Mikill munur á tekjum auðmanna Sigríður Mogensen skrifar 30. júlí 2009 18:44 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með lang hæstu tekjurnar af bankastjórum föllnu bankanna í fyrra, eða rúmar 35 milljónir á mánuði. Mikill munur var á tekjum bankastjóranna og sömu sögu er að segja af þekktum mönnum úr íslensku viðskiptalífi sem voru með á bilinu 300 þúsund til sjö milljónir á mánuði. Útreikningar fréttastofu byggja á greiddu útsvari. Um er að ræða tekjur á mánuði árið 2008. Elín Sigfúsdóttir var ráðin bankastjóri Nýja Landsbankans strax eftir hrun. Hún var áður yfirmaður fyrirtækjasviðs Landsbankans. Hún var með rúmar tólf milljónir á mánuði í tekjur á síðasta ári. Hinir ríkisbankastjórarnir voru með heldur lægri tekjur. Brina Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var með 4,6 milljónir en hún starfaði hjá Glitni. Finnur Sveinbjörnsson hjá Kaupþingi, sem vann meðal annars sem ráðgjafi stjórnvalda í efnahagsmálum, var með 3,6 milljónir í tekjur. Og Ásmundur, sem tók við Landsbankanum af Elínu, var með 1,6 milljón í mánaðartekjur. Gríðarlegur munur var í fyrra á tekjum bankastjóra föllnu bankanna. Hreiðar Már Sigurðsson, þáverandi forstjóri Kaupþings, var með lang hæstu tekjurnar eða rúmar 35 milljónir króna á mánuði. Sigurjón Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, fylgdi á eftir með tæpar 23 milljónir á mánuði, en hans aðal starfsstöð var í London. Halldór Kristjánsson, sem starfaði við hlið Sigurjóns sem bankastjóri, fékk einungis tæpan þriðjung af tekjum kollega síns eða 6 og hálfa milljón á mánuði. Þá þénaði Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis um 2,4 milljónir á mánuði. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var með tæpar 700 þúsund krónur í mánaðarlaun miðað við greitt útsvar en hann hefur verið búsettur í Bretlandi um langa hríð. Mánaðartekjur Róberts Wessman voru rúmar 7 milljónir og Jón Ásgeir Jóhannesson þénaði rúmar 4 milljónir á mánuði í fyrra. Pálmi Haraldsson var einnig með rúmar 4 milljónir í mánaðartekjur. Félag hans Fons hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti maður Íslands undanfarin ár, var með rúmar 2 milljónir á mánuði en fastlega má gera ráð fyrir að hann hafi greitt mun hærri skatta í Bretlandi. Karl Wernersson, sem stýrði félaginu Milestone sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, var með eina og hálfa milljón í mánaðartekjur. Björgólfur Guðmundsson þénaði 860 þúsund. Og Hannes Smárason var með 350 þúsund, en hann er búsettur í London. Magnús Þorsteinsson var með 272 þúsund í tekjur á mánuði í fyrra. Bú Magnúsar hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og hefur hann flutt lögheimili sitt til Rússlands. Tekjur þúsund Íslendinga eru nú aðgengilegar á Vísi, lesendum að kostnaðarlausu. Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur 1000 Íslendinga: Skoðaðu frítt á Vísi Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með hæstu tekjur allra Íslendinga á síðasta ári samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra sem lögð var fram í dag. Hreiðar Már var með rúmar 35 milljónir á mánuði í tekjur. 30. júlí 2009 17:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með lang hæstu tekjurnar af bankastjórum föllnu bankanna í fyrra, eða rúmar 35 milljónir á mánuði. Mikill munur var á tekjum bankastjóranna og sömu sögu er að segja af þekktum mönnum úr íslensku viðskiptalífi sem voru með á bilinu 300 þúsund til sjö milljónir á mánuði. Útreikningar fréttastofu byggja á greiddu útsvari. Um er að ræða tekjur á mánuði árið 2008. Elín Sigfúsdóttir var ráðin bankastjóri Nýja Landsbankans strax eftir hrun. Hún var áður yfirmaður fyrirtækjasviðs Landsbankans. Hún var með rúmar tólf milljónir á mánuði í tekjur á síðasta ári. Hinir ríkisbankastjórarnir voru með heldur lægri tekjur. Brina Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var með 4,6 milljónir en hún starfaði hjá Glitni. Finnur Sveinbjörnsson hjá Kaupþingi, sem vann meðal annars sem ráðgjafi stjórnvalda í efnahagsmálum, var með 3,6 milljónir í tekjur. Og Ásmundur, sem tók við Landsbankanum af Elínu, var með 1,6 milljón í mánaðartekjur. Gríðarlegur munur var í fyrra á tekjum bankastjóra föllnu bankanna. Hreiðar Már Sigurðsson, þáverandi forstjóri Kaupþings, var með lang hæstu tekjurnar eða rúmar 35 milljónir króna á mánuði. Sigurjón Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, fylgdi á eftir með tæpar 23 milljónir á mánuði, en hans aðal starfsstöð var í London. Halldór Kristjánsson, sem starfaði við hlið Sigurjóns sem bankastjóri, fékk einungis tæpan þriðjung af tekjum kollega síns eða 6 og hálfa milljón á mánuði. Þá þénaði Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis um 2,4 milljónir á mánuði. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var með tæpar 700 þúsund krónur í mánaðarlaun miðað við greitt útsvar en hann hefur verið búsettur í Bretlandi um langa hríð. Mánaðartekjur Róberts Wessman voru rúmar 7 milljónir og Jón Ásgeir Jóhannesson þénaði rúmar 4 milljónir á mánuði í fyrra. Pálmi Haraldsson var einnig með rúmar 4 milljónir í mánaðartekjur. Félag hans Fons hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti maður Íslands undanfarin ár, var með rúmar 2 milljónir á mánuði en fastlega má gera ráð fyrir að hann hafi greitt mun hærri skatta í Bretlandi. Karl Wernersson, sem stýrði félaginu Milestone sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, var með eina og hálfa milljón í mánaðartekjur. Björgólfur Guðmundsson þénaði 860 þúsund. Og Hannes Smárason var með 350 þúsund, en hann er búsettur í London. Magnús Þorsteinsson var með 272 þúsund í tekjur á mánuði í fyrra. Bú Magnúsar hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og hefur hann flutt lögheimili sitt til Rússlands. Tekjur þúsund Íslendinga eru nú aðgengilegar á Vísi, lesendum að kostnaðarlausu.
Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur 1000 Íslendinga: Skoðaðu frítt á Vísi Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með hæstu tekjur allra Íslendinga á síðasta ári samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra sem lögð var fram í dag. Hreiðar Már var með rúmar 35 milljónir á mánuði í tekjur. 30. júlí 2009 17:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Tekjur 1000 Íslendinga: Skoðaðu frítt á Vísi Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með hæstu tekjur allra Íslendinga á síðasta ári samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra sem lögð var fram í dag. Hreiðar Már var með rúmar 35 milljónir á mánuði í tekjur. 30. júlí 2009 17:07