Fjórtán marka sigur Rúmeníu Elvar Geir Magnússon í Laugardalshöll skrifar 1. júní 2008 14:38 Rakel Dögg Bragadóttir. Rúmenska kvennalandsliðið vann fjórtán marka sigur gegn því íslenska í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var fyrri leikur þessara liða um laust sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins. Leikurinn endaði 23-37 en yfirburðir Rúmeníu í fyrri hálfleik voru algjörir og staðan 8-21 í leikhléi. Markaskorarar Íslands: Dagný Skúladóttir 5, Hanna Stefánsdóttir 5 (3 víti), Sólveig Lára Kjærnested 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 2, Stella Sigurðardóttir 2, Rakel Dögg Bragadóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1. Varin skot: Berglind Hansdóttir 18 (2 víti). Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má sjá hana hér að neðan. 16:21 Leik er lokið. 23-37. 16:17 Stuðningsmaður Rúmeníu með fánalitana málaða í andlitið hljóp fyrir framan stuðningsmenn Íslands veifandi rúmenska fánanum. Rúmenar farnir að fagna sigri enda aðeins þrjár mínútur eftir. 16:16 Berglind varði annað víti. Rúmenar með fjórtán marka forskot þegar Júlíus Jónasson tekur leikhlé. 16:14 Berglind Hansdóttir að verja víti. Komin með sautján bolta. Fimm mínútur eru eftir af leiknum. 20-33. 16:10 Staðan er 19-33. 16:08 Hanna að skora af vítalínunni sitt fjórða mark. Neðst á síðunni má fylgjast með markaskorurum íslenska liðsins. 16:04 Fjórtán marka forystu rúmenska liðsins sem er einfaldlega númeri of stórt fyrir það íslenska. Berglind Hansdóttir er farin að finna sig í markinu og komin með 15 skot varin. 16:00 Dagný Skúladóttir hefur átt fínan leik og er markahæst í íslenska liðinu með fjögur mörk. 15:58 Rúmenska liðið aftur komið í gírinn. 12-27. 15:53 Hanna Stefánsdóttir komin með þrjú mörk og Sólveig og Sunna hafa skorað tvö mörk. Skásti leikkafli íslenska liðsins hingað til. 11-24. 15:48 Seinni hálfleikur er hafinn. Rúmenska liðið heldur uppteknum hætti og skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks. 8-22 15:35 Hálfleikur. Rúmenía er að rúlla yfir Ísland. 8-21. Markaskorarar Íslands í fyrri hálfleik: Dagný Skúladóttir 2, Hanna Stefánsdóttir 3 (1 víti), Rakel Dögg Bragadóttir 1, Sólveig Lára Kjærnested 1, Sunna María Einarsdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1. Varin skot í fyrri hálfleik: Berglind Hansdóttir 5. 15:33 Hildigunnur Einarsdóttir komin á blað en Rúmenía með ellefu marka forskot. Hvar endar þetta eiginlega? Staðan 8-19. 15:29 Sunna María Einarsdóttir skorar langþráð íslenskt mark og kemst á blað. Rúmenía svarar með tveimur mörkum 7-18. 15:28 Sex í röð! 15:27 Fimm mörk í röð hjá Rúmeníu. Íslenska liðið nær lítið að athafna sig í sóknarleiknum og það rúmenska er bara að keyra yfir þetta. 6-15. 15:23 Sólveig Lára Kjærnested komin á blað en Rúmenía er með góð tök á þessu. Sex marka munur 6-12. 15:19 Dagný Skúladóttir komin með tvö mörk. Einnig Hanna Stefánsdóttir, annað þeirra úr víti. Rúmenía leiðir, staðan 5-9. 15:15 ...og þriðja markið í röð. Júlíus Jónasson tekur á það ráð að taka leikhlé. 3-7 og þrettán mínútur liðnar af leiknum. 15:13 Rúmenska liðið hefur skorað tvö mörk í röð. 3-6. 15:11 Dagný Skúladóttir skoraði annað mark Íslands eftir frábæra sendingu frá Önnu Úrsúlu. Hanna Stefánsdóttir minnkaði síðan muninn í 3-4. 15:08 Sóknarleikur íslenska liðsins gengur frekar brösuglega. Rakel Dögg Bragadóttir hefur tekið tvö víti og misnotað þau bæði. Staðan 1-4. 15:06 Rakel skoraði fyrsta mark Íslands. 15:05 Rakel Dögg Bragadóttir misnotaði vítakast hér rétt áðan. Rúmenska liðið fékk vítakast hinumegin og nýtti það. 0-2. 15:02 Berglind Hansdóttir varði fyrsta skot leiksins. Rakel Dögg Bragadóttir átti fyrsta skot íslenska liðsins en það var varið. Rúmenska liðið fór í sókn og skoraði fyrsta mark leiksins 0-1. 15:00 Leikurinn er farinn af stað hér í Laugardalshöll og stemningin á pöllunum er fín. Það er slatti af Rúmenum á pöllunum sem eru vel merktir sínu liði. _____________________________ Markaskorarar Íslands: Dagný Skúladóttir 5, Hanna Stefánsdóttir 5 (3 víti), Sólveig Lára Kjærnested 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 2, Stella Sigurðardóttir 2, Rakel Dögg Bragadóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1. Varin skot: Berglind Hansdóttir 18 (2 víti). Íslenski handboltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Rúmenska kvennalandsliðið vann fjórtán marka sigur gegn því íslenska í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var fyrri leikur þessara liða um laust sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins. Leikurinn endaði 23-37 en yfirburðir Rúmeníu í fyrri hálfleik voru algjörir og staðan 8-21 í leikhléi. Markaskorarar Íslands: Dagný Skúladóttir 5, Hanna Stefánsdóttir 5 (3 víti), Sólveig Lára Kjærnested 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 2, Stella Sigurðardóttir 2, Rakel Dögg Bragadóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1. Varin skot: Berglind Hansdóttir 18 (2 víti). Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má sjá hana hér að neðan. 16:21 Leik er lokið. 23-37. 16:17 Stuðningsmaður Rúmeníu með fánalitana málaða í andlitið hljóp fyrir framan stuðningsmenn Íslands veifandi rúmenska fánanum. Rúmenar farnir að fagna sigri enda aðeins þrjár mínútur eftir. 16:16 Berglind varði annað víti. Rúmenar með fjórtán marka forskot þegar Júlíus Jónasson tekur leikhlé. 16:14 Berglind Hansdóttir að verja víti. Komin með sautján bolta. Fimm mínútur eru eftir af leiknum. 20-33. 16:10 Staðan er 19-33. 16:08 Hanna að skora af vítalínunni sitt fjórða mark. Neðst á síðunni má fylgjast með markaskorurum íslenska liðsins. 16:04 Fjórtán marka forystu rúmenska liðsins sem er einfaldlega númeri of stórt fyrir það íslenska. Berglind Hansdóttir er farin að finna sig í markinu og komin með 15 skot varin. 16:00 Dagný Skúladóttir hefur átt fínan leik og er markahæst í íslenska liðinu með fjögur mörk. 15:58 Rúmenska liðið aftur komið í gírinn. 12-27. 15:53 Hanna Stefánsdóttir komin með þrjú mörk og Sólveig og Sunna hafa skorað tvö mörk. Skásti leikkafli íslenska liðsins hingað til. 11-24. 15:48 Seinni hálfleikur er hafinn. Rúmenska liðið heldur uppteknum hætti og skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks. 8-22 15:35 Hálfleikur. Rúmenía er að rúlla yfir Ísland. 8-21. Markaskorarar Íslands í fyrri hálfleik: Dagný Skúladóttir 2, Hanna Stefánsdóttir 3 (1 víti), Rakel Dögg Bragadóttir 1, Sólveig Lára Kjærnested 1, Sunna María Einarsdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1. Varin skot í fyrri hálfleik: Berglind Hansdóttir 5. 15:33 Hildigunnur Einarsdóttir komin á blað en Rúmenía með ellefu marka forskot. Hvar endar þetta eiginlega? Staðan 8-19. 15:29 Sunna María Einarsdóttir skorar langþráð íslenskt mark og kemst á blað. Rúmenía svarar með tveimur mörkum 7-18. 15:28 Sex í röð! 15:27 Fimm mörk í röð hjá Rúmeníu. Íslenska liðið nær lítið að athafna sig í sóknarleiknum og það rúmenska er bara að keyra yfir þetta. 6-15. 15:23 Sólveig Lára Kjærnested komin á blað en Rúmenía er með góð tök á þessu. Sex marka munur 6-12. 15:19 Dagný Skúladóttir komin með tvö mörk. Einnig Hanna Stefánsdóttir, annað þeirra úr víti. Rúmenía leiðir, staðan 5-9. 15:15 ...og þriðja markið í röð. Júlíus Jónasson tekur á það ráð að taka leikhlé. 3-7 og þrettán mínútur liðnar af leiknum. 15:13 Rúmenska liðið hefur skorað tvö mörk í röð. 3-6. 15:11 Dagný Skúladóttir skoraði annað mark Íslands eftir frábæra sendingu frá Önnu Úrsúlu. Hanna Stefánsdóttir minnkaði síðan muninn í 3-4. 15:08 Sóknarleikur íslenska liðsins gengur frekar brösuglega. Rakel Dögg Bragadóttir hefur tekið tvö víti og misnotað þau bæði. Staðan 1-4. 15:06 Rakel skoraði fyrsta mark Íslands. 15:05 Rakel Dögg Bragadóttir misnotaði vítakast hér rétt áðan. Rúmenska liðið fékk vítakast hinumegin og nýtti það. 0-2. 15:02 Berglind Hansdóttir varði fyrsta skot leiksins. Rakel Dögg Bragadóttir átti fyrsta skot íslenska liðsins en það var varið. Rúmenska liðið fór í sókn og skoraði fyrsta mark leiksins 0-1. 15:00 Leikurinn er farinn af stað hér í Laugardalshöll og stemningin á pöllunum er fín. Það er slatti af Rúmenum á pöllunum sem eru vel merktir sínu liði. _____________________________ Markaskorarar Íslands: Dagný Skúladóttir 5, Hanna Stefánsdóttir 5 (3 víti), Sólveig Lára Kjærnested 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 2, Stella Sigurðardóttir 2, Rakel Dögg Bragadóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1. Varin skot: Berglind Hansdóttir 18 (2 víti).
Íslenski handboltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira