NBA í nótt: Detroit stöðvaði Phoenix 25. mars 2008 03:34 Shaquille O´Neal og Rasheed Wallace slógu á létta strengi í nótt NordcPhotos/GettyImages Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar hæst að Detroit stöðvaði sjö leikja sigurgöngu Phoenix og Philadelphia skaust í sjötta sæti Austurdeildarinnar með góðum útisigri á Boston. Detroit hafði verið í nokkrum vandræðum áður en liðið tók á móti Phoenix í nótt en náði að vinna sigur 110-105 sigur í framlengdum leik þrátt fyrir að vera án Richard Hamilton sem var meiddur. Amare Stoudemire skoraði 33 stig fyrir Phoenix í leiknum en Chauncey Billups skoraði 9 af 32 stigum sínum í framlengingunni fyrir Detroit. Philadelphia hefur komið nokkuð á óvart að undanförnu og vann í nótt mjög óvæntan sigur á Boston á útivelli 95-90 með góðum endaspretti í fjórða leikhlutanum. Philadelphia náði 19-0 spretti í fjórða leikhlutanum og tryggði sér 18. sigur sinn í síðustu 23 leikjum. Andre Iguodala skoraði 28 stig fyrir gestina en Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 18 stig. Miami vann sjaldgæfan sigur þegar það lagði Milwaukee á heimavelli 78-73. Chris Quinn kom inn í byrjunarlið Miami í leiknum og setti persónulegt met með 24 stigum. Michael Redd skoraði 24 stig fyrir Milwaukee. Þetta var í annað sinn á innan við viku sem Miami vinnur Milwaukee og er það eina liðið sem Miami hefur unnið oftar en einu sinni í vetur. Miami hefur aðeins unni 13 leiki allt tímabilið. New Jersey vann auðveldan útisigur á grönnum sínum í New York 106-91 en þetta var þó aðeins fyrsti sigur New Jersey í rimmum liðanna í vetur. Vince Carter skoraði 27 stig fyrir New Jersey en Jamal Crawford 26 fyrir New York. New Jersey hefur aðeins unnið 30 af 71 leikjum sínum í vetur en er samt hársbreidd frá því að ná inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Denver vann þriðja útisigur sinn í röð eftir sex útitöp í röð þar á undan þegar liðið lagði Memphis 120-106. JR Smith var stigahæstur hjá Denver með 27 stig af bekknum en Rudy Gay skoraði 30 fyrir Memphis. Denver er í hörkubaráttu um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni. Houston lagði Sacramento á heimavelli 108-100 og færði þjálfaranum Rick Adelman þar með 800. sigur sinn á ferlinum. Hann er aðeins 13. þjálfarinn í sögu NBA til að ná 800 sigrum á ferlinum. Rafer Alston skoraði 28 stig fyrir Houston í leiknum en Kevin Martin skoraði 18 stig fyrir Sacramento. Seattle vann nokkuð óvæntan sigur Portland 97-84. Kevin Durant skoraði 23 stig fyrir Seattle en Martell Webster skoraði 22 stig fyrir Portland. Loks vann LA Lakers mikilvægan sigur á Golden State á útivelli í æsispennandi framlengdum leik 123-119. Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers, hirti 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og Lamar Odom skoraði 23 stig og hirti 21 frákast. Baron Davis skoraði 30 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Golden State, Stephen Jackson skoraði 29 stig, Al Harrington skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst og Monta Ellis skoraði 18 stig, hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Þetta var í annað sinn á tveimur dögum sem liðin mættust og unnu þau sinn hvorn leikinn á útivelli. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA bloggið á Vísi NBA Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar hæst að Detroit stöðvaði sjö leikja sigurgöngu Phoenix og Philadelphia skaust í sjötta sæti Austurdeildarinnar með góðum útisigri á Boston. Detroit hafði verið í nokkrum vandræðum áður en liðið tók á móti Phoenix í nótt en náði að vinna sigur 110-105 sigur í framlengdum leik þrátt fyrir að vera án Richard Hamilton sem var meiddur. Amare Stoudemire skoraði 33 stig fyrir Phoenix í leiknum en Chauncey Billups skoraði 9 af 32 stigum sínum í framlengingunni fyrir Detroit. Philadelphia hefur komið nokkuð á óvart að undanförnu og vann í nótt mjög óvæntan sigur á Boston á útivelli 95-90 með góðum endaspretti í fjórða leikhlutanum. Philadelphia náði 19-0 spretti í fjórða leikhlutanum og tryggði sér 18. sigur sinn í síðustu 23 leikjum. Andre Iguodala skoraði 28 stig fyrir gestina en Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 18 stig. Miami vann sjaldgæfan sigur þegar það lagði Milwaukee á heimavelli 78-73. Chris Quinn kom inn í byrjunarlið Miami í leiknum og setti persónulegt met með 24 stigum. Michael Redd skoraði 24 stig fyrir Milwaukee. Þetta var í annað sinn á innan við viku sem Miami vinnur Milwaukee og er það eina liðið sem Miami hefur unnið oftar en einu sinni í vetur. Miami hefur aðeins unni 13 leiki allt tímabilið. New Jersey vann auðveldan útisigur á grönnum sínum í New York 106-91 en þetta var þó aðeins fyrsti sigur New Jersey í rimmum liðanna í vetur. Vince Carter skoraði 27 stig fyrir New Jersey en Jamal Crawford 26 fyrir New York. New Jersey hefur aðeins unnið 30 af 71 leikjum sínum í vetur en er samt hársbreidd frá því að ná inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Denver vann þriðja útisigur sinn í röð eftir sex útitöp í röð þar á undan þegar liðið lagði Memphis 120-106. JR Smith var stigahæstur hjá Denver með 27 stig af bekknum en Rudy Gay skoraði 30 fyrir Memphis. Denver er í hörkubaráttu um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni. Houston lagði Sacramento á heimavelli 108-100 og færði þjálfaranum Rick Adelman þar með 800. sigur sinn á ferlinum. Hann er aðeins 13. þjálfarinn í sögu NBA til að ná 800 sigrum á ferlinum. Rafer Alston skoraði 28 stig fyrir Houston í leiknum en Kevin Martin skoraði 18 stig fyrir Sacramento. Seattle vann nokkuð óvæntan sigur Portland 97-84. Kevin Durant skoraði 23 stig fyrir Seattle en Martell Webster skoraði 22 stig fyrir Portland. Loks vann LA Lakers mikilvægan sigur á Golden State á útivelli í æsispennandi framlengdum leik 123-119. Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers, hirti 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og Lamar Odom skoraði 23 stig og hirti 21 frákast. Baron Davis skoraði 30 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Golden State, Stephen Jackson skoraði 29 stig, Al Harrington skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst og Monta Ellis skoraði 18 stig, hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Þetta var í annað sinn á tveimur dögum sem liðin mættust og unnu þau sinn hvorn leikinn á útivelli. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira