Kreppan kemur við kaunin á öllum Norðurlandanna 21. janúar 2009 11:26 Það er ekki svo að Ísland sé eitt á báti í því að vera að upplifa samdrátt. Reiknað má með samdrætti á öllum Norðurlöndunum í ár samkvæmt spá norræna bankans Nordea sem birti hagspá sína í gær. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að hin alþjóðlega fjármálakreppa er að koma illa niður á þessum löndum og er því spáð að útflutningur vaxi afar hægt eða dragist saman og að fjárfesting minnki í þeim öllum vegna lakara aðgengis að lánsfé og verri efnahagsástands. Einnig er reiknað með því að lítill sem enginn vöxtur verði í einkaneyslu en atvinnuleysi er vaxandi á svæðinu öllu. Atvinnuleysið mun halda áfram að aukast fram á árið 2010 að mati Nordea, en þeir spá því að hagvöxtur verði þá lítill sem enginn á Norðurlöndunum öllum. Spá þeir að atvinnuleysi verði á bilinu 4 til 9% á næsta ári eftir því hvar borið er niður á svæðinu - mest í Svíþjóð. Ekkert hagkerfi Norðurlandanna dregst þó saman meira í ár en hið íslenska að mati Nordea. Samdrátturinn hér á landi mun verða 12% samkvæmt spá þeirra. Næst okkur kemst Svíþjóð en þar er spáð 1,5% samdrætti í ár, þá Finnland ,eð -1,3%, þar á eftir Danmörk með -1,0 og restina rekur Noregur (-0,1%). Hinn mikli samdráttur á Íslandi skýrist af banka og gjaldeyriskreppu sem landið er í. Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Það er ekki svo að Ísland sé eitt á báti í því að vera að upplifa samdrátt. Reiknað má með samdrætti á öllum Norðurlöndunum í ár samkvæmt spá norræna bankans Nordea sem birti hagspá sína í gær. Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að hin alþjóðlega fjármálakreppa er að koma illa niður á þessum löndum og er því spáð að útflutningur vaxi afar hægt eða dragist saman og að fjárfesting minnki í þeim öllum vegna lakara aðgengis að lánsfé og verri efnahagsástands. Einnig er reiknað með því að lítill sem enginn vöxtur verði í einkaneyslu en atvinnuleysi er vaxandi á svæðinu öllu. Atvinnuleysið mun halda áfram að aukast fram á árið 2010 að mati Nordea, en þeir spá því að hagvöxtur verði þá lítill sem enginn á Norðurlöndunum öllum. Spá þeir að atvinnuleysi verði á bilinu 4 til 9% á næsta ári eftir því hvar borið er niður á svæðinu - mest í Svíþjóð. Ekkert hagkerfi Norðurlandanna dregst þó saman meira í ár en hið íslenska að mati Nordea. Samdrátturinn hér á landi mun verða 12% samkvæmt spá þeirra. Næst okkur kemst Svíþjóð en þar er spáð 1,5% samdrætti í ár, þá Finnland ,eð -1,3%, þar á eftir Danmörk með -1,0 og restina rekur Noregur (-0,1%). Hinn mikli samdráttur á Íslandi skýrist af banka og gjaldeyriskreppu sem landið er í.
Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira