Sex lönd sýna leit á Drekasvæðinu áhuga 25. febrúar 2009 00:01 Kristinn Einarsson Rúmur tugur félaga frá sex löndum hefur skoðað gögn Orkustofnunar um olíuleit á Drekasvæðinu, svo vitað sé. einnig er hægt að nálgast flest gögnin á heimasíðu stofnunarinnar. Kristinn Einarsson hjá Orkustofnun vill ekki gefa upp frá hvaða löndum fyrirtækin eru, en staðfestir að Norðmenn séu þar á meðal. „Já, þeir sýna þessu áhuga og félagar okkar hjá Norsku olíustofnuninni fylgjast með fyrir hönd norskra stjórnvalda. Þau hafa rétt á að ganga inn í með um 25 prósenta hlut, fari svo að við úthlutum leyfum," segir hann. Nýverið greindi tímaritið Oil & Gas Journal frá auknum vísbendingum um olíu á Drekasvæðinu þar sem flekkir í jarðlögum væru taldir líklegir til að hafa að geyma olíu. Félög þurfa að skila tilboðum í rannsóknarleyfi fyrir 15. maí. Þeim verður svo úthlutað undir haust. Þá gæti þurft að bíða lengi eftir því að olía finnist. Sævar Þór Jónsson lögfræðingur hefur kynnt sér tekjumöguleika af olíuvinnslu og skoðað hvernig staðið er að leit, vinnslu og skattlagningu í Færeyjum og Kanada. Hann segir ekki hlaupið að því að finna nægilega arðbæra og nýtanlega olíulind og líkir leitinni við lottó, oft þurfi að spila áður en vinningur fæst. „Töluverður tími og fjármunir fara í leit áður en vinnslustigi er náð," segir hann. Þannig hafa Grænlendingar leitað að olíu í þrjátíu ár og ekki fundið vinnanlegt magn. Í Norðursjó hafa 3.500 tilraunaholur verið boraðar á síðustu áratugum og hafa 200 gefið vinnanlega olíu. Kanadamenn hafa borað 132 tilraunaholur og vinna nú olíu á Hibernia, Terra Nova og White Rose. Á fimmtán ára tímabili, frá 1990 til 2005, fannst engin nýtanleg olía. „Sumir sérfræðingar telja að olíumagnið á Drekasvæðinu sé álíka og í Norðursjó. Sé það rétt er ljóst að gríðarleg verðmæti er þar að finna," segir Sævar og finnst því ekki mikið að setja nokkur hundruð milljónir í uppbyggingu á Norðurlandi. - kóþ/ghs/óká Markaðir Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Rúmur tugur félaga frá sex löndum hefur skoðað gögn Orkustofnunar um olíuleit á Drekasvæðinu, svo vitað sé. einnig er hægt að nálgast flest gögnin á heimasíðu stofnunarinnar. Kristinn Einarsson hjá Orkustofnun vill ekki gefa upp frá hvaða löndum fyrirtækin eru, en staðfestir að Norðmenn séu þar á meðal. „Já, þeir sýna þessu áhuga og félagar okkar hjá Norsku olíustofnuninni fylgjast með fyrir hönd norskra stjórnvalda. Þau hafa rétt á að ganga inn í með um 25 prósenta hlut, fari svo að við úthlutum leyfum," segir hann. Nýverið greindi tímaritið Oil & Gas Journal frá auknum vísbendingum um olíu á Drekasvæðinu þar sem flekkir í jarðlögum væru taldir líklegir til að hafa að geyma olíu. Félög þurfa að skila tilboðum í rannsóknarleyfi fyrir 15. maí. Þeim verður svo úthlutað undir haust. Þá gæti þurft að bíða lengi eftir því að olía finnist. Sævar Þór Jónsson lögfræðingur hefur kynnt sér tekjumöguleika af olíuvinnslu og skoðað hvernig staðið er að leit, vinnslu og skattlagningu í Færeyjum og Kanada. Hann segir ekki hlaupið að því að finna nægilega arðbæra og nýtanlega olíulind og líkir leitinni við lottó, oft þurfi að spila áður en vinningur fæst. „Töluverður tími og fjármunir fara í leit áður en vinnslustigi er náð," segir hann. Þannig hafa Grænlendingar leitað að olíu í þrjátíu ár og ekki fundið vinnanlegt magn. Í Norðursjó hafa 3.500 tilraunaholur verið boraðar á síðustu áratugum og hafa 200 gefið vinnanlega olíu. Kanadamenn hafa borað 132 tilraunaholur og vinna nú olíu á Hibernia, Terra Nova og White Rose. Á fimmtán ára tímabili, frá 1990 til 2005, fannst engin nýtanleg olía. „Sumir sérfræðingar telja að olíumagnið á Drekasvæðinu sé álíka og í Norðursjó. Sé það rétt er ljóst að gríðarleg verðmæti er þar að finna," segir Sævar og finnst því ekki mikið að setja nokkur hundruð milljónir í uppbyggingu á Norðurlandi. - kóþ/ghs/óká
Markaðir Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira