Háskaleg blekking Sighvatur Björgvinsson skrifar 6. maí 2009 00:01 Benedikt Sigurðarson, samfylkingarmaður frá Akureyri, sakar undirritaðan um að hafa ráðist með offorsi á talsmann neytenda og jafnvel hótað honum með forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Ekkert af þessu hefi ég gert. Ég var einfaldlega að ástunda það, sem Benedikt biður um í grein sinni - heiðarleg samræðustjórnmál. Reyna eftir bestu getu að koma í veg fyrir það, sem ég tel vera háskalegan blekkingarleik. Hvert var meginefnið í tillögum þeim, sem talsmaður neytenda gerði til þeirra flokka, sem nú starfa að myndun ríkisstjórnar - og hverjir voru hinir alvarlegu ágallar á þeim tillögum að mínu mati: Talsmaðurinn lagði til að ríkið tæki eignarnámi allar kröfur lánveitenda með veði í íbúðarhúsnæði. Ég benti á þá einföldu staðreynd, að eignarnámi fylgja afdráttarlausar skyldur um eignarnámsbætur. Ef farið yrði að tillögu talsmannsins myndi eignabótakrafan nema samanlagðri fjárhæð allra krafnanna og skattborgarar yrðu að standa skil á þeirri kröfu. Talsmaðurinn lagði svo til, að opinberri nefnd yrði falið að afskrifa kröfurnar eftir tilteknum reglum. Ég benti á að þá væri verið að afskrifa kröfur, sem komnar væru í eigu ríkisins og enginn stæði undir þeim afskriftakostnaði annar en skattborgarar. Talsmaður neytenda fullyrti í viðtali við Kastljós, að yrðu tillögur hans samþykktar myndu þær nánast ekki kosta neitt nema kostnað við störf umræddrar nefndar. Ég benti á að það væri þvættingur. Þessi úrræði væru leið til þess að velta öllum vanda lánveitenda íbúðalána yfir á herðar skattborgara. Ekkert af þessu hrekur Benedikt. Hann einfaldlega getur það ekki. Hann hefur engin rök til þess. Þess í stað veitist hann með skattyrðum að Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni fyrir að hafa ekki viljað hlíta hans leiðsögn en ver svo mestri umfjöllun sinni í að andmæla verðtryggingu fjárskuldbindinga, sem verið hefur lengi eins og bögglað roð fyrir brjósti honum. Vissulega væri ástæða til þess að ræða þau mál á grundvelli heiðarlegra samræðustjórnmála. Ég nefnilega man vel þá tíma, þegar sparifé landsmanna brann upp á verðbólgubáli í lágvaxtaumhverfi í háverðbólgu; þegar nánast allur sparnaður landsmanna varð að vera lögþvingaður; þegar aðgangur að lánsfé var skammtaður því lán var nánast sama og gjöf; þegar skömmtunarstjórarnir voru stjórnmálamenn á þingi, í bankaráðum og við stjórn bankanna; þegar víxileyðublöð frá öllum bankastofnunum og sparisjóðum landsins voru í hillum við hliðina á innganginum að fundarsal alþingis og svokallaðir „fyrirgreiðslustjórnmálamenn" gengu um ganga með víxileyðublöðin standandi upp úr öllum vösum. Verðtrygging fjárskuldbindinga batt enda á þennan tíma. Helsti baráttumaður fyrir þeirri lausn hét Vilmundur Gylfason. Hún var leidd í lög fyrir tilstuðlan þáverandi formanns Framsóknarflokksins, Ólafs Jóhannessonar, í lögum, sem við hann eru kennd. Fyrir tilstilli þeirrar breytingar var opnuð leið til sparnaðar og um leið greiður aðgangur jafnt fólks sem fyrirtækja að lánum. Skömmtunarstjórarnir hurfu eins og dögg fyrir sólu. Engin víxileyðublöð sjást lengur í nágrenni við fundarsal Alþingis - og slík blöð standa ekki lengur upp úr vösum fyrirgreiðslustjórnmálamanna. Fólk hefur einfaldlega ekki þurft á þeim að halda til þess að fá aðgang að lánum. Mér er ljóst, að margt fólk á nú við erfiðleika að etja vegna skuldsetningar. Þeim þarf að bjarga, sem hægt er - en sumum er einfaldlega ekki hægt að bjarga. Þeim, sem farið hafa offari í að reyna að lifa á sparnaði annarra verður ekki bjargað. Sú ómótmælanlega staðreynd, að íslensk heimili gerðust í góðæri skuldsettustu heimili í víðri veröld segja mikla sögu. Sú skuldsetning var ekki nauðung. Hins vegar er mikill ábyrgðarhluti að reyna að telja fólki trú um, að hægt sé að bjarga skuldurum án þess að það kosti nokkurn neitt. Engin slík lausn er til. Kostnaðurinn við slíkar aðgerðir er mikill. Byrðarnar munu leggjast annars vegar á skattborgara - þ.á m. á þá sem notuðu góðærið til þess að greiða skuldir sínar eða ekki skuldsettu sig umfram greiðslugetu - og hins vegar á lánveitendur. Og hverjir eru þeir? Þeir eru lífeyrissjóðir landsmanna, sem þegar hafa orðið fyrir miklu tjóni og kemur þá skuldayfirtakan til viðbótar og mun falla á núverandi lífeyrisþega og lífeyrisþega framtíðarinnar með skertum lífeyri. Og þeir eru fólkið, sem enn á sparifé sitt í bönkum og sparisjóðum landsins. Óhjákvæmilegt er með öllu að tjóni bankanna muni verða velt yfir á innistæðueigendur því bankarnir eru ekkert annað en milliliðir á milli þeirra, sem hafa lánað þeim fé og hinna, sem hafa tekið það fé að láni. Í heiðarlegum samræðustjórnmálum felst að ræða hlutina eins og þeir eru en ekki að telja fólki trú um að hægt sé að yfirtaka skuldir fólks án þess að það kosti nokkurn nokkuð. Að predika slík sjónarmið á tímum eins og við nú lifum er beinlínis háskaleg blekking. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Benedikt Sigurðarson, samfylkingarmaður frá Akureyri, sakar undirritaðan um að hafa ráðist með offorsi á talsmann neytenda og jafnvel hótað honum með forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Ekkert af þessu hefi ég gert. Ég var einfaldlega að ástunda það, sem Benedikt biður um í grein sinni - heiðarleg samræðustjórnmál. Reyna eftir bestu getu að koma í veg fyrir það, sem ég tel vera háskalegan blekkingarleik. Hvert var meginefnið í tillögum þeim, sem talsmaður neytenda gerði til þeirra flokka, sem nú starfa að myndun ríkisstjórnar - og hverjir voru hinir alvarlegu ágallar á þeim tillögum að mínu mati: Talsmaðurinn lagði til að ríkið tæki eignarnámi allar kröfur lánveitenda með veði í íbúðarhúsnæði. Ég benti á þá einföldu staðreynd, að eignarnámi fylgja afdráttarlausar skyldur um eignarnámsbætur. Ef farið yrði að tillögu talsmannsins myndi eignabótakrafan nema samanlagðri fjárhæð allra krafnanna og skattborgarar yrðu að standa skil á þeirri kröfu. Talsmaðurinn lagði svo til, að opinberri nefnd yrði falið að afskrifa kröfurnar eftir tilteknum reglum. Ég benti á að þá væri verið að afskrifa kröfur, sem komnar væru í eigu ríkisins og enginn stæði undir þeim afskriftakostnaði annar en skattborgarar. Talsmaður neytenda fullyrti í viðtali við Kastljós, að yrðu tillögur hans samþykktar myndu þær nánast ekki kosta neitt nema kostnað við störf umræddrar nefndar. Ég benti á að það væri þvættingur. Þessi úrræði væru leið til þess að velta öllum vanda lánveitenda íbúðalána yfir á herðar skattborgara. Ekkert af þessu hrekur Benedikt. Hann einfaldlega getur það ekki. Hann hefur engin rök til þess. Þess í stað veitist hann með skattyrðum að Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni fyrir að hafa ekki viljað hlíta hans leiðsögn en ver svo mestri umfjöllun sinni í að andmæla verðtryggingu fjárskuldbindinga, sem verið hefur lengi eins og bögglað roð fyrir brjósti honum. Vissulega væri ástæða til þess að ræða þau mál á grundvelli heiðarlegra samræðustjórnmála. Ég nefnilega man vel þá tíma, þegar sparifé landsmanna brann upp á verðbólgubáli í lágvaxtaumhverfi í háverðbólgu; þegar nánast allur sparnaður landsmanna varð að vera lögþvingaður; þegar aðgangur að lánsfé var skammtaður því lán var nánast sama og gjöf; þegar skömmtunarstjórarnir voru stjórnmálamenn á þingi, í bankaráðum og við stjórn bankanna; þegar víxileyðublöð frá öllum bankastofnunum og sparisjóðum landsins voru í hillum við hliðina á innganginum að fundarsal alþingis og svokallaðir „fyrirgreiðslustjórnmálamenn" gengu um ganga með víxileyðublöðin standandi upp úr öllum vösum. Verðtrygging fjárskuldbindinga batt enda á þennan tíma. Helsti baráttumaður fyrir þeirri lausn hét Vilmundur Gylfason. Hún var leidd í lög fyrir tilstuðlan þáverandi formanns Framsóknarflokksins, Ólafs Jóhannessonar, í lögum, sem við hann eru kennd. Fyrir tilstilli þeirrar breytingar var opnuð leið til sparnaðar og um leið greiður aðgangur jafnt fólks sem fyrirtækja að lánum. Skömmtunarstjórarnir hurfu eins og dögg fyrir sólu. Engin víxileyðublöð sjást lengur í nágrenni við fundarsal Alþingis - og slík blöð standa ekki lengur upp úr vösum fyrirgreiðslustjórnmálamanna. Fólk hefur einfaldlega ekki þurft á þeim að halda til þess að fá aðgang að lánum. Mér er ljóst, að margt fólk á nú við erfiðleika að etja vegna skuldsetningar. Þeim þarf að bjarga, sem hægt er - en sumum er einfaldlega ekki hægt að bjarga. Þeim, sem farið hafa offari í að reyna að lifa á sparnaði annarra verður ekki bjargað. Sú ómótmælanlega staðreynd, að íslensk heimili gerðust í góðæri skuldsettustu heimili í víðri veröld segja mikla sögu. Sú skuldsetning var ekki nauðung. Hins vegar er mikill ábyrgðarhluti að reyna að telja fólki trú um, að hægt sé að bjarga skuldurum án þess að það kosti nokkurn neitt. Engin slík lausn er til. Kostnaðurinn við slíkar aðgerðir er mikill. Byrðarnar munu leggjast annars vegar á skattborgara - þ.á m. á þá sem notuðu góðærið til þess að greiða skuldir sínar eða ekki skuldsettu sig umfram greiðslugetu - og hins vegar á lánveitendur. Og hverjir eru þeir? Þeir eru lífeyrissjóðir landsmanna, sem þegar hafa orðið fyrir miklu tjóni og kemur þá skuldayfirtakan til viðbótar og mun falla á núverandi lífeyrisþega og lífeyrisþega framtíðarinnar með skertum lífeyri. Og þeir eru fólkið, sem enn á sparifé sitt í bönkum og sparisjóðum landsins. Óhjákvæmilegt er með öllu að tjóni bankanna muni verða velt yfir á innistæðueigendur því bankarnir eru ekkert annað en milliliðir á milli þeirra, sem hafa lánað þeim fé og hinna, sem hafa tekið það fé að láni. Í heiðarlegum samræðustjórnmálum felst að ræða hlutina eins og þeir eru en ekki að telja fólki trú um að hægt sé að yfirtaka skuldir fólks án þess að það kosti nokkurn nokkuð. Að predika slík sjónarmið á tímum eins og við nú lifum er beinlínis háskaleg blekking. Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar