Er 20% skuldaniðurfelling lausnin? Árni Páll Árnason skrifar 2. mars 2009 06:00 Umræðan Skuldaniðurfelling Við þurfum í kjölfar efnahagshruns að laga skuldabyrði heimila og fyrirtækja að greiðslugetu þeirra og þeirri verðmætasköpun sem líkleg er til að standa undir endurgreiðslu skulda til lengri tíma litið. Vegna almennrar eignabólu í landinu á undanförnum árum er ljóst að verulegar skuldir þarf að afskrifa. Spurning er hvernig það verði best gert. Hugmyndir um almenna skuldaniðurfellingu eru óskynsamlegar og hættulegar efnahagslegum stöðugleika. Slíkar hugmyndir gagnast best þeim sem mest skulda og verðlauna þannig með óeðlilegum hætti óábyrga skuldasöfnun. Þær fela í sér miklar eignatilfærslur, því almenna skuldaniðurfellingu þarf óhjákvæmilega að fjármagna með ríkisframlögum og þannig með sköttum. Það er ekki svo að peningar sem hægt er að nýta í þetta verkefni hafi orðið til úr engu með afslætti frá kröfuhöfum í gömlu bankana við tilfærslu eigna úr gömlum bönkum í nýja. Sá afsláttur er ætlaður til að mæta raunverulegu útlánatapi en ekki til að gera Framsóknarmönnum kleift að gera sumum greiða á kostnað annarra. Ef sá háttur verður hafður á munu erlendir kröfuhafa auðvitað með réttu kalla eftir riftun þeirra skuldaskila sem þeim yrði gert að sæta að þessu leyti. Þá er líka ósvarað spurningunni hvers vegna maður sem skuldar 150 milljónir eigi að fá 30 milljónir af almannafé í meðgjöf, en maður sem skuldar 25 milljónir í hóflegri íbúð að fá 5 milljónir af almannafé? Leið þessi leysir heldur ekki úr vanda þess sem fyrr var nefndur og tryggir ekki úrlausn vanda fólks sem ekki getur greitt af hóflegri íbúð vegna atvinnumissis annarar eða beggja fyrirvinna. Eftir sem áður getur sá hópur staðið frammi fyrir fjöldagjaldþroti. Þess vegna þarf raunverulegt úrræði á borð við greiðsluaðlögun, til að auðvelda sem flestum að standa við skuldbindingar sínar. Eftirgjafarleiðin er því villuleið. Hún kann að henta sendisveinum stóreignahópa í Framsókn og Sjálfstæðisflokki, en hún gagnast ekki venjulegu fólki. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan Skuldaniðurfelling Við þurfum í kjölfar efnahagshruns að laga skuldabyrði heimila og fyrirtækja að greiðslugetu þeirra og þeirri verðmætasköpun sem líkleg er til að standa undir endurgreiðslu skulda til lengri tíma litið. Vegna almennrar eignabólu í landinu á undanförnum árum er ljóst að verulegar skuldir þarf að afskrifa. Spurning er hvernig það verði best gert. Hugmyndir um almenna skuldaniðurfellingu eru óskynsamlegar og hættulegar efnahagslegum stöðugleika. Slíkar hugmyndir gagnast best þeim sem mest skulda og verðlauna þannig með óeðlilegum hætti óábyrga skuldasöfnun. Þær fela í sér miklar eignatilfærslur, því almenna skuldaniðurfellingu þarf óhjákvæmilega að fjármagna með ríkisframlögum og þannig með sköttum. Það er ekki svo að peningar sem hægt er að nýta í þetta verkefni hafi orðið til úr engu með afslætti frá kröfuhöfum í gömlu bankana við tilfærslu eigna úr gömlum bönkum í nýja. Sá afsláttur er ætlaður til að mæta raunverulegu útlánatapi en ekki til að gera Framsóknarmönnum kleift að gera sumum greiða á kostnað annarra. Ef sá háttur verður hafður á munu erlendir kröfuhafa auðvitað með réttu kalla eftir riftun þeirra skuldaskila sem þeim yrði gert að sæta að þessu leyti. Þá er líka ósvarað spurningunni hvers vegna maður sem skuldar 150 milljónir eigi að fá 30 milljónir af almannafé í meðgjöf, en maður sem skuldar 25 milljónir í hóflegri íbúð að fá 5 milljónir af almannafé? Leið þessi leysir heldur ekki úr vanda þess sem fyrr var nefndur og tryggir ekki úrlausn vanda fólks sem ekki getur greitt af hóflegri íbúð vegna atvinnumissis annarar eða beggja fyrirvinna. Eftir sem áður getur sá hópur staðið frammi fyrir fjöldagjaldþroti. Þess vegna þarf raunverulegt úrræði á borð við greiðsluaðlögun, til að auðvelda sem flestum að standa við skuldbindingar sínar. Eftirgjafarleiðin er því villuleið. Hún kann að henta sendisveinum stóreignahópa í Framsókn og Sjálfstæðisflokki, en hún gagnast ekki venjulegu fólki. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun