Svíinn Hedblom með forystu í Malasíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. mars 2008 11:43 Peter Hedblom. Nordic Photos / Getty Images Forystumennirnir þrír fóru illa að ráði sínu þegar að þriðji keppnisdagur hófst á Malasíu-meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Hedblom hefur titil að verja á mótinu og lék á 65 höggum í morgun og er samtals á sautján höggum undir pari. Hann hefur tveggja högga forystu á Argentínumanninn Daniel Vancsik sem lék á 64 höggum í morgun. 49 kylfingar náðu ekki að klára sinn annan hring í gær þar sem keppni var frestað vegna þrumuveðurs. Þegar keppninni var frestað voru tveir menn, Nick Dougherty frá Englandi og heimamaðurinn Danny Chia í forystu á tólf undir pari. Í morgun náði svo Indverjinn Jyoti Randhawa að jafna árangur þeirra með því að klára sinn annan hring á samtals tólf undir pari. En þeir náðu ekki að halda forystunni. Randhawa lék á 70 höggum í dag og er í 3.-5. sæti ásamt þeim Simon Dyson frá Englandi og Dananum Sören Kjeldsen. Dougherty lék á 72 höggum og er í 6.-9. sæti ásamt Ástralanum Scott Barr og Darren Clarke frá Norður-Írlandi. En heimamaðurinn Chia átti alls ekki góðan dag. Hann lék á átta höggum yfir pari og er í 55.-61. sæti. Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Forystumennirnir þrír fóru illa að ráði sínu þegar að þriðji keppnisdagur hófst á Malasíu-meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Hedblom hefur titil að verja á mótinu og lék á 65 höggum í morgun og er samtals á sautján höggum undir pari. Hann hefur tveggja högga forystu á Argentínumanninn Daniel Vancsik sem lék á 64 höggum í morgun. 49 kylfingar náðu ekki að klára sinn annan hring í gær þar sem keppni var frestað vegna þrumuveðurs. Þegar keppninni var frestað voru tveir menn, Nick Dougherty frá Englandi og heimamaðurinn Danny Chia í forystu á tólf undir pari. Í morgun náði svo Indverjinn Jyoti Randhawa að jafna árangur þeirra með því að klára sinn annan hring á samtals tólf undir pari. En þeir náðu ekki að halda forystunni. Randhawa lék á 70 höggum í dag og er í 3.-5. sæti ásamt þeim Simon Dyson frá Englandi og Dananum Sören Kjeldsen. Dougherty lék á 72 höggum og er í 6.-9. sæti ásamt Ástralanum Scott Barr og Darren Clarke frá Norður-Írlandi. En heimamaðurinn Chia átti alls ekki góðan dag. Hann lék á átta höggum yfir pari og er í 55.-61. sæti.
Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira