Norðmenn íhuga olíuleit við Jan Mayen 22. september 2009 09:35 Í dag mun sendinefnd frá Noregi með Terje Riis-Johansen olíu- og orkumálaráðherra landsins í broddi fylkingar heimsækja Jan Mayen. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni e24.no eru Norðmenn nú að íhuga olíuleit á Jan Mayen hryggnum í framhaldi af áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. Fram kemur í fréttinni að olíuleit Íslendinga á Jan Mayen hryggnum, sem Drekasvæðið tilheyrir, hafi komið flatt upp á hinn alþjóðlega olíuiðnað. Bente Nyland forstjóri olíudeildar ráðuneytisns segir að enn sé ekki mögulegt fyrir þá að meta möguleikana á olíuvinnslu við Jan Mayen með þeim gögnum sem tiltæk eru. Nyland segir að það þurfi að finnast olía í verulegu magni á þessu svæði til að olíuvinnsla borgi sig en vill ekki segja til um hvert það magn ætti að vera. Hún bendir hinsvegar á að „einhverjir" séu á þeirri skoðun að í Íslandshluta lögsögunnar sé mögulegt að finna olíulindir af sömu stærðargráðu og á Troll-svæðinu norska. Talið er að um 1,4 milljarðar tunna af olíu hafi verið undir Troll-svæðinu þegar það fannst. Vinnslan náði hámarki árið 2002 þegar 400.000 tunnum var dælt þar upp daglega. Fram kemur að Íslendingar og Norðmenn áttu með sér samstarf við upphaf níunda áratugarns á síðustu öld um rannsóknir á landgrunninu umhverfis Jan Mayen. Á árunum 2001 og 2008 hafi Íslendingar svo aflað sér frekari upplýsinga með rannsóknum. Raunar hafa Íslendingar þegar veitt tvö leyfi til olíuleitar og tilraunaborana á Drekasvæðinu. Upphaflega ætluðu þrír aðilar að stunda slíkt en Aker hefur dregið sig út úr hópnum. Eins og fram kemur á e24.no má búast við að umhverfisverndunarsamtök muni leggjast hart gegn olíuvinnslu við Jan Mayen. Bæði Norðurpólsstofnun Noregs (Norsk Polarinstitutt) og Náttúrurannsóknarstofnun landsins (NINA) segja að eyjan sé mikilvægt svæði fyrir sjófugla og annað dýralíf ofan og neðan sjávar. Þar að auki er hægt að stunda mikilvægar rannsóknir á loftslagsbreytingum á eyjunni. Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í dag mun sendinefnd frá Noregi með Terje Riis-Johansen olíu- og orkumálaráðherra landsins í broddi fylkingar heimsækja Jan Mayen. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni e24.no eru Norðmenn nú að íhuga olíuleit á Jan Mayen hryggnum í framhaldi af áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. Fram kemur í fréttinni að olíuleit Íslendinga á Jan Mayen hryggnum, sem Drekasvæðið tilheyrir, hafi komið flatt upp á hinn alþjóðlega olíuiðnað. Bente Nyland forstjóri olíudeildar ráðuneytisns segir að enn sé ekki mögulegt fyrir þá að meta möguleikana á olíuvinnslu við Jan Mayen með þeim gögnum sem tiltæk eru. Nyland segir að það þurfi að finnast olía í verulegu magni á þessu svæði til að olíuvinnsla borgi sig en vill ekki segja til um hvert það magn ætti að vera. Hún bendir hinsvegar á að „einhverjir" séu á þeirri skoðun að í Íslandshluta lögsögunnar sé mögulegt að finna olíulindir af sömu stærðargráðu og á Troll-svæðinu norska. Talið er að um 1,4 milljarðar tunna af olíu hafi verið undir Troll-svæðinu þegar það fannst. Vinnslan náði hámarki árið 2002 þegar 400.000 tunnum var dælt þar upp daglega. Fram kemur að Íslendingar og Norðmenn áttu með sér samstarf við upphaf níunda áratugarns á síðustu öld um rannsóknir á landgrunninu umhverfis Jan Mayen. Á árunum 2001 og 2008 hafi Íslendingar svo aflað sér frekari upplýsinga með rannsóknum. Raunar hafa Íslendingar þegar veitt tvö leyfi til olíuleitar og tilraunaborana á Drekasvæðinu. Upphaflega ætluðu þrír aðilar að stunda slíkt en Aker hefur dregið sig út úr hópnum. Eins og fram kemur á e24.no má búast við að umhverfisverndunarsamtök muni leggjast hart gegn olíuvinnslu við Jan Mayen. Bæði Norðurpólsstofnun Noregs (Norsk Polarinstitutt) og Náttúrurannsóknarstofnun landsins (NINA) segja að eyjan sé mikilvægt svæði fyrir sjófugla og annað dýralíf ofan og neðan sjávar. Þar að auki er hægt að stunda mikilvægar rannsóknir á loftslagsbreytingum á eyjunni.
Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira