Valur bikarmeistari karla Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2009 15:50 Valsmenn fögnuðu vel í dag. Mynd/Daníel Valur tryggði sér í dag bikarmeistaratitilinn í karlaflokki með öruggum sigri á 1. deildarliði Gróttu, 31-24. Valsmönnum tókst þar með að verja titilinn sem þeir unnu í fyrra. Valsmenn náðu mest átta marka forskoti í fyrri hálfleik en Gróttumenn komu til baka í síðari hálfleik og náðu mest að minnka muninn í tvö mörk. Þá sögðu Valsmenn hingað og ekki lengra. Stigu á bensínið og stungu Gróttumenn af á nýjan leik. Sigurður Eggertsson var markahæstur Valsmanna með 7 mörk. Heimir Örn Árnason skoraði 5. Ólafur Haukur Gíslason varði 9 skot. Finnur Ingi Stefánsson og Arnar Freyr Theodórsson voru bestir hjá Gróttu með 7 mörk hvor. Hlynur Morthens einnig sterkur í markinu með 14 varða bolta. Fylgst var með leiknum í beinni lýsingu á Vísi og leiklýsinguna má sjá hér að neðan. 56. mín: Þetta er búið. Valur með sjö marka forskot og 4 mínútur eftir. 28-21. 52. mín: Grótta hefur fengið tækifæri til að koma sér í leikinn en hafa verið klaufar og kastað frá sér boltanum meðal annars. Grótta þarf kraftaverk til að vinna þennan leik. 26-20 fyrir Val. 47. mín: Valsmenn virðast vera að sigla þessu í höfn. 24-17 fyrir Val. 41. mín: Valsmenn rönkuðu við sér og hafa náð muninum aftur í sex mörk. Sigurður Eggertsson hefur farið mikinn. 21-15 fyrir Val. 35. mín: Allt annað að sjá Gróttuliðið. Það er komin trú á verkefnið og þeir berjast líkt og óðir væru gegn sterkum Valsmönnum sem virðist vera brugðið við óvænta mótspyrnu. 16-13 fyrir Val. 32. mín: Grótta skorar tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks. 14-11 og smá spenna að koma í leikinn. Hálfleikur: 14-9 fyrir Val. Grótta átti fínan endasprett, skoraði þrjú síðustu mörk hálfleiksins og lagaði stöðuna. Arnar Freyr og Finnur Ingi Stefánsson hafa báðir skorað þrjú mörk fyrir Gróttu. Hlynur Morthens hefur varið sjö skot í markinu. Hjá Val er Sigurður markahæstur með mörkin sín þrjú. Ólafur Haukur Gíslason hefur varið sex skot, þar af eitt víti. 24. mín: Lítið að breytast. Valur með sjö marka forskot, 12-5. Arnar Freyr skorað þrjú af mörkum Gróttu. Sá eini með meðvitund í liðinu. 17. mín: Valur með hreðjatak á leiknum en leikur Gróttu aðeins að skána. Ekki mikið samt. 10-3 fyrir Val. 11. mín. Arnar Freyr Theodórsson skoraði fyrsta mark Gróttu eftir rúmlega 10 mínútna leik. 6-1. 8. mín: Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Gróttu, tekur leikhlé enda staðan orðin 5-0 fyrir Val og Gróttumenn eiga engin svör við sterkum varnarleik Vals. Sigurður Eggertsson er heitur og hefur skorað þrjú mörk. 5. mín: Gróttu gengur illa að höndla spennustigið og finnur vart glufu á vörn Vals. Valsmenn beittir og reyna að keyra upp hraðann. Staðan 3-0 fyrir Val. Byrjunin lofar ekki góðu fyrir Seltirninga. Íslenski handboltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Valur tryggði sér í dag bikarmeistaratitilinn í karlaflokki með öruggum sigri á 1. deildarliði Gróttu, 31-24. Valsmönnum tókst þar með að verja titilinn sem þeir unnu í fyrra. Valsmenn náðu mest átta marka forskoti í fyrri hálfleik en Gróttumenn komu til baka í síðari hálfleik og náðu mest að minnka muninn í tvö mörk. Þá sögðu Valsmenn hingað og ekki lengra. Stigu á bensínið og stungu Gróttumenn af á nýjan leik. Sigurður Eggertsson var markahæstur Valsmanna með 7 mörk. Heimir Örn Árnason skoraði 5. Ólafur Haukur Gíslason varði 9 skot. Finnur Ingi Stefánsson og Arnar Freyr Theodórsson voru bestir hjá Gróttu með 7 mörk hvor. Hlynur Morthens einnig sterkur í markinu með 14 varða bolta. Fylgst var með leiknum í beinni lýsingu á Vísi og leiklýsinguna má sjá hér að neðan. 56. mín: Þetta er búið. Valur með sjö marka forskot og 4 mínútur eftir. 28-21. 52. mín: Grótta hefur fengið tækifæri til að koma sér í leikinn en hafa verið klaufar og kastað frá sér boltanum meðal annars. Grótta þarf kraftaverk til að vinna þennan leik. 26-20 fyrir Val. 47. mín: Valsmenn virðast vera að sigla þessu í höfn. 24-17 fyrir Val. 41. mín: Valsmenn rönkuðu við sér og hafa náð muninum aftur í sex mörk. Sigurður Eggertsson hefur farið mikinn. 21-15 fyrir Val. 35. mín: Allt annað að sjá Gróttuliðið. Það er komin trú á verkefnið og þeir berjast líkt og óðir væru gegn sterkum Valsmönnum sem virðist vera brugðið við óvænta mótspyrnu. 16-13 fyrir Val. 32. mín: Grótta skorar tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks. 14-11 og smá spenna að koma í leikinn. Hálfleikur: 14-9 fyrir Val. Grótta átti fínan endasprett, skoraði þrjú síðustu mörk hálfleiksins og lagaði stöðuna. Arnar Freyr og Finnur Ingi Stefánsson hafa báðir skorað þrjú mörk fyrir Gróttu. Hlynur Morthens hefur varið sjö skot í markinu. Hjá Val er Sigurður markahæstur með mörkin sín þrjú. Ólafur Haukur Gíslason hefur varið sex skot, þar af eitt víti. 24. mín: Lítið að breytast. Valur með sjö marka forskot, 12-5. Arnar Freyr skorað þrjú af mörkum Gróttu. Sá eini með meðvitund í liðinu. 17. mín: Valur með hreðjatak á leiknum en leikur Gróttu aðeins að skána. Ekki mikið samt. 10-3 fyrir Val. 11. mín. Arnar Freyr Theodórsson skoraði fyrsta mark Gróttu eftir rúmlega 10 mínútna leik. 6-1. 8. mín: Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Gróttu, tekur leikhlé enda staðan orðin 5-0 fyrir Val og Gróttumenn eiga engin svör við sterkum varnarleik Vals. Sigurður Eggertsson er heitur og hefur skorað þrjú mörk. 5. mín: Gróttu gengur illa að höndla spennustigið og finnur vart glufu á vörn Vals. Valsmenn beittir og reyna að keyra upp hraðann. Staðan 3-0 fyrir Val. Byrjunin lofar ekki góðu fyrir Seltirninga.
Íslenski handboltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira