Heimaalinn þorskur Jón Kaldal skrifar 9. mars 2008 07:00 Áætlanir Norðmanna um stórfellt þorskeldi eru ævintýralegar. Innan tiltölulega fárra ára stefna þeir að því að framleiða allt að tvöhundruð þúsund tonn af eldisþorski á ári. Til að setja þá tölu í samhengi er það um sjötíu þúsund tonnum meira en Íslendingar ætla að veiða af villtum þorski á þessu fiskveiðiári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í stórmerkilegri fréttaskýringaröð Svavars Hávarðssonar um þorskeldi, sem birst hefur í Fréttablaðinu undanfarna daga og lýkur á morgun með viðtölum við sjávarútvegsráðherra Noregs og Íslands. Á sama tíma og veiðar á þorski í Norður-Atlantshafi hafa dregist saman um hundruð þúsunda tonna undanfarin ár hafa Norðmenn ekki setið með hendur í skauti sér. Þeir eru komnir á fleygiferð í þorskeldinu og hafa náð hraustlegu forskoti á aðrar þjóðir. Auðvitað eru mörg ljón á veginum og aflinn langt í frá kominn á land. En eins og Guðbergur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fiskeldisstöðva á Íslandi, bendir á eru Norðmenn fullir sjálfstrausts eftir afbragðs árangur í eldi og markaðssetningu á laxi. Af þeirri skepnu framleiddu Norðmenn og seldu ríflega sjöhundruð þúsund tonn á síðasta ári og skilaði það þeim jafnvirði 190 milljarða íslenskra króna í tekjur. Á þessu ári verða tekjur Norðmanna af fiskeldinu enn þá hærri því verð á hráefnismörkuðum heimsins stefnir aðeins upp á við. Sama staða er með matvæli og eldsneyti. Heimsframleiðslan annar ekki vaxandi eftirspurn sem stafar af því að fjölmennar þjóðir hafa efnast og teygja sig samhliða því eftir meiri lífsgæðum en áður. Náttúruauðlindir jarðar eru ekki ótæmandi og við því er verið að bregðast um allan heim. Þannig eru til dæmis stærstu olíufyrirtæki heims í fararbroddi við þróun nýrra orkugjafa. Stefnumörkun og staðfesta Norðmanna í fiskeldinu er byggð á köldu raunsæi og yfirvegun. Það er algerlega ljóst að veiðar á villtum þorski munu ekki í fyrirsjáanlegri framtíð, ef nokkurn tíma aftur, nálgast aflatölur undanfarinna ára, svo ekki sé talað um tölur fyrri áratuga. Á Íslandsmiðum hefur aldrei áður hefur verið gert ráð fyrir jafn litlum þorskafla og á þessu fiskveiðiári. Og lítill þorskkvóti er sá raunveruleiki sem við munum búa við á næstu árum, eins og Björn Ævarr Steinarsson, sviðstjóri veiðiráðgjafarsviðs Hafrannsóknastofnunar hefur staðfest í Fréttablaðinu. Það er hárrétt mat hjá Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra að nú sé komið að ögurstund í þorskeldi hér á landi. Í fréttaskýringaröð Fréttablaðsins kemur fram að Norðmenn eru fúsir til samstarfs og vilja miðla af þekkingu sinni. Nú þarf að spýta í lófana og taka því boði. Það hlýtur að standa upp á stærstu útgerðafyrirtæki landsins að taka forystu í málinu. Auðvitað er alls ekki víst að þorskeldisævintýri Norðmanna fái góðan endi, en ekki dugar að sitja aðgerðalaus hjá og sjá hvað setur. Þeir fiska sem róa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun
Áætlanir Norðmanna um stórfellt þorskeldi eru ævintýralegar. Innan tiltölulega fárra ára stefna þeir að því að framleiða allt að tvöhundruð þúsund tonn af eldisþorski á ári. Til að setja þá tölu í samhengi er það um sjötíu þúsund tonnum meira en Íslendingar ætla að veiða af villtum þorski á þessu fiskveiðiári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í stórmerkilegri fréttaskýringaröð Svavars Hávarðssonar um þorskeldi, sem birst hefur í Fréttablaðinu undanfarna daga og lýkur á morgun með viðtölum við sjávarútvegsráðherra Noregs og Íslands. Á sama tíma og veiðar á þorski í Norður-Atlantshafi hafa dregist saman um hundruð þúsunda tonna undanfarin ár hafa Norðmenn ekki setið með hendur í skauti sér. Þeir eru komnir á fleygiferð í þorskeldinu og hafa náð hraustlegu forskoti á aðrar þjóðir. Auðvitað eru mörg ljón á veginum og aflinn langt í frá kominn á land. En eins og Guðbergur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fiskeldisstöðva á Íslandi, bendir á eru Norðmenn fullir sjálfstrausts eftir afbragðs árangur í eldi og markaðssetningu á laxi. Af þeirri skepnu framleiddu Norðmenn og seldu ríflega sjöhundruð þúsund tonn á síðasta ári og skilaði það þeim jafnvirði 190 milljarða íslenskra króna í tekjur. Á þessu ári verða tekjur Norðmanna af fiskeldinu enn þá hærri því verð á hráefnismörkuðum heimsins stefnir aðeins upp á við. Sama staða er með matvæli og eldsneyti. Heimsframleiðslan annar ekki vaxandi eftirspurn sem stafar af því að fjölmennar þjóðir hafa efnast og teygja sig samhliða því eftir meiri lífsgæðum en áður. Náttúruauðlindir jarðar eru ekki ótæmandi og við því er verið að bregðast um allan heim. Þannig eru til dæmis stærstu olíufyrirtæki heims í fararbroddi við þróun nýrra orkugjafa. Stefnumörkun og staðfesta Norðmanna í fiskeldinu er byggð á köldu raunsæi og yfirvegun. Það er algerlega ljóst að veiðar á villtum þorski munu ekki í fyrirsjáanlegri framtíð, ef nokkurn tíma aftur, nálgast aflatölur undanfarinna ára, svo ekki sé talað um tölur fyrri áratuga. Á Íslandsmiðum hefur aldrei áður hefur verið gert ráð fyrir jafn litlum þorskafla og á þessu fiskveiðiári. Og lítill þorskkvóti er sá raunveruleiki sem við munum búa við á næstu árum, eins og Björn Ævarr Steinarsson, sviðstjóri veiðiráðgjafarsviðs Hafrannsóknastofnunar hefur staðfest í Fréttablaðinu. Það er hárrétt mat hjá Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra að nú sé komið að ögurstund í þorskeldi hér á landi. Í fréttaskýringaröð Fréttablaðsins kemur fram að Norðmenn eru fúsir til samstarfs og vilja miðla af þekkingu sinni. Nú þarf að spýta í lófana og taka því boði. Það hlýtur að standa upp á stærstu útgerðafyrirtæki landsins að taka forystu í málinu. Auðvitað er alls ekki víst að þorskeldisævintýri Norðmanna fái góðan endi, en ekki dugar að sitja aðgerðalaus hjá og sjá hvað setur. Þeir fiska sem róa.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun