Bíó og sjónvarp

Baltasar er kóngurinn

Baltasar fær góða umsögn á bandarísku heimasíðunni Hollywoodreporter.com.
Baltasar fær góða umsögn á bandarísku heimasíðunni Hollywoodreporter.com. fréttablaðið/heiða

Baltasar Kormáki er lýst sem kónginum í íslensku kvikmyndalífi á heimasíðunni Hollywoodreporter.com eftir að mynd hans Brúðguminn hlaut sjö Edduverðlaun á dögunum.

Einnig er minnst á hinn stóra sigurvegara kvöldsins, mynd Óskars Jónassonar, Reykjavík-Rotterdam, sem hlaut fimm verðlaun. „Kormákur leikur aðalhlutverkið í Reykjavík-Rotterdam sem sýnir fjölhæfni þessa unga manns, sem sló í gegn með 101 Reykjavík. Á örskömmum tíma er hann orðinn eins manns kvikmyndaiðnaður á Íslandi," sagði í fréttinni.

Heimasíðan Screendaily.com fjallar einnig um Edduverðlaunin þar sem kemur fram að Brúðguminn hafi hlotið fjórtán tilnefningar sem sé nýtt met.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.