Nýsköpun varðar veginn 5. nóvember 2009 06:00 Efnahagshrunið hefur með heldur óþægilegum hætti kennt okkur mikilvægi þess að marka og framfylgja efnahagsstefnu til lengri tíma. Auk þess að sporna við óhóflegum lántökum, halda verðbólgu í skefjum, viðhalda stöðugum gjaldmiðli og lágum vöxtum þarf slík stefna að stuðla að fjölbreyttu atvinnulífi. Þannig eykst sveigjanleiki hagkerfisins og auðveldara verður að bæta þann skaða sem orðið hefur sem og að bregðast við þeim áföllum sem kunna að skella á okkur í framtíðinni. Veturinn fram undan verður erfiður en þegar horft er lengra fram veginn er ljóst að þar liggja mörg tækifæri sem geta, ef þau eru nýtt á réttan hátt, stuðlað að sterkara og sjálfbæru hagkerfi. Þrátt fyrir að mikil áhersla sé nú á stórframkvæmdir í umræðu um efnahags- og atvinnuuppbyggingu er ljóst að til lengri tíma litið skipta aðrir hlutir meira máli. Það er almennt viðurkennt á meðal hagfræðinga að nýsköpun skiptir sköpum þegar kemur að því að auka velferð almennings, fjölga störfum og auka samkeppnishæfni landa. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á uppbyggingu fjölbreytts atvinnulífs og þar er nýsköpun lykilatriði. Þannig sýna kannanir að vel helmingur af samanlagðri þjóðarframleiðslu Evrópulanda kemur frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Allt að 70% nýrra starfa í hinu almenna atvinnulífi verða til í nýjum smáfyrirtækjum eða litlum eða meðalstórum fyrirtækjum í vexti. Til þess að nýsköpun geti þrifist og dafnað þarf að skapa þeim sem að henni starfa góð skilyrði. Í þeim tilgangi hafa nú verið lögð fram frumvörp á Alþingi sem ætlað er að bæta starfsumhverfi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja. Frumvörpin fela í sér lagalega umgjörð um nýsköpunarstarfsemi og breytingu á skattalegum atriðum til að skapa hvata fyrir nýsköpun og þróun í bæði nýjum og rótgrónum fyrirtækjum. Vonir standa til að af leiði umtalsverð fjölgun starfa við rannsóknir og þróunarstarf innan íslenskra fyrirtækja. Allir þeir er þekkja til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi vita að ótal hindranir eru í vegi fyrir því að árangur náist jafnvel þó að sú hugmynd sem lagt er af stað með líti vænlega út. Það er einlæg von mín að með þessum aðgerðum sé ríkisstjórn og Alþingi að koma þannig til móts við frumkvöðlastarfsemi að verulegur árangur náist. Ef vel tekst til mun kraftmikil nýsköpun varða veginn við endurreisn íslensks efnahagslífs og leggja grunn að fjölgun starfa og stöðugu og framsæknu hagkerfi til langrar framtíðar. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur er fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Efnahagshrunið hefur með heldur óþægilegum hætti kennt okkur mikilvægi þess að marka og framfylgja efnahagsstefnu til lengri tíma. Auk þess að sporna við óhóflegum lántökum, halda verðbólgu í skefjum, viðhalda stöðugum gjaldmiðli og lágum vöxtum þarf slík stefna að stuðla að fjölbreyttu atvinnulífi. Þannig eykst sveigjanleiki hagkerfisins og auðveldara verður að bæta þann skaða sem orðið hefur sem og að bregðast við þeim áföllum sem kunna að skella á okkur í framtíðinni. Veturinn fram undan verður erfiður en þegar horft er lengra fram veginn er ljóst að þar liggja mörg tækifæri sem geta, ef þau eru nýtt á réttan hátt, stuðlað að sterkara og sjálfbæru hagkerfi. Þrátt fyrir að mikil áhersla sé nú á stórframkvæmdir í umræðu um efnahags- og atvinnuuppbyggingu er ljóst að til lengri tíma litið skipta aðrir hlutir meira máli. Það er almennt viðurkennt á meðal hagfræðinga að nýsköpun skiptir sköpum þegar kemur að því að auka velferð almennings, fjölga störfum og auka samkeppnishæfni landa. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á uppbyggingu fjölbreytts atvinnulífs og þar er nýsköpun lykilatriði. Þannig sýna kannanir að vel helmingur af samanlagðri þjóðarframleiðslu Evrópulanda kemur frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Allt að 70% nýrra starfa í hinu almenna atvinnulífi verða til í nýjum smáfyrirtækjum eða litlum eða meðalstórum fyrirtækjum í vexti. Til þess að nýsköpun geti þrifist og dafnað þarf að skapa þeim sem að henni starfa góð skilyrði. Í þeim tilgangi hafa nú verið lögð fram frumvörp á Alþingi sem ætlað er að bæta starfsumhverfi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja. Frumvörpin fela í sér lagalega umgjörð um nýsköpunarstarfsemi og breytingu á skattalegum atriðum til að skapa hvata fyrir nýsköpun og þróun í bæði nýjum og rótgrónum fyrirtækjum. Vonir standa til að af leiði umtalsverð fjölgun starfa við rannsóknir og þróunarstarf innan íslenskra fyrirtækja. Allir þeir er þekkja til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi vita að ótal hindranir eru í vegi fyrir því að árangur náist jafnvel þó að sú hugmynd sem lagt er af stað með líti vænlega út. Það er einlæg von mín að með þessum aðgerðum sé ríkisstjórn og Alþingi að koma þannig til móts við frumkvöðlastarfsemi að verulegur árangur náist. Ef vel tekst til mun kraftmikil nýsköpun varða veginn við endurreisn íslensks efnahagslífs og leggja grunn að fjölgun starfa og stöðugu og framsæknu hagkerfi til langrar framtíðar. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur er fjármálaráðherra.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar