Sjálfbært Ísland Þorkell Sigurlaugsson skrifar 21. júlí 2009 05:30 Þrátt fyrir góða menntun og að maðurinn telji sig fullkomnustu lífveru á jörðinni þá tekst okkur illa að þróa sjálfbæra lifnaðarhætti. Okkur tókst að brjóta niður fjárhagskerfi heimsins árið 2008 og sérstaklega vorum við Íslendingar duglegir við þá iðju enda tókum við rösklega til hendinni. Mannskepnan hefur verið að brjóta niður lífkerfi heimsins í áratugi og afleiðingar þess eru smátt og smátt að koma í ljós með hlýnun jarðar og öðrum alvarlegum afleiðingum. Enn eru til þeir sem vilja ekki viðurkenna þetta, rétt eins og þeir sem töluðu um heilbrigt bankakerfi alveg fram á síðustu stundu. Það er tækifæri núna að taka upp ný gildi og gera sjálfbærni eitt af lykilorðum í stefnumörkun okkar Íslendinga til framtíðar. Við getum orðið til fyrirmyndar í þessu efni. Þótt við höfum ekki alltaf sýnt gott fordæmi þá eigum við möguleika á því núna m.a. á sviði sjávarútvegs, landbúnaðar, orkunýtingar, umhverfisverndar og mannlegra gilda. Það getur m.a. orðið framlag okkar til alþjóðasamfélagsins og aukið þar áhrif okkar. Sjálfbærni er orð eða hugtak sem hefur vafist fyrir mörgum, en er í raun einfalt. „Sjálfbærni snýst um það að mæta þörfum okkar kynslóðar án þess að skaða möguleika komandi kynslóða til að uppfylla sínar þarfir til viðunandi lífsskilyrða." Þetta snertir flesta þætti í okkar lífi; lífríkið, fjárhag, þróun borgarsamfélags, lífsgæði og hvernig við umgöngumst hvert annað. Þrátt fyrir góða viðskipta- og tæknimenntun hér á landi og erlendis, hefur ekki verið lögð næg áhersla á skapandi hugsun, siðferði, heilbrigða stjórnarhætti, samfélagslega ábyrgð og mannleg gildi og sjónarmið. Margt sem snéri að umhverfismálum og sjálfbærni var vanrækt, en er nú að verða eitt mest krefjandi viðfangsefni stjórnenda og leiðtoga á þessari öld. Viðskiptamenntun þarf meðal annars að snúast um langtíma fjárhagslega sjálfbærni, gott siðferði og stjórnarhætti, fremur en skammtímagróða, skuldabréfavafninga og afleiður. Við hönnun mannvirkja og skipulag borga þarf að taka meira tillit til umhverfismála og mannlegra þátta. Löggjöf þarf að taka meira mið af mannréttindum, siðferði og umhverfismálum. Fólk þarf að vera í fyrirrúmi. Það er ekki hægt að mæla eingöngu þjóðarhag og velsæld á þróun hagvaxtar, gengi hlutabréfa eða hagnaðar. Þeir mælikvarðar byggja oft á mikilli einföldun. Auknar þjóðartekjur geta grundvallast á mengandi eða óarðbærum framkvæmdum, þurrkun votlendis eða eyðingu skóga. Erlendis hefur hagvöxtur víða falist í framleiðslu vopna, ofbeldismynda fyrir unglinga eða gífurlegum náttúruspjöllum sem munu skaða komandi kynslóðir og jafnvel gera heil landsvæði óbyggileg. Líklega eru fáar þjóðir betur í stakk búnar en við Íslendingar til að vera í fremstu röð þjóða í sjálfbærni á næstu áratugum. Við eigum öll bara eitt heimili, jörðina, og það er okkar að gera það heimili áfram byggilegt fyrir komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun
Þrátt fyrir góða menntun og að maðurinn telji sig fullkomnustu lífveru á jörðinni þá tekst okkur illa að þróa sjálfbæra lifnaðarhætti. Okkur tókst að brjóta niður fjárhagskerfi heimsins árið 2008 og sérstaklega vorum við Íslendingar duglegir við þá iðju enda tókum við rösklega til hendinni. Mannskepnan hefur verið að brjóta niður lífkerfi heimsins í áratugi og afleiðingar þess eru smátt og smátt að koma í ljós með hlýnun jarðar og öðrum alvarlegum afleiðingum. Enn eru til þeir sem vilja ekki viðurkenna þetta, rétt eins og þeir sem töluðu um heilbrigt bankakerfi alveg fram á síðustu stundu. Það er tækifæri núna að taka upp ný gildi og gera sjálfbærni eitt af lykilorðum í stefnumörkun okkar Íslendinga til framtíðar. Við getum orðið til fyrirmyndar í þessu efni. Þótt við höfum ekki alltaf sýnt gott fordæmi þá eigum við möguleika á því núna m.a. á sviði sjávarútvegs, landbúnaðar, orkunýtingar, umhverfisverndar og mannlegra gilda. Það getur m.a. orðið framlag okkar til alþjóðasamfélagsins og aukið þar áhrif okkar. Sjálfbærni er orð eða hugtak sem hefur vafist fyrir mörgum, en er í raun einfalt. „Sjálfbærni snýst um það að mæta þörfum okkar kynslóðar án þess að skaða möguleika komandi kynslóða til að uppfylla sínar þarfir til viðunandi lífsskilyrða." Þetta snertir flesta þætti í okkar lífi; lífríkið, fjárhag, þróun borgarsamfélags, lífsgæði og hvernig við umgöngumst hvert annað. Þrátt fyrir góða viðskipta- og tæknimenntun hér á landi og erlendis, hefur ekki verið lögð næg áhersla á skapandi hugsun, siðferði, heilbrigða stjórnarhætti, samfélagslega ábyrgð og mannleg gildi og sjónarmið. Margt sem snéri að umhverfismálum og sjálfbærni var vanrækt, en er nú að verða eitt mest krefjandi viðfangsefni stjórnenda og leiðtoga á þessari öld. Viðskiptamenntun þarf meðal annars að snúast um langtíma fjárhagslega sjálfbærni, gott siðferði og stjórnarhætti, fremur en skammtímagróða, skuldabréfavafninga og afleiður. Við hönnun mannvirkja og skipulag borga þarf að taka meira tillit til umhverfismála og mannlegra þátta. Löggjöf þarf að taka meira mið af mannréttindum, siðferði og umhverfismálum. Fólk þarf að vera í fyrirrúmi. Það er ekki hægt að mæla eingöngu þjóðarhag og velsæld á þróun hagvaxtar, gengi hlutabréfa eða hagnaðar. Þeir mælikvarðar byggja oft á mikilli einföldun. Auknar þjóðartekjur geta grundvallast á mengandi eða óarðbærum framkvæmdum, þurrkun votlendis eða eyðingu skóga. Erlendis hefur hagvöxtur víða falist í framleiðslu vopna, ofbeldismynda fyrir unglinga eða gífurlegum náttúruspjöllum sem munu skaða komandi kynslóðir og jafnvel gera heil landsvæði óbyggileg. Líklega eru fáar þjóðir betur í stakk búnar en við Íslendingar til að vera í fremstu röð þjóða í sjálfbærni á næstu áratugum. Við eigum öll bara eitt heimili, jörðina, og það er okkar að gera það heimili áfram byggilegt fyrir komandi kynslóðir.