Jónasi svarað Þorsteinn Pálsson skrifar 23. september 2008 07:00 Fyrstu viðbrögðin við yfirmannaskiptum á fréttastofum ljósvakamiðlanna í síðustu viku voru þau að bankastjórn Seðlabankans fól formanni sínum að koma fram á Stöð 2 en ekki í sjónvarpi ríkisins til að hafa uppi andsvör við framlagi Jónasar Haralz og fjölda annarra sérfræðinga og forystumanna í stjórnmálum og atvinnulífi til umræðunnar um peningamálastefnuna. Að lögum ber bankastjórn þriggja embættismanna sameiginlega ábyrgð á öllum ákvörðunum og yfirlýsingum Seðlabankans en formaðurinn er talsmaður þeirra. Embættisferill Jónasar Haralz er alkunnur. Minna hefur verið fjallað um að hann var um tíma formaður efnahagsnefndar Sjálfstæðisflokksins. Í því hlutverki smíðaði hann að beiðni Geirs Hallgrímssonar einhverja mikilvægustu tímamótayfirlýsingu flokksins um endurreisn í anda frjálshyggju. Sú yfirlýsing var helsti hugmyndafræðilegi grundvöllur þeirra umbreytinga á efnahagsstjórn sem smám saman urðu að veruleika á níunda og tíunda áratugnum í fjórum mismunandi samsettum ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins. Ósmá áhrif. Það mat sem fram kom nýlega í greinum Jónasar Haralz og Einars Benediktssonar að hagsmunum Íslands yrði betur borgið með því að taka upp evru en að viðhalda óbreyttri stefnu í peningamálum hefur vissulega sett strik í umræðuna. Í greinum þeirra kom ennfremur fram ósk um að Seðlabankinn gerði ítarlega grein fyrir árangri peningamálastefnunnar sem fylgt hefur verið frá aldamótum. Fallast verður á að slíkur málefnalegur rökstuðningur af hálfu Seðlabankans væri gagnlegur fyrir áframhald umræðunnar. Svar bankastjórnarinnar sem nú liggur fyrir í nefndu sjónvarpsviðtali var einkar skýrt og afdráttarlaust. Bankastjórarnir, einn fyrir alla og allir fyrir einn, líta einfaldlega svo á að slíkur málflutningur sé „lýðskrum" og á honum hafi menn á þeim bæ bæði „skömm" og „fyrirlitningu". Sannarlega er ekki unnt að kvarta yfir því að svör hafi ekki fengist við hógværri beiðni. Þegar þetta svar liggur fyrir af hálfu bankastjórnarinnar vaknar hins vegar upp sú spurning hvort það byggi á mati hagsviðs bankans. Svo þarf ekki að vera þótt eðlilegt sé að ganga út frá því sem sjálfsögðum hlut í svo veigamiklu máli. Vel má vera að hagsviðið hafi verið of svifaseint að bregðast við en bankastjórnin hafi ekki viljað draga þjóðina á svari. Það er skiljanlegt eins og staða umræðunnar er en vekur þó upp álitamál. Rétt er að minna á að aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur í blöðum heima og erlendis í rúm tvö ár lýst þeirri skoðun að ávinningur þess að halda uppi sjálfstæðum gjaldmiðli sé minni en enginn og auki fremur á sveiflur í þjóðarbúskapnum en að draga úr þeim. Hvernig sem undirbúningi að svari bankastjórnarinnar var háttað bendir efni þess ótvírætt til að bankinn þurfi að taka á innri málum. Það er spurning um traust og trúverðugleika í bráð og lengd. Bankastjórn Seðlabankans er eftir lögum sjálfstæð og óháð ríkisstjórn. Lögin mæla þó fyrir um að bankastjórnin skuli ekki sinna öðrum viðfangsefnum en þeim sem samræmast hlutverki seðlabanka. Spurt hefur verið hvort bankastjórnin hafi farið út fyrir verksvið sitt í þessu svari og inn á pólitískan vettvang. Að lögum ber ríkisstjórnin ábyrgð á að slíkt gerist ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun
Fyrstu viðbrögðin við yfirmannaskiptum á fréttastofum ljósvakamiðlanna í síðustu viku voru þau að bankastjórn Seðlabankans fól formanni sínum að koma fram á Stöð 2 en ekki í sjónvarpi ríkisins til að hafa uppi andsvör við framlagi Jónasar Haralz og fjölda annarra sérfræðinga og forystumanna í stjórnmálum og atvinnulífi til umræðunnar um peningamálastefnuna. Að lögum ber bankastjórn þriggja embættismanna sameiginlega ábyrgð á öllum ákvörðunum og yfirlýsingum Seðlabankans en formaðurinn er talsmaður þeirra. Embættisferill Jónasar Haralz er alkunnur. Minna hefur verið fjallað um að hann var um tíma formaður efnahagsnefndar Sjálfstæðisflokksins. Í því hlutverki smíðaði hann að beiðni Geirs Hallgrímssonar einhverja mikilvægustu tímamótayfirlýsingu flokksins um endurreisn í anda frjálshyggju. Sú yfirlýsing var helsti hugmyndafræðilegi grundvöllur þeirra umbreytinga á efnahagsstjórn sem smám saman urðu að veruleika á níunda og tíunda áratugnum í fjórum mismunandi samsettum ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins. Ósmá áhrif. Það mat sem fram kom nýlega í greinum Jónasar Haralz og Einars Benediktssonar að hagsmunum Íslands yrði betur borgið með því að taka upp evru en að viðhalda óbreyttri stefnu í peningamálum hefur vissulega sett strik í umræðuna. Í greinum þeirra kom ennfremur fram ósk um að Seðlabankinn gerði ítarlega grein fyrir árangri peningamálastefnunnar sem fylgt hefur verið frá aldamótum. Fallast verður á að slíkur málefnalegur rökstuðningur af hálfu Seðlabankans væri gagnlegur fyrir áframhald umræðunnar. Svar bankastjórnarinnar sem nú liggur fyrir í nefndu sjónvarpsviðtali var einkar skýrt og afdráttarlaust. Bankastjórarnir, einn fyrir alla og allir fyrir einn, líta einfaldlega svo á að slíkur málflutningur sé „lýðskrum" og á honum hafi menn á þeim bæ bæði „skömm" og „fyrirlitningu". Sannarlega er ekki unnt að kvarta yfir því að svör hafi ekki fengist við hógværri beiðni. Þegar þetta svar liggur fyrir af hálfu bankastjórnarinnar vaknar hins vegar upp sú spurning hvort það byggi á mati hagsviðs bankans. Svo þarf ekki að vera þótt eðlilegt sé að ganga út frá því sem sjálfsögðum hlut í svo veigamiklu máli. Vel má vera að hagsviðið hafi verið of svifaseint að bregðast við en bankastjórnin hafi ekki viljað draga þjóðina á svari. Það er skiljanlegt eins og staða umræðunnar er en vekur þó upp álitamál. Rétt er að minna á að aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur í blöðum heima og erlendis í rúm tvö ár lýst þeirri skoðun að ávinningur þess að halda uppi sjálfstæðum gjaldmiðli sé minni en enginn og auki fremur á sveiflur í þjóðarbúskapnum en að draga úr þeim. Hvernig sem undirbúningi að svari bankastjórnarinnar var háttað bendir efni þess ótvírætt til að bankinn þurfi að taka á innri málum. Það er spurning um traust og trúverðugleika í bráð og lengd. Bankastjórn Seðlabankans er eftir lögum sjálfstæð og óháð ríkisstjórn. Lögin mæla þó fyrir um að bankastjórnin skuli ekki sinna öðrum viðfangsefnum en þeim sem samræmast hlutverki seðlabanka. Spurt hefur verið hvort bankastjórnin hafi farið út fyrir verksvið sitt í þessu svari og inn á pólitískan vettvang. Að lögum ber ríkisstjórnin ábyrgð á að slíkt gerist ekki.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun