Óttast mengun á erfðavísum villtra þorska 23. júní 2009 14:58 Úr fiskeldisstöð. Náttúruverndarsinnar óttast að aukning þorskeldis muni leiða til frekari flótta þorsks úr þorskeldum sem leiði til mengunar á erfðavísum villtra þorska. Náttúruverndarsinnar hafa komið þessum áhyggjum sínum á framfæri vegna mikillar aukningar þorskeldis í Evrópu. Noregur er langstærsta þorskeldisþjóð heims með um 80% markaðshlutdeild á heimsvísu. Árið 2007 var framleiðsla þorskeldis í Noregi 10.375 tonn en ári síðar nam framleiðslan 16.523 tonnum, framleiðslan jókst því um 59% milli ára. Náttúrusinnar óttast þær afleiðingar sem aukning þorskeldisins gæti haft í för með sér ef eldisþorskurinn nær að losna úr þorskeldinu og þar með blandast villtum þorski í hafinu. Um það bil 228 þúsund eldisþorskar losnuðu út í hafið við Noregsstrendur árið 2008, samanborið við um 100 þúsund eldislaxa, jafnvel þótt laxeldi sé um 60 sinnum umfangsmeira en þorskeldi. Þegar þorskinum tekst að losna og hrygna út í hafið er hætta á að hann dreifi sjúkdómum í hinn náttúrulega stofn. Sú staðreynd, að þorskeldi hefur aukist gríðarlega um heim allann á undanförnum árum, ýtir undir ótta náttúruverndarsinna. Í Noregi hefur þorskeldi aukist úr 248 tonnum árið 2002 í 16.523 tonn árið 2009 eða meira en 6500% aukning á sjö árum. Framleiðsla á eldisþorski fer fram í Bandaríkjunum, Kanada, Íslandi og Danmörku auk Noregs. Heildar heimsframleiðsla á eldisþorski nemur um 20.000 tonnum samkvæmt heimildum Guardian. Samkvæmt því framleiða fyrrgreindar þjóðir, utan Noregs, innan við 3.500 tonn af því magni. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Náttúruverndarsinnar óttast að aukning þorskeldis muni leiða til frekari flótta þorsks úr þorskeldum sem leiði til mengunar á erfðavísum villtra þorska. Náttúruverndarsinnar hafa komið þessum áhyggjum sínum á framfæri vegna mikillar aukningar þorskeldis í Evrópu. Noregur er langstærsta þorskeldisþjóð heims með um 80% markaðshlutdeild á heimsvísu. Árið 2007 var framleiðsla þorskeldis í Noregi 10.375 tonn en ári síðar nam framleiðslan 16.523 tonnum, framleiðslan jókst því um 59% milli ára. Náttúrusinnar óttast þær afleiðingar sem aukning þorskeldisins gæti haft í för með sér ef eldisþorskurinn nær að losna úr þorskeldinu og þar með blandast villtum þorski í hafinu. Um það bil 228 þúsund eldisþorskar losnuðu út í hafið við Noregsstrendur árið 2008, samanborið við um 100 þúsund eldislaxa, jafnvel þótt laxeldi sé um 60 sinnum umfangsmeira en þorskeldi. Þegar þorskinum tekst að losna og hrygna út í hafið er hætta á að hann dreifi sjúkdómum í hinn náttúrulega stofn. Sú staðreynd, að þorskeldi hefur aukist gríðarlega um heim allann á undanförnum árum, ýtir undir ótta náttúruverndarsinna. Í Noregi hefur þorskeldi aukist úr 248 tonnum árið 2002 í 16.523 tonn árið 2009 eða meira en 6500% aukning á sjö árum. Framleiðsla á eldisþorski fer fram í Bandaríkjunum, Kanada, Íslandi og Danmörku auk Noregs. Heildar heimsframleiðsla á eldisþorski nemur um 20.000 tonnum samkvæmt heimildum Guardian. Samkvæmt því framleiða fyrrgreindar þjóðir, utan Noregs, innan við 3.500 tonn af því magni.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira