Veikburða stjórnkerfi Þorkell Sigurlaugsson skrifar 9. nóvember 2009 06:00 Svo virðist sem flestir landsmenn séu í mikilli óvissu með framtíðina og stöðugleika vantar í daglegu lífi fólks og fyrirtækja. Mikið óöryggi ríkir og margar sterkustu stoðir í þjóðfélaginu hafa veikst. Óvissa er um eignarhald fyrirtækja og nánast á hverjum degi koma upp stórfurðuleg mál hvort sem það eru barnalán eða afskriftir fullorðinna manna og fyrirtækja upp á tugi eða jafnvel hundruð milljarða króna. Einn bankinn gleymdi að bóka 139 milljarða. Eitt af því sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur bent á er að íslenska stjórnkerfið er veikburða og á næstu mánuðum og misserum reynir mjög á það hvernig til tekst við landstjórnina. Nokkur jákvæð merki eru um að botninum sé náð í efnahagsmálum, en flestir eru sammála um að undirliggjandi séu enn miklir erfiðleikar. Spáð er frekari lækkun fasteignaverðs og niðurskurði ríkisútgjalda næstu árin. Þá mun Icesave draga okkur enn frekar niður. Getur verið að við séum bara enn í grunnu lauginni og þar sé botninum náð, en við eigum eftir að fara yfir í djúpu laugina? Þá þarf að kaupa fleiri og dýrari björgunarhringi frá AGS til að halda landsmönnum og krónunni á floti. Það varð ekki eingöngu efnahagshrun á Íslandi heldur einnig hrun stjórnkerfisins. Verkefni stjórnmálamanna, embættismanna stjórnkerfisins og stjórnenda stærstu fyrirtækja landsmanna, þar með talið bankanna, hefur að stórum hluta snúist um björgunaraðgerðir í kjölfar efnahagshrunsins. Það er ekki fjarri lagi að núverandi ríkisstjórn sé fyrst og fremst neyðarstjórn, sem kosin var til að bjarga okkur út úr erfiðleikunum. Í þessari neyðarstjórn starfar fjármálaráðherra að mörgu leyti eins og formaður samhæfingarmiðstöðvar í kjölfar náttúruhamfara. Hann tók eiginlega við sem stýrimaður á „Titanic" eftir að þjóðarskútan sigldi á ísjaka og hann hefur út af fyrir sig staðið sig vel í því hlutverki. Skipstjórinn er aftur á móti meira til hlés í sinni káetu. Var Icesave að sumu leyti okkar Titanic? Þeir sem stóðu í brúnni fyrir liðlega ári bera mikla ábyrgð, því þá rákumst við á ísjaka sem þeir sem voru á vaktinni áttu að sjá nálgast óðfluga. Skipið átti að vera ósökkvandi og það vantaði fleiri björgunarbáta. Nú þarf sterka og samstillta ríkisstjórn, jafnvel þjóðstjórn, með framtíðarsýn og stuðning þjóðarinnar til að takast á við verkefni framtíðarinnar og koma þjóðarskútunni upp úr öldudalnum. Það er fullt af góðum tækifærum eins og sést á öllum þeim fjölda sprotafyrirtækja og annarra lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem eru nú okkar bjartasta von. Góð þekking og menntun þjóðarinnar auk náttúruauðlinda er okkar styrkur. Þjóðfundur í Laugardalshöll næstkomandi laugardag er tilraun til að fá almenning með lýðræðislegum hætti til að horfa fram á veginn. Þar verður rætt hvert eigi að fara og hvernig skuli komast þangað. Þarf þjóðin ekki að átta sig fljótlega á því hvert skal halda, þannig að hún sigli ekki bara eitthvert út á hið opna haf á vit nýrra ævintýra? Úti er ævintýri! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Svo virðist sem flestir landsmenn séu í mikilli óvissu með framtíðina og stöðugleika vantar í daglegu lífi fólks og fyrirtækja. Mikið óöryggi ríkir og margar sterkustu stoðir í þjóðfélaginu hafa veikst. Óvissa er um eignarhald fyrirtækja og nánast á hverjum degi koma upp stórfurðuleg mál hvort sem það eru barnalán eða afskriftir fullorðinna manna og fyrirtækja upp á tugi eða jafnvel hundruð milljarða króna. Einn bankinn gleymdi að bóka 139 milljarða. Eitt af því sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur bent á er að íslenska stjórnkerfið er veikburða og á næstu mánuðum og misserum reynir mjög á það hvernig til tekst við landstjórnina. Nokkur jákvæð merki eru um að botninum sé náð í efnahagsmálum, en flestir eru sammála um að undirliggjandi séu enn miklir erfiðleikar. Spáð er frekari lækkun fasteignaverðs og niðurskurði ríkisútgjalda næstu árin. Þá mun Icesave draga okkur enn frekar niður. Getur verið að við séum bara enn í grunnu lauginni og þar sé botninum náð, en við eigum eftir að fara yfir í djúpu laugina? Þá þarf að kaupa fleiri og dýrari björgunarhringi frá AGS til að halda landsmönnum og krónunni á floti. Það varð ekki eingöngu efnahagshrun á Íslandi heldur einnig hrun stjórnkerfisins. Verkefni stjórnmálamanna, embættismanna stjórnkerfisins og stjórnenda stærstu fyrirtækja landsmanna, þar með talið bankanna, hefur að stórum hluta snúist um björgunaraðgerðir í kjölfar efnahagshrunsins. Það er ekki fjarri lagi að núverandi ríkisstjórn sé fyrst og fremst neyðarstjórn, sem kosin var til að bjarga okkur út úr erfiðleikunum. Í þessari neyðarstjórn starfar fjármálaráðherra að mörgu leyti eins og formaður samhæfingarmiðstöðvar í kjölfar náttúruhamfara. Hann tók eiginlega við sem stýrimaður á „Titanic" eftir að þjóðarskútan sigldi á ísjaka og hann hefur út af fyrir sig staðið sig vel í því hlutverki. Skipstjórinn er aftur á móti meira til hlés í sinni káetu. Var Icesave að sumu leyti okkar Titanic? Þeir sem stóðu í brúnni fyrir liðlega ári bera mikla ábyrgð, því þá rákumst við á ísjaka sem þeir sem voru á vaktinni áttu að sjá nálgast óðfluga. Skipið átti að vera ósökkvandi og það vantaði fleiri björgunarbáta. Nú þarf sterka og samstillta ríkisstjórn, jafnvel þjóðstjórn, með framtíðarsýn og stuðning þjóðarinnar til að takast á við verkefni framtíðarinnar og koma þjóðarskútunni upp úr öldudalnum. Það er fullt af góðum tækifærum eins og sést á öllum þeim fjölda sprotafyrirtækja og annarra lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem eru nú okkar bjartasta von. Góð þekking og menntun þjóðarinnar auk náttúruauðlinda er okkar styrkur. Þjóðfundur í Laugardalshöll næstkomandi laugardag er tilraun til að fá almenning með lýðræðislegum hætti til að horfa fram á veginn. Þar verður rætt hvert eigi að fara og hvernig skuli komast þangað. Þarf þjóðin ekki að átta sig fljótlega á því hvert skal halda, þannig að hún sigli ekki bara eitthvert út á hið opna haf á vit nýrra ævintýra? Úti er ævintýri!