Norræni fjárfestingarbankinn 11. júní 2008 00:01 Johnny Åkerholm Forstjóri Norræna fjárfestingarbankans. Mynd/NIB „Það er hæpið að líkja Norræna fjárfestingarbankanum við opinbera sjóði sem fjárfesta í eignum,“ segir Johnny Åkerholm, forstjóri Norræna fjárfestingarbankans. Hann bendir á að bankinn, sem er í eigu norrænna ríkja og Eystrasaltsríkja, sé fyrst og fremst lánastofnun. Åkerholm segir samt sem áður að órói á mörkuðum hafi haft í för með sér mikla eftirspurn eftir lánum hjá bankanum, og ekki síður hafi menn keppst við að lána bankanum fé. „Við fjármögnum okkur með lánum og útgáfu skuldabréfa á fjármálamörkuðum um allan heim,“ segir Åkerholm. „Á erfiðum tímum á mörkuðum þá höfum við hagnast á góðu orðspori, enda með hæstu lánshæfiseinkunn. Því höfum við getað fengið fé á góðum kjörum.“ Bankinn safnaði í fyrra 4,3 milljörðum evra, eða sem nemur ríflega 500 milljörðum íslenskra króna. Það er hið mesta sem bankinn hefur fengið á einu ári. Á sama tíma varð sprenging í útlánum hjá sjóðnum. „Við greiddum 2,4 milljarða evra út í lánum í fyrra, sem er hið mesta í sögu sjóðsins.“ Åkerholm segir að það sem af er ári hafi ekkert lát orðið á eftirspurn eftir lánum hjá sjóðnum. Hann bætir því við að bankinn láni fyrst og fremst til einkafyrirtækja í ríkjunum sem eiga bankann. Eftirspurnin sé ekki síst þaðan. Fram kom í fréttatilkynningu með árseikningi bankans nú í mars að bankinn sinni einkum langtímalánveitingum til orkuverkefna, umhverfismála og samgangna, auk þess að efla félagslega innviði á svæðum við Eystrasalt. Um áramót átti sjóðurinn útistandandi lán í 38 löndum. Þar á meðal hefur verið lánað til verkefna í Kína, Rússlandi og Brasilíu. Þess má geta að Íslendingar eiga 0,9 prósent í Norræna fjárfestingarbankanum. Hins vegar hafa um átta prósent af heildarútlánum sjóðsins ratað hingað til lands. Undir smásjánni Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Það er hæpið að líkja Norræna fjárfestingarbankanum við opinbera sjóði sem fjárfesta í eignum,“ segir Johnny Åkerholm, forstjóri Norræna fjárfestingarbankans. Hann bendir á að bankinn, sem er í eigu norrænna ríkja og Eystrasaltsríkja, sé fyrst og fremst lánastofnun. Åkerholm segir samt sem áður að órói á mörkuðum hafi haft í för með sér mikla eftirspurn eftir lánum hjá bankanum, og ekki síður hafi menn keppst við að lána bankanum fé. „Við fjármögnum okkur með lánum og útgáfu skuldabréfa á fjármálamörkuðum um allan heim,“ segir Åkerholm. „Á erfiðum tímum á mörkuðum þá höfum við hagnast á góðu orðspori, enda með hæstu lánshæfiseinkunn. Því höfum við getað fengið fé á góðum kjörum.“ Bankinn safnaði í fyrra 4,3 milljörðum evra, eða sem nemur ríflega 500 milljörðum íslenskra króna. Það er hið mesta sem bankinn hefur fengið á einu ári. Á sama tíma varð sprenging í útlánum hjá sjóðnum. „Við greiddum 2,4 milljarða evra út í lánum í fyrra, sem er hið mesta í sögu sjóðsins.“ Åkerholm segir að það sem af er ári hafi ekkert lát orðið á eftirspurn eftir lánum hjá sjóðnum. Hann bætir því við að bankinn láni fyrst og fremst til einkafyrirtækja í ríkjunum sem eiga bankann. Eftirspurnin sé ekki síst þaðan. Fram kom í fréttatilkynningu með árseikningi bankans nú í mars að bankinn sinni einkum langtímalánveitingum til orkuverkefna, umhverfismála og samgangna, auk þess að efla félagslega innviði á svæðum við Eystrasalt. Um áramót átti sjóðurinn útistandandi lán í 38 löndum. Þar á meðal hefur verið lánað til verkefna í Kína, Rússlandi og Brasilíu. Þess má geta að Íslendingar eiga 0,9 prósent í Norræna fjárfestingarbankanum. Hins vegar hafa um átta prósent af heildarútlánum sjóðsins ratað hingað til lands.
Undir smásjánni Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira