Tiger frábær í endurkomunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2009 09:01 Tiger spilaði flott golf í gær. Nordic Photos/Getty Images Það var ekki hægt að sjá neitt ryð á Tiger Woods sem snéri til baka á golfvöllinn með glans í gær eftir átta mánaða fjarveru. Tiger er að taka þátt í Match Play Championship-mótinu og rúllaði auðveldlega í næstu umferð með því að leggja Brendan Jones 3&2. Jones átti sér aldrei viðreisnar von en Tiger lék fyrstu holuna á fugli. „Mér leið vel. Ég missti aðeins dampinn á nokkrum holum en svo kom þetta til baka. Ég hélt að hnéð yrði aðeins stífara en það var," sagði Woods sem fékk rífandi móttökur á mótinu hjá fjölda áhorfenda sem biðu spenntir eftir því að sjá Tiger spila á nýjan leik. „Ég sagði við kylfusveininn að þetta væri bara eins og við hefðum aldrei farið. Þetta var bara eins og hver annar dagur í vinnunni. Ég hélt ég yrði lengur að finna taktinn en hann var bara til staðar," sagði Tiger og viðurkenndi einnig að hafa átt von á að verða stressaðri en hann var það ekki. Golf Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það var ekki hægt að sjá neitt ryð á Tiger Woods sem snéri til baka á golfvöllinn með glans í gær eftir átta mánaða fjarveru. Tiger er að taka þátt í Match Play Championship-mótinu og rúllaði auðveldlega í næstu umferð með því að leggja Brendan Jones 3&2. Jones átti sér aldrei viðreisnar von en Tiger lék fyrstu holuna á fugli. „Mér leið vel. Ég missti aðeins dampinn á nokkrum holum en svo kom þetta til baka. Ég hélt að hnéð yrði aðeins stífara en það var," sagði Woods sem fékk rífandi móttökur á mótinu hjá fjölda áhorfenda sem biðu spenntir eftir því að sjá Tiger spila á nýjan leik. „Ég sagði við kylfusveininn að þetta væri bara eins og við hefðum aldrei farið. Þetta var bara eins og hver annar dagur í vinnunni. Ég hélt ég yrði lengur að finna taktinn en hann var bara til staðar," sagði Tiger og viðurkenndi einnig að hafa átt von á að verða stressaðri en hann var það ekki.
Golf Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira