Ostakarfa handa ósérhlífnum 5. september 2009 00:01 Í vasanum er ég með GSM-númer barnalæknis eins árs gamals sonar míns. Læknirinn gaf mér það eitt sinn „því ég væri svo lengi að fara í gegnum skiptiborð“. „Hringdu hvenær sem er, líka þótt það sé helgi.“ Sonur minn þjáist ekki af alvarlegum sjúkdómi en þarf engu að síður að vera undir eftirliti öðru hvoru. Það skipti því engum togum að óumbeðnum fannst lækninum sjálfsagt að gefa mér símanúmer sitt. Einu sinni í viku hittist hópur íslenskra lungna- og krabbameinslækna og ber saman bækur sínar um meðferð og ástand lungnakrabbameinssjúklinga. Með því að hittast geta læknarnir allir deilt reynslu sinni og ráðum og tryggt sjúklingum þannig betri meðferð og bata. Hjá 300.000 þúsund manna þjóð er árangurinn í heilbrigðisþjónustunni meðal annars þessi: Hér á landi er hæst tíðni þess að lifa af kransæðaáfall (ásamt Noregi og Svíþjóð). Greinist Íslendingur með krabbamein er hann líklegri en fólk víðast hvar annars staðar til að vera enn á lífi fimm árum eftir greiningu. Blinda meðal sykursjúkra á Íslandi er talin vera sú lægsta í heiminum. Íslenskir gigtarsjúklingar geta mun frekar unnið launavinnu en gigtarsjúklingar í nágrannaríkjunum. Hvergi í Evrópu er lægri tíðni blindu vegna gláku. Á Íslandi er lægsta tíðni astma. Við erum fá en engu að síður höfum við náð einum besta árangri í heilbrigðiskerfinu sem um getur. Einhverjum er það að þakka og þeir sem hafa þurft að leita lækninga vita svarið. Ég get ímyndað mér að læknar, hjúkrunarfólk, sjúkraþjálfarar og annað starfsfólk spítalanna kvíði þeim niðurskurði sem fram undan er. Hingað til hefur einfaldlega verið hlaupið hraðar og unnið lengur til að hægt sé að passa upp á okkur öll. Eiginkonu Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var síðastliðið haust send ostakarfa frá ónafngreindum aðila sem vildi þakka henni það að lána þjóðinni Geir H. Haarde nótt og dag í björgunarleiðangurinn eftir hrun. Fjölskyldur starfsfólks spítalanna þekkja slíkar fjarverustundir vel og væntanlega mun þeim ekki fækka heldur fjölga. Ætti ég núna ostakörfu og yrði að gera upp á milli færi hún heim til þeirra sem manna spítalana. Og ég vona að komandi ostakörfusendlar muni stíla þær á læknana sína og hjúkrunarfólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun
Í vasanum er ég með GSM-númer barnalæknis eins árs gamals sonar míns. Læknirinn gaf mér það eitt sinn „því ég væri svo lengi að fara í gegnum skiptiborð“. „Hringdu hvenær sem er, líka þótt það sé helgi.“ Sonur minn þjáist ekki af alvarlegum sjúkdómi en þarf engu að síður að vera undir eftirliti öðru hvoru. Það skipti því engum togum að óumbeðnum fannst lækninum sjálfsagt að gefa mér símanúmer sitt. Einu sinni í viku hittist hópur íslenskra lungna- og krabbameinslækna og ber saman bækur sínar um meðferð og ástand lungnakrabbameinssjúklinga. Með því að hittast geta læknarnir allir deilt reynslu sinni og ráðum og tryggt sjúklingum þannig betri meðferð og bata. Hjá 300.000 þúsund manna þjóð er árangurinn í heilbrigðisþjónustunni meðal annars þessi: Hér á landi er hæst tíðni þess að lifa af kransæðaáfall (ásamt Noregi og Svíþjóð). Greinist Íslendingur með krabbamein er hann líklegri en fólk víðast hvar annars staðar til að vera enn á lífi fimm árum eftir greiningu. Blinda meðal sykursjúkra á Íslandi er talin vera sú lægsta í heiminum. Íslenskir gigtarsjúklingar geta mun frekar unnið launavinnu en gigtarsjúklingar í nágrannaríkjunum. Hvergi í Evrópu er lægri tíðni blindu vegna gláku. Á Íslandi er lægsta tíðni astma. Við erum fá en engu að síður höfum við náð einum besta árangri í heilbrigðiskerfinu sem um getur. Einhverjum er það að þakka og þeir sem hafa þurft að leita lækninga vita svarið. Ég get ímyndað mér að læknar, hjúkrunarfólk, sjúkraþjálfarar og annað starfsfólk spítalanna kvíði þeim niðurskurði sem fram undan er. Hingað til hefur einfaldlega verið hlaupið hraðar og unnið lengur til að hægt sé að passa upp á okkur öll. Eiginkonu Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var síðastliðið haust send ostakarfa frá ónafngreindum aðila sem vildi þakka henni það að lána þjóðinni Geir H. Haarde nótt og dag í björgunarleiðangurinn eftir hrun. Fjölskyldur starfsfólks spítalanna þekkja slíkar fjarverustundir vel og væntanlega mun þeim ekki fækka heldur fjölga. Ætti ég núna ostakörfu og yrði að gera upp á milli færi hún heim til þeirra sem manna spítalana. Og ég vona að komandi ostakörfusendlar muni stíla þær á læknana sína og hjúkrunarfólk.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun