Að baka tóm vandræði 11. desember 2009 05:30 Spunameistarar Samfylkingarinnar finna sífellt ný orð til að slengja fram úr fjóshaugnum sínum. Þau nýjustu eru „kvenfyrirlitning" og „drengjaremba", sem óspart er atað á Framsóknarmenn. Ástæðan er gagnrýni okkar á vinnubrögð og þekkingarskort Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og margra stjórnarliða í Icesave-málinu. Í stað þess að beita þekkingu og rökum eru vopnin helst hroki, yfirlæti og smjörklípur. Þar sem ég vil forðast að falla niður á sama plan og flestir stuðningsmenn Icesave vil ég benda á nokkur dæmi máli okkar til stuðnings. Í fyrsta lagi hefur þingflokksformaður VG staðfest að ríkisstjórnin hafi nánast öll verið tilbúin til að samþykkja Icesave-samningana án þess að hafa lesið þá. Lestur samninganna er forsenda skilnings á þeim, nema stjórnarliðar séu farnir að nýta vinnuaðferðir miðla eða einhliða túlkun íslenskra embættismanna á flóknum alþjóðlegum samningum. Í öðru lagi spurði ég forsætisráðherra um fullyrðingar hennar, fjármálaráðherra og fleiri um að hægt væri að hefja greiðslur úr þrotabúi Landsbankans inn á Icesave-lánið, um leið og búið væri að samþykkja samningana. Benti ég á að slitastjórn gamla Landsbankans hefði ekki í hyggju að greiða neitt úr þrotabúinu fyrr en komin væri niðurstaða í lagaleg ágreiningsmál. Sú niðurstaða mun liggja fyrir eftir 1-2 ár. Forsætisráðherra kom af fjöllum og sýndi þannig skýrt skilningsleysi sitt á málinu öllu. Í þriðja lagi virðast þingmenn Samfylkingarinnar missa málið á Alþingi þegar reynt er að fá þá til að útskýra hvernig þjóðin á að standa undir erlendum skuldum þjóðarbúsins og hvaðan á að fá gjaldeyrinn. Viðskiptajöfnuður er óáhugaverður að þeirra mati og fullyrti einn þingmaður Samfylkingarinnar að hún hefði lítinn áhuga á að ræða krónur í þessu sambandi. Ríkisstjórnin, undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur fátt annað gert frá því að hún tók við völdum en baka þjóðinni vandræði með vanþekkingu sinni og úreltum vinnubrögðum. Því verður að breyta! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Spunameistarar Samfylkingarinnar finna sífellt ný orð til að slengja fram úr fjóshaugnum sínum. Þau nýjustu eru „kvenfyrirlitning" og „drengjaremba", sem óspart er atað á Framsóknarmenn. Ástæðan er gagnrýni okkar á vinnubrögð og þekkingarskort Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og margra stjórnarliða í Icesave-málinu. Í stað þess að beita þekkingu og rökum eru vopnin helst hroki, yfirlæti og smjörklípur. Þar sem ég vil forðast að falla niður á sama plan og flestir stuðningsmenn Icesave vil ég benda á nokkur dæmi máli okkar til stuðnings. Í fyrsta lagi hefur þingflokksformaður VG staðfest að ríkisstjórnin hafi nánast öll verið tilbúin til að samþykkja Icesave-samningana án þess að hafa lesið þá. Lestur samninganna er forsenda skilnings á þeim, nema stjórnarliðar séu farnir að nýta vinnuaðferðir miðla eða einhliða túlkun íslenskra embættismanna á flóknum alþjóðlegum samningum. Í öðru lagi spurði ég forsætisráðherra um fullyrðingar hennar, fjármálaráðherra og fleiri um að hægt væri að hefja greiðslur úr þrotabúi Landsbankans inn á Icesave-lánið, um leið og búið væri að samþykkja samningana. Benti ég á að slitastjórn gamla Landsbankans hefði ekki í hyggju að greiða neitt úr þrotabúinu fyrr en komin væri niðurstaða í lagaleg ágreiningsmál. Sú niðurstaða mun liggja fyrir eftir 1-2 ár. Forsætisráðherra kom af fjöllum og sýndi þannig skýrt skilningsleysi sitt á málinu öllu. Í þriðja lagi virðast þingmenn Samfylkingarinnar missa málið á Alþingi þegar reynt er að fá þá til að útskýra hvernig þjóðin á að standa undir erlendum skuldum þjóðarbúsins og hvaðan á að fá gjaldeyrinn. Viðskiptajöfnuður er óáhugaverður að þeirra mati og fullyrti einn þingmaður Samfylkingarinnar að hún hefði lítinn áhuga á að ræða krónur í þessu sambandi. Ríkisstjórnin, undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur fátt annað gert frá því að hún tók við völdum en baka þjóðinni vandræði með vanþekkingu sinni og úreltum vinnubrögðum. Því verður að breyta! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun