Dagur þakklætis Dr. Gunni skrifar 1. maí 2008 00:01 Í dag er góður dagur til að þakka fyrir þá dásamlegu tilviljun að þú fæddist í besta landi í heimi. Að þú sért hluti af hamingjusömustu þjóð í heimi og hafir ítrekað borið gæfu til að kjósa þér bestu leiðtoga alheimsins. Í skjóli golfstraumsins, ein á gleðiskerinu sígræna, getum við varist vondum erlendum áhrifum. Ekki viljum við að belgískir níðingar komist í náttúruauðlindir okkar og spænskir sósíalistar veiði allan fiskinn. Það segir sig sjálft að okkar grænmeti sem vaxið hefur undir hátæknilegum flúorljósum eru miklu betri en erlent krabbameinssólbrunnið sorp. Okkar ostar betri en mengaður viðbjóður, okkar kjöt betra en sýkt og saurugt útlent dót. Allt er best á Íslandi. Þetta vita heiðvirðir borgarar og greiða því með glöðu geði fyrir dýrasta mat í heimi. Auðvitað verður að ofurtolla útlenda sorpið svo kjánar fari sér ekki að voða. Fáum við ódýran mat deyjum við öll úr sjúkdómum og hættum að tala íslensku. Óskeikulir leiðtogar okkar hafa með dugnaði og útsjónarsemi tekist að koma verðbólgunni hærra en hún hefur verið í átján ár. Húsnæðismarkaðurinn er í blóma og bilið milli ríkra og fátækra hefur aldrei verið meira. Íslenska krónan stendur eins og klettur í hafinu þegar fárviðri geisa annars staðar. Alls konar frábærar mótvægisaðgerðir til að viðhalda stöðugleikanum hafa skilað þessari himnesku niðurstöðu því íslenskir stjórnmálamenn hugsa svo sannarlega langt fram í tímann. Hér er allt svo unaðslegt að okkar besta fólk getur leyst alþjóðleg ágreiningsmál með litla putta á meðan þjóðarskútan siglir inn í sólarlag eilífrar hamingju. Leiðtogar okkar eru hálfguðir. Sérstök eftirlaunalög er því sá minnsti þakklætisvottur sem alþýðufólk getur sýnt leiðtogum sínum. Risavaxnar gullstyttur á Lækjartorgi eða pýramídar væru eðlilegt framhaldsskref. Þegar sora- og spillingaröfl færa sig upp á skaftið er gott að vita af sterkri lögreglu sem mannfjöldastjórnar hryðjuverkamönnum með hamingjuúða. Efla þarf sérsveitirnar og ganga harðar fram við íslenskt hryðjuverkafólk. Upplagt væri að úða eina uppreisnarhjúkku eða vörubílstjóra með reglulegu millibili öðrum til aðvörunar. Svei soraöflum sem rugga báti fullkomleikans. Kæru landsmenn. Í dag skulum við sameinast í söng og ganga til móts við enn bjartari framtíð, lýtalausum leiðtogum okkar til dýrðar. Það er, ef þið eruð ekki of upptekin við að bóna hjólhýsin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun
Í dag er góður dagur til að þakka fyrir þá dásamlegu tilviljun að þú fæddist í besta landi í heimi. Að þú sért hluti af hamingjusömustu þjóð í heimi og hafir ítrekað borið gæfu til að kjósa þér bestu leiðtoga alheimsins. Í skjóli golfstraumsins, ein á gleðiskerinu sígræna, getum við varist vondum erlendum áhrifum. Ekki viljum við að belgískir níðingar komist í náttúruauðlindir okkar og spænskir sósíalistar veiði allan fiskinn. Það segir sig sjálft að okkar grænmeti sem vaxið hefur undir hátæknilegum flúorljósum eru miklu betri en erlent krabbameinssólbrunnið sorp. Okkar ostar betri en mengaður viðbjóður, okkar kjöt betra en sýkt og saurugt útlent dót. Allt er best á Íslandi. Þetta vita heiðvirðir borgarar og greiða því með glöðu geði fyrir dýrasta mat í heimi. Auðvitað verður að ofurtolla útlenda sorpið svo kjánar fari sér ekki að voða. Fáum við ódýran mat deyjum við öll úr sjúkdómum og hættum að tala íslensku. Óskeikulir leiðtogar okkar hafa með dugnaði og útsjónarsemi tekist að koma verðbólgunni hærra en hún hefur verið í átján ár. Húsnæðismarkaðurinn er í blóma og bilið milli ríkra og fátækra hefur aldrei verið meira. Íslenska krónan stendur eins og klettur í hafinu þegar fárviðri geisa annars staðar. Alls konar frábærar mótvægisaðgerðir til að viðhalda stöðugleikanum hafa skilað þessari himnesku niðurstöðu því íslenskir stjórnmálamenn hugsa svo sannarlega langt fram í tímann. Hér er allt svo unaðslegt að okkar besta fólk getur leyst alþjóðleg ágreiningsmál með litla putta á meðan þjóðarskútan siglir inn í sólarlag eilífrar hamingju. Leiðtogar okkar eru hálfguðir. Sérstök eftirlaunalög er því sá minnsti þakklætisvottur sem alþýðufólk getur sýnt leiðtogum sínum. Risavaxnar gullstyttur á Lækjartorgi eða pýramídar væru eðlilegt framhaldsskref. Þegar sora- og spillingaröfl færa sig upp á skaftið er gott að vita af sterkri lögreglu sem mannfjöldastjórnar hryðjuverkamönnum með hamingjuúða. Efla þarf sérsveitirnar og ganga harðar fram við íslenskt hryðjuverkafólk. Upplagt væri að úða eina uppreisnarhjúkku eða vörubílstjóra með reglulegu millibili öðrum til aðvörunar. Svei soraöflum sem rugga báti fullkomleikans. Kæru landsmenn. Í dag skulum við sameinast í söng og ganga til móts við enn bjartari framtíð, lýtalausum leiðtogum okkar til dýrðar. Það er, ef þið eruð ekki of upptekin við að bóna hjólhýsin.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun