbréf. Þá er í þessu fólgið 7.000 króna stofnframlag til Samvinnutrygginga, frá árinu 1946.Ætla má þó að fleira finnist í Sambandinu. Helst er þar að nefna að líklega verður Sambandið næststærsti hluthafinn í Fjárfestingarfélaginu Gift, sem stofnað hefur verið upp úr eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum. Skilyrði fyrir eign í félaginu er að hafa tryggt hjá Samvinnutryggingum og að óslitnum viðskiptum hafi verið haldið við Vátryggingafélag Íslands. Svo mun hafa verið í tilviki Sambandsins; réttindi haldist öll óskert, jafnvel þótt aðeins sé tryggt fyrir hundraðkall. Sambandið var alla tíð stærsti tryggjandinn hjá Samvinnutryggingum.Mikil umsvif GiftarUmsvif Giftar í íslensku atvinnulífi eru nokkur. Félagið er til að mynda stærsti hluthafinn í Icelandair, ásamt Finni Ingólfssyni. Þá er félagið þriðji stærsti hluthafinn í Exista. Félagið á auk þess stóran hlut í Kaupþingi, auk þess sem þar er Exista ráðandi.Meðal eigna Giftar eru einnig hlutir í Landsbankanum, Straumi og Glitni. Þá á félagið einnig nokkra hluti í óskráðum félögum, eins og Fóðurblöndunni, Samkaupum, Árkaupum og Saga Capital. Sem næststærsti hluthafinn í Gift má ætla að Sambandið hafi þarna nokkur áhrif.Milljarða eignir?Enda þótt markaðsvirði félaga í óbeinni eigu Sambandsins hafi hríðfallið, líkt og annarra skráðra félaga undanfarna mánuði, má ætla að það hlaupi á milljörðum.Enn er ekki fram kominn listi yfir hluthafa í Gift fjárfestingarfélagi, en fram hefur komið að Samvinnusjóðurinn mun líklega ráða um þriðjungi. Í sjóðinn hafa runnið réttindi þeirra sem tryggðu en féllu frá eða urðu gjaldþrota.Sé miðað við að sá sem lagði fram stofnféð og var ávallt stærsti viðskiptavinur félagsins, ásamt öllum deildum sínum, eigi tíund í Gift, má ætla að eignirnar séu nokkrar. Þegar aðeins er horft til eignar Giftar í Kaupþingi, Existu og Icelandair, er ekki óvarlegt að áætla að þær eignir Sambandsins séu ekki minni en tveir til þrír milljarðar, miðað við markaðsverð nú um stundir. Það er sem kunnugt er með minnsta móti. Þá er raunar ekki tekið tillit til skulda Giftar. Óvíst er hversu háar þær eru. Það er hlutfallslega töluvert minna en þegar Sambandið stóð á hátindi sínum í íslensku atvinnulífi, en nóg til þess að fullyrða að Sambandið er á lífi og vel rúmlega það.Guðsteinn Einarsson segir óvarlegt að fullyrða nokkuð um þetta enda liggi ekki enn fyrir hvernig hlutnum í Gift verði skipt. Þá hafi verið ákveðið, hvernig sem fer, að því sem kemur út úr Gift verði skipt milli kaupfélaganna. „Þau eiga Sambandið en ekki öfugt,“ segir Guðsteinn og ítrekar að hlutverk Sambandsins sé fyrst og fremst félagslegt. „Engar breytingar eru fyrirhugaðar á starfseminni,“ bætir hann við.Hverjir ráða?Aðildarfélög Sambandsins eru kaupfélög, sem starfa víða um land. Kaupfélag Skagfirðinga er líklega stærst innan vébanda Sambandsins. Þar er kaupfélagsstjóri Þórólfur Gíslason, fyrrverandi stjórnarformaður Giftar. Kaupfélag Eyfirðinga er líka stórt, einnig Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga auk Kaupfélags Borgnesinga og fleiri.Þeir sem ráða fyrir Sambandinu koma úr þessum stöðum. Til að mynda situr Sigurjón Rúnar Rafnsson, núverandi stjórnarformaður Giftar, einnig í stjórn Sambandsins. Því skyldi ekki vanmeta áhrif Sambandsins í Gift.Fornar ræturSamband íslenskra samvinnufélaga var stofnað árið 1902 að Ystafelli. Þetta var verslunarfélag sem stefndi að því í upphafi að ná hagstæðum samningum við heildsala og halda utan um útflutning kaupfélaganna. Aðildarfélögin voru fá í fyrstu, en um miðja síðustu öld voru þau orðin fimmtíu og reksturinn þá þegar orðinn umfangsmikill. Félögin voru 45 árið 1980 en áratug síðar voru þau 26. Þau eru nú fimmtán.Á árum seinni heimsstyrjaldar voru starfsmenn Sambandsins orðnir hátt í fimm hundruð en voru þrír í upphafi hinnar fyrri. Starfsmönnum átti enn eftir að fjölga og voru þeir upp undir tvö þúsund þegar umsvif Sambandsins voru sem mest á níunda áratugnum. Þá eru ótaldir þeir sem störfuðu hjá kaupfélögunum og ýmsum fyrirtækjum sem tengdust Sambandinu. Núna er enginn á launaskrá Sambandsins, en Guðsteinn Einarsson stjórnarformaður heldur utan um málefni félagsins, meðfram öðrum störfum.Gríðarleg umsvifSambandið óx mjög að vöxtum um miðja síðustu öld. Auk þess sem bein starfsemi Sambandsins jókst urðu til félög sem kölluð voru samstarfsfyrirtæki Sambandsins. Í þessum hópi voru Samvinnutryggingar, Olíufélagið, Samvinnubankinn, Osta- og smjörsalan, Samvinnuferðir og Iceland Seafood Corporation.Á níunda áratug síðustu aldar störfuðu átta deildir innan Sambandsins: Sjávarafurðadeild, búvörudeild, iðnaðardeild, búnaðardeild, verslunardeild, skipadeild, skipulagsdeild og fjárhagsdeild.SamdrátturMikið var fjallað um endalok Sambandsins í Morgunblaðinu upp úr árinu 1990. Þar kom meðal annars fram að árið 1989 hefðu bókfærðar eignir Sambandsins numið ríflega tólf milljörðum króna, á þess tíma verðlagi. Árið eftir hefðu þær hins vegar verið innan við átta milljarðar en aftur nokkrum árum síðar höfðu eignirnar rýrnað allverulega og námu eignirnar þá prómilli af því, eða sjö milljónum króna.Sambandið hefur heldur vaxið síðan þá, miðað við ársreikninginn í fyrra, þrátt fyrir að starfsemin sé engin.Þáttur LandsbankansÝmsum félögum í eigu Sambandsins og deildum þess var breytt í hlutafélög um 1990. Var svo til að mynda um skipadeild Sambandsins sem varð að Samskipum hf.Tap var á rekstri Sambandsins árum saman og fór svo árið 1992 að helsti lánardrottinn þess, Landsbankinn, ákvað að leysa til sín veð í eignum til að gera upp skuldirnar.HömlurHeildarskuldirnar námu þá hátt í fimm milljörðum króna en miklar eignir voru á móti. Þær voru meðal annars hlutur í Olíufélaginu, Reginn, sem meðal annars átti í Íslenskum aðalverktökum, Íslenskar sjávarafurðir, Sambandshúsið við Kirkjusand og Samskip. Auk þessara eigna átti sambandið stórverslunina Miklagarð, hlut í Íslenskum skinnaiðnaði, Jötni hf., Efnaverksmiðjunni Sjöfn og Dráttarvélum hf.Enn átti Sambandið hlut í Goða og Kaffibrennslu Akureyrar.Landsbankinn stofnaði eignarhaldsfélagið Hömlur til þess að gera upp skuldir Sambandsins. Mál þessi voru flókin og ekki auðvelt að sjá til botns í þessu öllu saman, líkt og fram kom í greinum Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu frá þessum tíma. Hún studdist einkum við ónafngreinda heimildarmenn í skrifum sínum.Hvað svo?Árið 1994 hafði Sambandið greitt megnið af skuldum sínum, að því er fram kemur í yfirliti Ívars Jónssonar um samvinnuhreyfinguna. En Sambandið sjálft var lagst í dvala.Þá voru Samvinnutryggingar horfnar inn í VÍS, og eftir stóð Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga sem áður var fjallað um. Samvinnubankinn rann inn í Landsbankann og hlutinn í Olíufélaginu keypti félagið sjálft árið 1992.Félagið hefur farið um nokkrar hendur og heitir núna N1. Einnig varð sjávarafurðadeild Sambandsins, sem stofnuð var árið 1957, að Íslenskum sjávarafurðum hf. 1991. Inn í félagið rann Iceland Seafood. Síðar urðu kaflaskil þegar ÍS og SÍF sameinuðust í SÍF árið 2003. Þá hefur skipadeild Sambandsins vaxið í höndum Ólafs Ólafssonar, sem Samskip hf., og er nú með starfsemi víða um lönd og höf.FramtíðinMörg fyrrverandi Sambandsfyrirtæki, eða fyrirtæki sem vaxið hafa á þeim grunni, lifa því enn góðu lífi; þetta gufaði ekki upp. En Sambandið sem slíkt fór aldrei á hausinn, líkt og fram kom hér í upphafi. Það leitaði nauðasamninga við lánardrottna, gerði upp og hvarf úr kastljósinu, en ekki af sviðinu.Eignir þess eru töluverðar og þeir sem þar eiga vettvang hafa ítök víða. Hver veit nema Sambandið eigi enn eftir að blómstra, ef ekki þá kaupfélögin sem þar standa að baki. Undir smásjánni Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Margítrekaðar fullyrðingar um gjaldþrot Sambands íslenskra samvinnufélaga eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Félagið hætti rekstri, seldi allar eignir og samdi um og greiddi allar skuldir sínar. Frá því uppgjöri hefur félagið fyrst og fremst verið félagslegur vettvangur þar sem samvinnumenn, fulltrúar kaupfélaganna um allt land, koma saman og ræða sín sameiginlegu mál,“ segir Guðsteinn Einarsson, stjórnarformaður Sambands íslenskra samvinnufélaga. Guðsteinn er líka kaupfélagsstjóri Kaupfélags Borgfirðinga. SkúffufyrirtækiFrá aðalfundi SÍS 1985Það fer ekki mikið fyrir Sambandi íslenskra samvinnufélaga, svo ekki er undarlegt að fólk álykti sem svo að það heyri sögunni til. Til að mynda finnst fátt þegar félaginu er flett upp í símaskrá. Þegar leitað er betur finnst þó heimilisfang og símanúmerið 430-5500, sem er símanúmer Kaupfélags Borgfirðinga.Lénin sis.is og sambandid.is eru í eigu aðila sem eru ótengdir Sambandinu með öllu. Lénið samband.is er í eigu Sambands íslenskra sveitarfélaga.Guðsteinn segir að ekkert laumuspil sé hér á ferð og fólk sé velkomið á aðalfundi félagsins.áhrif fyrir hundraðkallEignir Sambandsins eru samkvæmt ársreikningi í fyrra um tuttugu milljónir króna. Þetta eru bankainnistæður og verðbréf. Þá er í þessu fólgið 7.000 króna stofnframlag til Samvinnutrygginga, frá árinu 1946.Ætla má þó að fleira finnist í Sambandinu. Helst er þar að nefna að líklega verður Sambandið næststærsti hluthafinn í Fjárfestingarfélaginu Gift, sem stofnað hefur verið upp úr eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum. Skilyrði fyrir eign í félaginu er að hafa tryggt hjá Samvinnutryggingum og að óslitnum viðskiptum hafi verið haldið við Vátryggingafélag Íslands. Svo mun hafa verið í tilviki Sambandsins; réttindi haldist öll óskert, jafnvel þótt aðeins sé tryggt fyrir hundraðkall. Sambandið var alla tíð stærsti tryggjandinn hjá Samvinnutryggingum.Mikil umsvif GiftarUmsvif Giftar í íslensku atvinnulífi eru nokkur. Félagið er til að mynda stærsti hluthafinn í Icelandair, ásamt Finni Ingólfssyni. Þá er félagið þriðji stærsti hluthafinn í Exista. Félagið á auk þess stóran hlut í Kaupþingi, auk þess sem þar er Exista ráðandi.Meðal eigna Giftar eru einnig hlutir í Landsbankanum, Straumi og Glitni. Þá á félagið einnig nokkra hluti í óskráðum félögum, eins og Fóðurblöndunni, Samkaupum, Árkaupum og Saga Capital. Sem næststærsti hluthafinn í Gift má ætla að Sambandið hafi þarna nokkur áhrif.Milljarða eignir?Enda þótt markaðsvirði félaga í óbeinni eigu Sambandsins hafi hríðfallið, líkt og annarra skráðra félaga undanfarna mánuði, má ætla að það hlaupi á milljörðum.Enn er ekki fram kominn listi yfir hluthafa í Gift fjárfestingarfélagi, en fram hefur komið að Samvinnusjóðurinn mun líklega ráða um þriðjungi. Í sjóðinn hafa runnið réttindi þeirra sem tryggðu en féllu frá eða urðu gjaldþrota.Sé miðað við að sá sem lagði fram stofnféð og var ávallt stærsti viðskiptavinur félagsins, ásamt öllum deildum sínum, eigi tíund í Gift, má ætla að eignirnar séu nokkrar. Þegar aðeins er horft til eignar Giftar í Kaupþingi, Existu og Icelandair, er ekki óvarlegt að áætla að þær eignir Sambandsins séu ekki minni en tveir til þrír milljarðar, miðað við markaðsverð nú um stundir. Það er sem kunnugt er með minnsta móti. Þá er raunar ekki tekið tillit til skulda Giftar. Óvíst er hversu háar þær eru. Það er hlutfallslega töluvert minna en þegar Sambandið stóð á hátindi sínum í íslensku atvinnulífi, en nóg til þess að fullyrða að Sambandið er á lífi og vel rúmlega það.Guðsteinn Einarsson segir óvarlegt að fullyrða nokkuð um þetta enda liggi ekki enn fyrir hvernig hlutnum í Gift verði skipt. Þá hafi verið ákveðið, hvernig sem fer, að því sem kemur út úr Gift verði skipt milli kaupfélaganna. „Þau eiga Sambandið en ekki öfugt,“ segir Guðsteinn og ítrekar að hlutverk Sambandsins sé fyrst og fremst félagslegt. „Engar breytingar eru fyrirhugaðar á starfseminni,“ bætir hann við.Hverjir ráða?Aðildarfélög Sambandsins eru kaupfélög, sem starfa víða um land. Kaupfélag Skagfirðinga er líklega stærst innan vébanda Sambandsins. Þar er kaupfélagsstjóri Þórólfur Gíslason, fyrrverandi stjórnarformaður Giftar. Kaupfélag Eyfirðinga er líka stórt, einnig Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga auk Kaupfélags Borgnesinga og fleiri.Þeir sem ráða fyrir Sambandinu koma úr þessum stöðum. Til að mynda situr Sigurjón Rúnar Rafnsson, núverandi stjórnarformaður Giftar, einnig í stjórn Sambandsins. Því skyldi ekki vanmeta áhrif Sambandsins í Gift.Fornar ræturSamband íslenskra samvinnufélaga var stofnað árið 1902 að Ystafelli. Þetta var verslunarfélag sem stefndi að því í upphafi að ná hagstæðum samningum við heildsala og halda utan um útflutning kaupfélaganna. Aðildarfélögin voru fá í fyrstu, en um miðja síðustu öld voru þau orðin fimmtíu og reksturinn þá þegar orðinn umfangsmikill. Félögin voru 45 árið 1980 en áratug síðar voru þau 26. Þau eru nú fimmtán.Á árum seinni heimsstyrjaldar voru starfsmenn Sambandsins orðnir hátt í fimm hundruð en voru þrír í upphafi hinnar fyrri. Starfsmönnum átti enn eftir að fjölga og voru þeir upp undir tvö þúsund þegar umsvif Sambandsins voru sem mest á níunda áratugnum. Þá eru ótaldir þeir sem störfuðu hjá kaupfélögunum og ýmsum fyrirtækjum sem tengdust Sambandinu. Núna er enginn á launaskrá Sambandsins, en Guðsteinn Einarsson stjórnarformaður heldur utan um málefni félagsins, meðfram öðrum störfum.Gríðarleg umsvifSambandið óx mjög að vöxtum um miðja síðustu öld. Auk þess sem bein starfsemi Sambandsins jókst urðu til félög sem kölluð voru samstarfsfyrirtæki Sambandsins. Í þessum hópi voru Samvinnutryggingar, Olíufélagið, Samvinnubankinn, Osta- og smjörsalan, Samvinnuferðir og Iceland Seafood Corporation.Á níunda áratug síðustu aldar störfuðu átta deildir innan Sambandsins: Sjávarafurðadeild, búvörudeild, iðnaðardeild, búnaðardeild, verslunardeild, skipadeild, skipulagsdeild og fjárhagsdeild.SamdrátturMikið var fjallað um endalok Sambandsins í Morgunblaðinu upp úr árinu 1990. Þar kom meðal annars fram að árið 1989 hefðu bókfærðar eignir Sambandsins numið ríflega tólf milljörðum króna, á þess tíma verðlagi. Árið eftir hefðu þær hins vegar verið innan við átta milljarðar en aftur nokkrum árum síðar höfðu eignirnar rýrnað allverulega og námu eignirnar þá prómilli af því, eða sjö milljónum króna.Sambandið hefur heldur vaxið síðan þá, miðað við ársreikninginn í fyrra, þrátt fyrir að starfsemin sé engin.Þáttur LandsbankansÝmsum félögum í eigu Sambandsins og deildum þess var breytt í hlutafélög um 1990. Var svo til að mynda um skipadeild Sambandsins sem varð að Samskipum hf.Tap var á rekstri Sambandsins árum saman og fór svo árið 1992 að helsti lánardrottinn þess, Landsbankinn, ákvað að leysa til sín veð í eignum til að gera upp skuldirnar.HömlurHeildarskuldirnar námu þá hátt í fimm milljörðum króna en miklar eignir voru á móti. Þær voru meðal annars hlutur í Olíufélaginu, Reginn, sem meðal annars átti í Íslenskum aðalverktökum, Íslenskar sjávarafurðir, Sambandshúsið við Kirkjusand og Samskip. Auk þessara eigna átti sambandið stórverslunina Miklagarð, hlut í Íslenskum skinnaiðnaði, Jötni hf., Efnaverksmiðjunni Sjöfn og Dráttarvélum hf.Enn átti Sambandið hlut í Goða og Kaffibrennslu Akureyrar.Landsbankinn stofnaði eignarhaldsfélagið Hömlur til þess að gera upp skuldir Sambandsins. Mál þessi voru flókin og ekki auðvelt að sjá til botns í þessu öllu saman, líkt og fram kom í greinum Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu frá þessum tíma. Hún studdist einkum við ónafngreinda heimildarmenn í skrifum sínum.Hvað svo?Árið 1994 hafði Sambandið greitt megnið af skuldum sínum, að því er fram kemur í yfirliti Ívars Jónssonar um samvinnuhreyfinguna. En Sambandið sjálft var lagst í dvala.Þá voru Samvinnutryggingar horfnar inn í VÍS, og eftir stóð Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga sem áður var fjallað um. Samvinnubankinn rann inn í Landsbankann og hlutinn í Olíufélaginu keypti félagið sjálft árið 1992.Félagið hefur farið um nokkrar hendur og heitir núna N1. Einnig varð sjávarafurðadeild Sambandsins, sem stofnuð var árið 1957, að Íslenskum sjávarafurðum hf. 1991. Inn í félagið rann Iceland Seafood. Síðar urðu kaflaskil þegar ÍS og SÍF sameinuðust í SÍF árið 2003. Þá hefur skipadeild Sambandsins vaxið í höndum Ólafs Ólafssonar, sem Samskip hf., og er nú með starfsemi víða um lönd og höf.FramtíðinMörg fyrrverandi Sambandsfyrirtæki, eða fyrirtæki sem vaxið hafa á þeim grunni, lifa því enn góðu lífi; þetta gufaði ekki upp. En Sambandið sem slíkt fór aldrei á hausinn, líkt og fram kom hér í upphafi. Það leitaði nauðasamninga við lánardrottna, gerði upp og hvarf úr kastljósinu, en ekki af sviðinu.Eignir þess eru töluverðar og þeir sem þar eiga vettvang hafa ítök víða. Hver veit nema Sambandið eigi enn eftir að blómstra, ef ekki þá kaupfélögin sem þar standa að baki.
Undir smásjánni Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira