Svínaflensan hefur áhrif á neyslu svínakjöts Gunnar Örn Jónsson skrifar 17. ágúst 2009 10:35 Mynd/Einar Útflutningur á svínakjöti frá Bandaríkjunum dróst saman um 20% á fyrstu sex mánuðum ársins og allt bendir til þess að fyrsta árlega niðursveiflan í útflutningi á svínakjöti síðan 1990 verði að veruleika. Sérfræðingar telja að verð á framvirkum samningum á svínakjöti gæti lækkað um þriðjung frá miðjum ágúst og fram til áramóta. Ástæðan er augljóslega H1N1 vírusinn eða hin svokallaða svínaflensa sem hóf innreið sína í apríl á þessu ári. Eftir að svínaflensan var fyrst greind í mönnum í Mexíkó og Bandaríkjunum olli það meðal annars innflutningshöftum á amerísku svínakjöti í bæði Kína og Rússlandi. Bloomberg fréttaveitan greinir frá þessu í dag. Búist er við að svínaflensan muni valda 11% heimsniðursveiflu í viðskiptum á svínakjöti á þessu ári jafnvel þó að vísindamenn hafi ávallt sagt að óhætt sé að borða svínakjöt. Alheimskreppan og minnkandi útflutningur gera það meðal annars að verkum að birgðir hrannast upp hjá svínaframleiðendum í Bandaríkjunum. Hvað eigum við að gera við öll þessi svín, spyrja svínabændur og sérfræðingar á mörkuðum. Þeir segja að iðnaðurinn sé ekki gerður til að aðlagast minnkandi eftirspurn og að svínabændur muni einfaldlega framleiða svínakjöt þangað til þeir verða gjaldþrota. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Útflutningur á svínakjöti frá Bandaríkjunum dróst saman um 20% á fyrstu sex mánuðum ársins og allt bendir til þess að fyrsta árlega niðursveiflan í útflutningi á svínakjöti síðan 1990 verði að veruleika. Sérfræðingar telja að verð á framvirkum samningum á svínakjöti gæti lækkað um þriðjung frá miðjum ágúst og fram til áramóta. Ástæðan er augljóslega H1N1 vírusinn eða hin svokallaða svínaflensa sem hóf innreið sína í apríl á þessu ári. Eftir að svínaflensan var fyrst greind í mönnum í Mexíkó og Bandaríkjunum olli það meðal annars innflutningshöftum á amerísku svínakjöti í bæði Kína og Rússlandi. Bloomberg fréttaveitan greinir frá þessu í dag. Búist er við að svínaflensan muni valda 11% heimsniðursveiflu í viðskiptum á svínakjöti á þessu ári jafnvel þó að vísindamenn hafi ávallt sagt að óhætt sé að borða svínakjöt. Alheimskreppan og minnkandi útflutningur gera það meðal annars að verkum að birgðir hrannast upp hjá svínaframleiðendum í Bandaríkjunum. Hvað eigum við að gera við öll þessi svín, spyrja svínabændur og sérfræðingar á mörkuðum. Þeir segja að iðnaðurinn sé ekki gerður til að aðlagast minnkandi eftirspurn og að svínabændur muni einfaldlega framleiða svínakjöt þangað til þeir verða gjaldþrota.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira