Grátandi Norðmenn vegna gjaldþrots Glitnir Privatökonomi 10. mars 2009 10:59 Arne V. Njöten bústjóri í þrotabúi Glitnir Privatökonomi segir að margir fyrrverandi viðskiptavinir þessa fyrrum dótturfélags Glitnis séu grátandi í símanum til hans. Þeir hafa áhyggjur af því að missa hýbýli sín vegna fjárhagsráðgjafar félagsins áður en það varð gjaldþrota. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni e24.no segir að gjaldþrotið komi til kasta skiptaréttarins í Björgvin á næstunni og það sé ekki mikið sem Njöten hafi milli handanna til að leggja fram þar. Raunar hefur Glitnir Privatökonomi skipt um nafn frá því í fyrra og heitir nú Kapitalhuset. Félagið komst í kastljós fjölmiðla í apríl í fyrra er norska fjármálaeftirlitið stöðvaði starfsemi þess vegna alvarlegra brota á norsku verðbréfalöggjöfinni. Glitnir Privatökonomi annaðist fjárfestingaráðgjöf fyrir almenning en í starfsemi sinni hélt fyrirtækið að viðskiptavinum sínum sölu á eigin fjármálaafurðum í stað þess að mæla með þeim afurðum sem kæmu viðskiptavinum þess sem best. Norska fjármálaráðuneytið taldi því að Glitnir Privatökonomi hefði á alvarlegan og kerfisbundinn hátt brotið gegn kröfum í lögum um verðbréfaviðskipti um góða viðskiptahætti og svipti því félagið starfsleyfi sínu. Félagið hafði átta útibú í Noregi þegar það var svipt starfsleyfinu. Í október s.l. var reynt að bjarga rekstrinum með því að fjórir af starfsmönnum félagsins keyptu það af Glitni og breyttu nafni þess i Kapitalhuset. Það gekk ekki og fór félagið í gjaldþrotaskipti. Njöten segir að hann hafi fengið símtöl frá um 60 venjulegum Norðmönnum sem töpuðu sparifé sínu á ráðgjöf félagsins. Margir þeirra lögðu fram veð í íbúðum/húsum sínum til að kaupa fjármálaafurðir þær sem félagið mælti með og óttast nú að missa þessar eigur sínar. Ekki liggur ljóst fyrir hve mikið fæst upp í kröfurnar í þrotabúið. Áður en félagið skipti um nafn námu kröfurnar um 10 milljónum norskra kr. „Við fáum mikið af símtölum þar sem viðskiptavinir telja að þeir eigi skaðabótakröfu á hendur félaginu vegna ráðgjafar þess," segir Njöten. Hann nefnir þó að einhverjar af kröfunum séu tryggðar hjá bandaríska tryggingarrisanum AIG. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Arne V. Njöten bústjóri í þrotabúi Glitnir Privatökonomi segir að margir fyrrverandi viðskiptavinir þessa fyrrum dótturfélags Glitnis séu grátandi í símanum til hans. Þeir hafa áhyggjur af því að missa hýbýli sín vegna fjárhagsráðgjafar félagsins áður en það varð gjaldþrota. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni e24.no segir að gjaldþrotið komi til kasta skiptaréttarins í Björgvin á næstunni og það sé ekki mikið sem Njöten hafi milli handanna til að leggja fram þar. Raunar hefur Glitnir Privatökonomi skipt um nafn frá því í fyrra og heitir nú Kapitalhuset. Félagið komst í kastljós fjölmiðla í apríl í fyrra er norska fjármálaeftirlitið stöðvaði starfsemi þess vegna alvarlegra brota á norsku verðbréfalöggjöfinni. Glitnir Privatökonomi annaðist fjárfestingaráðgjöf fyrir almenning en í starfsemi sinni hélt fyrirtækið að viðskiptavinum sínum sölu á eigin fjármálaafurðum í stað þess að mæla með þeim afurðum sem kæmu viðskiptavinum þess sem best. Norska fjármálaráðuneytið taldi því að Glitnir Privatökonomi hefði á alvarlegan og kerfisbundinn hátt brotið gegn kröfum í lögum um verðbréfaviðskipti um góða viðskiptahætti og svipti því félagið starfsleyfi sínu. Félagið hafði átta útibú í Noregi þegar það var svipt starfsleyfinu. Í október s.l. var reynt að bjarga rekstrinum með því að fjórir af starfsmönnum félagsins keyptu það af Glitni og breyttu nafni þess i Kapitalhuset. Það gekk ekki og fór félagið í gjaldþrotaskipti. Njöten segir að hann hafi fengið símtöl frá um 60 venjulegum Norðmönnum sem töpuðu sparifé sínu á ráðgjöf félagsins. Margir þeirra lögðu fram veð í íbúðum/húsum sínum til að kaupa fjármálaafurðir þær sem félagið mælti með og óttast nú að missa þessar eigur sínar. Ekki liggur ljóst fyrir hve mikið fæst upp í kröfurnar í þrotabúið. Áður en félagið skipti um nafn námu kröfurnar um 10 milljónum norskra kr. „Við fáum mikið af símtölum þar sem viðskiptavinir telja að þeir eigi skaðabótakröfu á hendur félaginu vegna ráðgjafar þess," segir Njöten. Hann nefnir þó að einhverjar af kröfunum séu tryggðar hjá bandaríska tryggingarrisanum AIG.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira