Fullveldið Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 1. desember 2009 06:00 Í viðtækinu má svissa milli Baggalúts og Alþingis: háðhvörfin í útúrsnúningi æringjanna á amerískum slagara, hvað má gefa þeim sem allt á, eru í sláandi mótsögn við heiftarlegar staglumræður um stóru skuldina Icesave. Þar takast á hugmyndir manna sem sitja á pólitískum strandstað eftir að hafa brotið öll okkar skip og hinna sem stóðu hjá og fylgdust úr skjóli stjórnarandstöðu með frækilegum glæfrasiglingum á sundum alþjóðaviðskipta: nú er það þeirra sósíalistanna og sósíaldemókratanna að berjast fyrir að þjóðin taki á sig klafa skulda fyrir óreiðumenn, skjólstæðinga íhaldsins og Framsóknar. Hin sögulega íronía getur tekið á sig stórfenglegar myndir. Og skuldaskilin eru ekki síður stórfengleg: nú eru stjórnvöld krafin um að standa á sínu, ári eftir að uppgjöfin var undirrituð, skilmálar samþykktir í stórum dráttum - og þeir sem þá stóðu að undirritun eru nú kvabbandi við dyrnar og kvarta yfir smáa letrinu. Og enn stækkar sá hópur sem leggur hart að forseta Íslands að nýta málskotsréttinn og skjóta samþykkt þessa skuldasamnings til þeirra sem eiga að taka upp veskið og borga - þjóðarinnar sjálfrar. Er nema von að menn beri ótta í brjósti yfir framtíð lýðveldisins á þessari eyju, telji dag sjálfstæðis liðna - svo langt sem það dugar nema að nafninu til margskuldugum ríkissjóði, gjaldþrota fyrirtækjum og heimilum? Glutruðum við því niður með opin augun? Var lýðveldið fórnin sem við gáfum eftir fyrir einkavæðingar- og viðskiptafrelsisdrauma Verslunarráðs og Sjálfstæðisflokksforystunnar, allra sem fylgdu þeirra hugsjónum um „frelsið" að málum í kosningum eftir kosningum? Rætist það á næsta áratug eru það einhver ömurlegustu eftirmæli um borgaralegar hreyfingar sem má hugsa sér. Á sama hátt væri það athyglisvert hlutskipti hreyfinga sem kenna sig við lýðræði að setja sig upp á móti kröfu Indefence-manna. Ekki hefur í annan tíma verið jafnbrýnt að allir atkvæðabærir menn fái að taka ákvörðun og ábyrgð á þeim dýra samningi sem nú er í umræðu á Alþingi, jafnskjótt og öll samningsatriðin hafa verið afgreidd svo meirihluta þingsins líki - eða líki ekki - því þannig er sá samningur. Ekki er að finna sterkari samningsstöðu en þá að skuldasamningur sem þessi fari í þjóðaratkvæði. Sú afgreiðsla myndi njóta alþjóðlegrar athygli. Hvað sem það þýddi fyrir skuldir lands, bankastofnanir, fyrirtæki og heimili? Vilji menn láta hræðslugæðin lönd og leið og láta skeika á sköpuðu - taka slaginn - er hverjum manni hollast að vita hvaða afleiðingar slík fullveldisyfirlýsing hefur í samfélagi vestrænna ríkja: þá er ríkisstjórnin sem taldi sig hafa meirihluta fyrir samningnum að óbreyttu samsett af ómerkingum, allt embættismannahyskið líka, svo ekki sé talað um stjórnarandstöðuna sem breytir um afstöðu eftir stólum. Yrðu forystumenn fullveldisins þá endanlega afgreiddir í samfélagi þjóðanna sem óreiðumenn líka? Og hvað þýddi færi ríkisábyrgð í þjóðaratkvæði og yrði samþykkt? Eða felld? Ættbálkurinn íslenski stærir sig mjög af þjóðarheitinu. Það er stórt orð Hákot. Í dag er okkur hollt að minnast aðstæðna í Reykjavík 1. desember 1918 í miðjum mannskæðum inflúensufaraldri eftir jarðelda og á nýbyrjuðum hörkuvetri. Þá vorum við fátæk til alls, áttum hvorki för né föt. Hvaða manndóm kjósum við að sýna nú? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Í viðtækinu má svissa milli Baggalúts og Alþingis: háðhvörfin í útúrsnúningi æringjanna á amerískum slagara, hvað má gefa þeim sem allt á, eru í sláandi mótsögn við heiftarlegar staglumræður um stóru skuldina Icesave. Þar takast á hugmyndir manna sem sitja á pólitískum strandstað eftir að hafa brotið öll okkar skip og hinna sem stóðu hjá og fylgdust úr skjóli stjórnarandstöðu með frækilegum glæfrasiglingum á sundum alþjóðaviðskipta: nú er það þeirra sósíalistanna og sósíaldemókratanna að berjast fyrir að þjóðin taki á sig klafa skulda fyrir óreiðumenn, skjólstæðinga íhaldsins og Framsóknar. Hin sögulega íronía getur tekið á sig stórfenglegar myndir. Og skuldaskilin eru ekki síður stórfengleg: nú eru stjórnvöld krafin um að standa á sínu, ári eftir að uppgjöfin var undirrituð, skilmálar samþykktir í stórum dráttum - og þeir sem þá stóðu að undirritun eru nú kvabbandi við dyrnar og kvarta yfir smáa letrinu. Og enn stækkar sá hópur sem leggur hart að forseta Íslands að nýta málskotsréttinn og skjóta samþykkt þessa skuldasamnings til þeirra sem eiga að taka upp veskið og borga - þjóðarinnar sjálfrar. Er nema von að menn beri ótta í brjósti yfir framtíð lýðveldisins á þessari eyju, telji dag sjálfstæðis liðna - svo langt sem það dugar nema að nafninu til margskuldugum ríkissjóði, gjaldþrota fyrirtækjum og heimilum? Glutruðum við því niður með opin augun? Var lýðveldið fórnin sem við gáfum eftir fyrir einkavæðingar- og viðskiptafrelsisdrauma Verslunarráðs og Sjálfstæðisflokksforystunnar, allra sem fylgdu þeirra hugsjónum um „frelsið" að málum í kosningum eftir kosningum? Rætist það á næsta áratug eru það einhver ömurlegustu eftirmæli um borgaralegar hreyfingar sem má hugsa sér. Á sama hátt væri það athyglisvert hlutskipti hreyfinga sem kenna sig við lýðræði að setja sig upp á móti kröfu Indefence-manna. Ekki hefur í annan tíma verið jafnbrýnt að allir atkvæðabærir menn fái að taka ákvörðun og ábyrgð á þeim dýra samningi sem nú er í umræðu á Alþingi, jafnskjótt og öll samningsatriðin hafa verið afgreidd svo meirihluta þingsins líki - eða líki ekki - því þannig er sá samningur. Ekki er að finna sterkari samningsstöðu en þá að skuldasamningur sem þessi fari í þjóðaratkvæði. Sú afgreiðsla myndi njóta alþjóðlegrar athygli. Hvað sem það þýddi fyrir skuldir lands, bankastofnanir, fyrirtæki og heimili? Vilji menn láta hræðslugæðin lönd og leið og láta skeika á sköpuðu - taka slaginn - er hverjum manni hollast að vita hvaða afleiðingar slík fullveldisyfirlýsing hefur í samfélagi vestrænna ríkja: þá er ríkisstjórnin sem taldi sig hafa meirihluta fyrir samningnum að óbreyttu samsett af ómerkingum, allt embættismannahyskið líka, svo ekki sé talað um stjórnarandstöðuna sem breytir um afstöðu eftir stólum. Yrðu forystumenn fullveldisins þá endanlega afgreiddir í samfélagi þjóðanna sem óreiðumenn líka? Og hvað þýddi færi ríkisábyrgð í þjóðaratkvæði og yrði samþykkt? Eða felld? Ættbálkurinn íslenski stærir sig mjög af þjóðarheitinu. Það er stórt orð Hákot. Í dag er okkur hollt að minnast aðstæðna í Reykjavík 1. desember 1918 í miðjum mannskæðum inflúensufaraldri eftir jarðelda og á nýbyrjuðum hörkuvetri. Þá vorum við fátæk til alls, áttum hvorki för né föt. Hvaða manndóm kjósum við að sýna nú?
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun