Sönnun fundin um neðansjávargos? 1. nóvember 2008 19:02 Ný botnmynd, fengin með fjölgeislamælingum, sýnir hugsanleg ummerki neðansjávareldgoss undan Landeyjum fyrir 35 árum. Myndin sýnir upphækkun á hafsbotninum sem kom ekki fram við sjómælingar á árunum 1951 til 1961.Sú kenning er uppi að eldgos í Vestmannaeyjaklasanum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar hafi ekki bara verið í Surtsey og á Heimaey heldur hafi einnig orðið neðansjávargos um fimm kílómetra undan ströndinni við Landeyjar vorið 1973. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur birti fyrstur grein um þetta opinberlega og virtist sjálfur ekki í vafa um að þarna hafi orðið lítið gos. Upplýsingarnar hafði hann eftir skipstjóra, sem teiknaði þessa mynd af fyrirbærinu eins og það leit út á dýptarmæli en hann sá dökkan, ólgandi sjó og dauða fiska á svæðinu. Svo vill til að sjómælingar Landhelgisgæslunnar hafa síðustu tvö sumur myndað hafsbotninn á umræddu svæði afar nákvæmlega með fjölgeislamæli. Eftir að Stöð 2 birti frétt fyrr í vikunni um hugsanlegt neðansjávargos hafa starfsmenn sjómælinga borið nýju myndina saman við eldri sjókort, - og viti menn,- fundið eina viðbót.Árni Vésteinsson, deildarstjóri hjá sjómælingum, fer varlega í að álykta um hvort nabbur sem nú kemur fram sé nýtilkominn eða hvort hann hafi einfaldlega ekki sést í eldri mælingum. Nabburinn er á um fjörutíu metra dýpi, er um hundrað metrar í þvermál og tíu metra hár. Kjartan Thors jarðfræðingur, sem leitaði ummmerkja um þetta leynigos fyrir 30 árum, segir næsta skref að taka sýni af þessu fyrirbæri og sannreyna aldur þess. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira
Ný botnmynd, fengin með fjölgeislamælingum, sýnir hugsanleg ummerki neðansjávareldgoss undan Landeyjum fyrir 35 árum. Myndin sýnir upphækkun á hafsbotninum sem kom ekki fram við sjómælingar á árunum 1951 til 1961.Sú kenning er uppi að eldgos í Vestmannaeyjaklasanum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar hafi ekki bara verið í Surtsey og á Heimaey heldur hafi einnig orðið neðansjávargos um fimm kílómetra undan ströndinni við Landeyjar vorið 1973. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur birti fyrstur grein um þetta opinberlega og virtist sjálfur ekki í vafa um að þarna hafi orðið lítið gos. Upplýsingarnar hafði hann eftir skipstjóra, sem teiknaði þessa mynd af fyrirbærinu eins og það leit út á dýptarmæli en hann sá dökkan, ólgandi sjó og dauða fiska á svæðinu. Svo vill til að sjómælingar Landhelgisgæslunnar hafa síðustu tvö sumur myndað hafsbotninn á umræddu svæði afar nákvæmlega með fjölgeislamæli. Eftir að Stöð 2 birti frétt fyrr í vikunni um hugsanlegt neðansjávargos hafa starfsmenn sjómælinga borið nýju myndina saman við eldri sjókort, - og viti menn,- fundið eina viðbót.Árni Vésteinsson, deildarstjóri hjá sjómælingum, fer varlega í að álykta um hvort nabbur sem nú kemur fram sé nýtilkominn eða hvort hann hafi einfaldlega ekki sést í eldri mælingum. Nabburinn er á um fjörutíu metra dýpi, er um hundrað metrar í þvermál og tíu metra hár. Kjartan Thors jarðfræðingur, sem leitaði ummmerkja um þetta leynigos fyrir 30 árum, segir næsta skref að taka sýni af þessu fyrirbæri og sannreyna aldur þess.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira