Ágætur sáttmáli svo langt sem hann nær Þorsteinn Pálsson skrifar 27. júní 2009 06:00 Um stöðugleikasáttmálann má segja að hann sé ágætur svo langt sem hann nær. Hann var betur gerður en ógerður. Að því leyti sem hann felur í sér nýmæli er fagnaðarefni að um þau skuli ríkja breið samstaða. Sáttmálinn stendur hins vegar ekki undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. Hann markar því ekki nýtt upphaf að endurreisn þjóðarbúskaparins. Of mörg stór mál eru óleyst til þess að unnt sé að segja með sanni að sáttmálinn sé metnaðarfullur. Framlenging kjarasamninga tryggir stöðugleika á vinnumarkaði fram undir lok næsta árs. Það hefur ótvírætt gildi. Að því leyti er sáttmálinn góður áfangi á langri leið. Að öðru leyti geymir hann fátt annað en fyrri ríkisstjórn hafði þegar samið um í samstarfssamningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Stjórnvöld eru þegar á eftir áætlun að koma þeirri stefnumörkun í framkvæmd. Nýi sáttmálinn breytir ekki miklu þar um. Af nýmælum má nefna að takmörk eru sett fyrir aukinni skattheimtu. Það er jákvætt. Mörkin sem sett eru þýða hins vegar að of lítið af vandanum á að leysa með skipulagsbreytingum og hagræðingu í opinberum rekstri. Sáttmálinn takmarkar beinlínis svigrúm ríkisvaldsins til þess að beita sömu aðferðum við lækkun launakostnaðar hjá opinberum aðilum eins og þegar hefur gerst á almennum vinnumarkaði. Auk þess að takmarka hagræðingarmöguleika felur þetta í sér mismunun. Ríkisfjármáladæmið til lengri tíma er enn óvissu háð. Um markmið varðandi lækkun vaxta og afnám gjaldeyrishafta er ekkert umfram það sem felst í samningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Nýmæli er á hinn bóginn að ákveðið er að einkavæða bankana og koma hluta þeirra í erlenda eigu. Það er forsenda þess að einstaklingar og fyrirtæki eigi í náinni framtíð möguleika á lánsfé á samkeppnishæfum kjörum. Jákvæðu pólitísku tíðindin í þessu eru þau að þingmenn og ráðherrar VG sýnast hafa samþykkt einkavæðingu og erlent eignarhald. Það er mikilvæg stefnubreyting af þeirra hálfu. Engin sýn á stöðugleika í peningamálumMesta athygli vekur að ríkisstjórnin og öll áhrifamestu hagsmunasamtök landsins skuli við ríkjandi aðstæður undirrita stöðugleikasáttmála án þess að minnast á framtíðarstefnu um stöðugleika í peningamálum. Flestum er ljóst að allt annað er unnið fyrir gýg ef framlengja á þá alvarlegu stjórnarkreppu sem ríkir á því sviði.Ófarir Íslands má að stórum hluta rekja til óstöðugrar örmyntar á opnum alþjóðlegum fjármálamarkaði. Valið er einangrun eða evra. Það val snýst um lífskjör.Aðild að Evrópska myntbandalaginu og Evrópusambandinu er eina raunhæfa leiðin út úr þessum vanda. Ríkisstjórnin hefur lagt fram þingsályktunartillögu um aðildarumsókn. Óvíst er um meirihluta fyrir henni með því að hluti ráðherranna og stjórnarþingmannanna er á móti. Fyrir liggur skýr afstaða VG um að berjast gegn aðildarsamningi verði hann gerður. Framtíðarstefnan í peningamálunum er þar af leiðandi í algjöru uppnámi. Enginn hefur bent á annan raunhæfan kost en upptöku evru innan myntbandalagsins.Ein af ástæðunum fyrir því að Ísland festist fastar en flestar aðrar þjóðir í fjötrum hafta í kreppunni miklu var ósamstaða um framtíðarstefnu í peningamálum. Án lausnar á þessu undirstöðuatriði stefnir í það sama á ný.Engar skýringar virðist vera á því að ríkisstjórnin lét þetta lykilatriði sigla sinn sjó í þessum samningum aðrar en óeining innan hennar eða forystuleysi. Brýn þörf er á breiðari og ákveðnari pólitískri forystu um þetta stóra viðfangsefni. Er hún til? Tíminn er núna. Óstöðugleiki og óvissa um auðlindastjórnunFyrir fáum dögum var frá því greint að Efnahags- og framfarastofnunin hefði komist að þeirri niðurstöðu að forsenda hagvaxtar á Íslandi væri aukin áhersla á frekari nýtingu orku. Í því ljósi vekur athygli að það eina sem sagt er í stöðugleikasáttmálanum um orkunýtingu til þess að efla hagvöxt eru tilvísanir í samþykktir fyrri stjórnar þar um.Ástæðan fyrir þessu er sú að útilokað var að fá VG til að ganga lengra á þessu sviði við myndun núverandi stjórnar. Hluti Samfylkingarinnar er jafn tregur í taumi þegar kemur að hagnýtingu þessara möguleika. Óskiljanlegt er með öllu að stöðugleikasáttmáli skuli settur fram án nýrra skilgreindra markmiða um orkunýtingu. Ofmælt væri að segja að sáttmálinn fæli í sér stöðugleika með stöðnun. En þessi staðreynd gefur ekki sterkan tón um endurreisn með aukinni verðmætasköpun.Þá vekur athygli að ríkisstjórnin heldur fast við stefnu sína um veiðileyfasviptingu gagnvart smábátasjómönnum og öðrum útgerðum. Markmið stefnunnar er að innleiða fiskveiðistjórnun með svipuðum efnahagslegum áhrifum og innan Evrópusambandsins. Stefnan er á óhagkvæma útgerð sem leiðir til styrkja og kallar á nýja skattheimtu á almenning.Þörfin fyrir sjávarútveg sem skilað getur hagnaði til að fjárfesta í nýjum atvinnutækifærum á öðrum sviðum hefur hins vegar aldrei verið meiri. Á sama tíma er gerður stöðugleikasáttmáli þar sem málsaðilar leiða hjá sér þann veruleika að framkvæmd gildandi stefnu í sjávarútvegsmálum mun óhjákvæmilega auka á óstöðugleika í höfuðatvinnugreininni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun
Um stöðugleikasáttmálann má segja að hann sé ágætur svo langt sem hann nær. Hann var betur gerður en ógerður. Að því leyti sem hann felur í sér nýmæli er fagnaðarefni að um þau skuli ríkja breið samstaða. Sáttmálinn stendur hins vegar ekki undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. Hann markar því ekki nýtt upphaf að endurreisn þjóðarbúskaparins. Of mörg stór mál eru óleyst til þess að unnt sé að segja með sanni að sáttmálinn sé metnaðarfullur. Framlenging kjarasamninga tryggir stöðugleika á vinnumarkaði fram undir lok næsta árs. Það hefur ótvírætt gildi. Að því leyti er sáttmálinn góður áfangi á langri leið. Að öðru leyti geymir hann fátt annað en fyrri ríkisstjórn hafði þegar samið um í samstarfssamningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Stjórnvöld eru þegar á eftir áætlun að koma þeirri stefnumörkun í framkvæmd. Nýi sáttmálinn breytir ekki miklu þar um. Af nýmælum má nefna að takmörk eru sett fyrir aukinni skattheimtu. Það er jákvætt. Mörkin sem sett eru þýða hins vegar að of lítið af vandanum á að leysa með skipulagsbreytingum og hagræðingu í opinberum rekstri. Sáttmálinn takmarkar beinlínis svigrúm ríkisvaldsins til þess að beita sömu aðferðum við lækkun launakostnaðar hjá opinberum aðilum eins og þegar hefur gerst á almennum vinnumarkaði. Auk þess að takmarka hagræðingarmöguleika felur þetta í sér mismunun. Ríkisfjármáladæmið til lengri tíma er enn óvissu háð. Um markmið varðandi lækkun vaxta og afnám gjaldeyrishafta er ekkert umfram það sem felst í samningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Nýmæli er á hinn bóginn að ákveðið er að einkavæða bankana og koma hluta þeirra í erlenda eigu. Það er forsenda þess að einstaklingar og fyrirtæki eigi í náinni framtíð möguleika á lánsfé á samkeppnishæfum kjörum. Jákvæðu pólitísku tíðindin í þessu eru þau að þingmenn og ráðherrar VG sýnast hafa samþykkt einkavæðingu og erlent eignarhald. Það er mikilvæg stefnubreyting af þeirra hálfu. Engin sýn á stöðugleika í peningamálumMesta athygli vekur að ríkisstjórnin og öll áhrifamestu hagsmunasamtök landsins skuli við ríkjandi aðstæður undirrita stöðugleikasáttmála án þess að minnast á framtíðarstefnu um stöðugleika í peningamálum. Flestum er ljóst að allt annað er unnið fyrir gýg ef framlengja á þá alvarlegu stjórnarkreppu sem ríkir á því sviði.Ófarir Íslands má að stórum hluta rekja til óstöðugrar örmyntar á opnum alþjóðlegum fjármálamarkaði. Valið er einangrun eða evra. Það val snýst um lífskjör.Aðild að Evrópska myntbandalaginu og Evrópusambandinu er eina raunhæfa leiðin út úr þessum vanda. Ríkisstjórnin hefur lagt fram þingsályktunartillögu um aðildarumsókn. Óvíst er um meirihluta fyrir henni með því að hluti ráðherranna og stjórnarþingmannanna er á móti. Fyrir liggur skýr afstaða VG um að berjast gegn aðildarsamningi verði hann gerður. Framtíðarstefnan í peningamálunum er þar af leiðandi í algjöru uppnámi. Enginn hefur bent á annan raunhæfan kost en upptöku evru innan myntbandalagsins.Ein af ástæðunum fyrir því að Ísland festist fastar en flestar aðrar þjóðir í fjötrum hafta í kreppunni miklu var ósamstaða um framtíðarstefnu í peningamálum. Án lausnar á þessu undirstöðuatriði stefnir í það sama á ný.Engar skýringar virðist vera á því að ríkisstjórnin lét þetta lykilatriði sigla sinn sjó í þessum samningum aðrar en óeining innan hennar eða forystuleysi. Brýn þörf er á breiðari og ákveðnari pólitískri forystu um þetta stóra viðfangsefni. Er hún til? Tíminn er núna. Óstöðugleiki og óvissa um auðlindastjórnunFyrir fáum dögum var frá því greint að Efnahags- og framfarastofnunin hefði komist að þeirri niðurstöðu að forsenda hagvaxtar á Íslandi væri aukin áhersla á frekari nýtingu orku. Í því ljósi vekur athygli að það eina sem sagt er í stöðugleikasáttmálanum um orkunýtingu til þess að efla hagvöxt eru tilvísanir í samþykktir fyrri stjórnar þar um.Ástæðan fyrir þessu er sú að útilokað var að fá VG til að ganga lengra á þessu sviði við myndun núverandi stjórnar. Hluti Samfylkingarinnar er jafn tregur í taumi þegar kemur að hagnýtingu þessara möguleika. Óskiljanlegt er með öllu að stöðugleikasáttmáli skuli settur fram án nýrra skilgreindra markmiða um orkunýtingu. Ofmælt væri að segja að sáttmálinn fæli í sér stöðugleika með stöðnun. En þessi staðreynd gefur ekki sterkan tón um endurreisn með aukinni verðmætasköpun.Þá vekur athygli að ríkisstjórnin heldur fast við stefnu sína um veiðileyfasviptingu gagnvart smábátasjómönnum og öðrum útgerðum. Markmið stefnunnar er að innleiða fiskveiðistjórnun með svipuðum efnahagslegum áhrifum og innan Evrópusambandsins. Stefnan er á óhagkvæma útgerð sem leiðir til styrkja og kallar á nýja skattheimtu á almenning.Þörfin fyrir sjávarútveg sem skilað getur hagnaði til að fjárfesta í nýjum atvinnutækifærum á öðrum sviðum hefur hins vegar aldrei verið meiri. Á sama tíma er gerður stöðugleikasáttmáli þar sem málsaðilar leiða hjá sér þann veruleika að framkvæmd gildandi stefnu í sjávarútvegsmálum mun óhjákvæmilega auka á óstöðugleika í höfuðatvinnugreininni.