Um þetta var kosið Guðmundur Andri Thorsson skrifar 27. apríl 2009 06:00 Evrópusambandið er borð að sitja við; það er vettvangur þar sem málum er ráðið - það er hugsunarháttur þar sem hver og einn lærir að taka tillit til annarra þegar reynt er að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Það er ekki Paradís þar sem smjör drýpur af hverju strái og akrar vaxa ósánir og það er ekki Höll Réttlætisins þar sem allt er gott og rétt og eilíft sem frá því kemur. Og það er ekki nammibúð þar sem hægt er að valsa um og láta greipar sópa í trausti þess að mamma og pabbi komi og borgi eins og útrásarbjálfarnir héldu. Evrópusambandið er heldur ekki vondur kall sem rennir glyrnunum græðgislega yfir íslenskar auðlindir; það er ekki kapítalískt samsæri um að hirða af okkur síðustu reyturnar (nema þá að því leyti sem þjóðskipulag vestrænna ríkja er slíkt kapítalískt samsæri). Það er samráðsvettvangur; það snýst um samstarf. Það er borð að sitja við. Hrörnar þöllÞað er skjól sem þjóðir Evrópu hafa hver af annarri og veita hver annarri. Margir Íslendingar drógu rangar ályktanir af því í haust þegar EES (þar á meðal „norrænar vinaþjóðir") stóð með Bretum og Hollendingum í kröfugerð þeirra á hendur Íslendingum: þá heyrðist stundum sagt að EES væri „á móti okkur" og því hefðum við ekkert þangað að sækja; og stuðningur við aðild snarminnkaði í kjölfarið. Fólk virtist ekki átta sig á því að þetta var einmitt til vitnis um að EES stendur með „sínum ríkjum" gegn utanaðkomandi, og að Íslendingar hefðu ekki mætt þessu viðmóti hefðu þeir verið innan sambandsins. Útrásarglóparnir hefðu reyndar aldrei fengið að valsa svona um óáreittir heldur innan EES…Það er önnur saga. Og þó: Í haust hrundi ekki bara íslenskt bankakerfi heldur líka íslenskt hugmyndakerfi, sjálfstæðisstefnan, þetta einkennilega sambland af oflæti og fákænsku sem réði för hér á landi í stóru og smáu í glópagullæðinu. Þessi hugmynd hins óveraldarvana um að hann búi yfir einhverjum sérstökum eiginleikum sem ekki þekkist að öðru leyti hjá mannkyninu. Þessi derringur sem ruglað var saman við heilbrigt stolt. Þessi þvergirðingsháttur sem ruglað er saman við sjálfstæði. Þessi fáránlega hugmynd að hagsmunir mínir og Jóns og Gunnu fari saman við hagsmuni sægreifanna. Allur þessi taumlausi dellugangur krakka með alltof mikla peninga milli handanna, þegar við Íslendingar vorum Silvía Nótt… Samt stóð þetta allt í Hávamálum - hefðu menn bara gefið sér tíma til að lesa þau og hugleiða boðskap þeirra um hógværð, kænsku og hófsemi, ekki síst meðal annarra þjóða: Vits er þörf / þeim er víða ratar…Þar stendur líka: „Hrörnar þöll / sú er stendur þorpi á / hlýrat henni börkur né barr": það er að segja: furan hrörnar sem stendur á berangri, hvorki börkur né barr dugir til að hlífa henni. Sem sagt: skjól. Á MarkaðstorginuEvrópusambandið er torg. Þar stendur kelling og hrópar: „Vínber! Nýjar agúrkur!" og fögur stúlka selur þar appelsínur eins og beint út úr ljóði eftir Sigurð Pálsson. Þar er íbygginn fisksali, andfúll frímerkjasafnari og manískur teppakaupmaður. Þar sitja þarflaus karldýr yfir calvadosi og sagnalist. Þar eru krakkar að býtta á kortum. Þar eru verðbréfasalar að yrkja sitt fé. Þar er hist og skvaldrað og borin saman epli og appelsínur. Og kannski ganga þar hjá stóreyg íslenskt hjón í alltof dýrum en númeri of litlum leðurjökkum. Miklu er talið varða á þessu torgi að allir sem bjóða varning sinn geri það á sömu forsendum og sömu kjörum - sitji við sama borð, uppfylli sömu kröfur, standi jafnfætis: þaðan koma tröllasögurnar um staðla á skrúfum og bananabogum. En við vorum að kjósa um það í fyrradag hvort við eigum þarna heima.Við kusum í fyrradag um Ísland. Við kusum gegn sjálfstæðisstefnunni - félagi sannra Íslendinga - hugmyndafræðinni sem kom þjóðinni á vonarvöl á síðasta ári. Við kusum gegn árinu 2007, gegn derringnum, gegn græðginni, gegn bandalagi kaupahéðna og pólitíkusa, gegn útsölu á auðlindum þjóðarinnar, gegn innleiðingu stéttaskiptingar, gegn hugsjóninni um misskiptingu. Gegn hruninu. Við kusum gegn grillunum um Æðislegu Íslendingana sem Allt vita og á Engum þurfa að halda. Við kusum gegn hugmyndinni um Ísland sem laumufarþega í Evrópu. Því að fullvalda telst sú þjóð ein sem situr við sama borð og aðrar þjóðir þegar málum er ráðið, er þjóð meðal þjóða, ber höfuðið hátt, veit hver hún er og treystir sér til að taka þátt í samstarfi við aðrar þjóðir.Evrópusambandið er borð að sitja við. Setjumst... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun
Evrópusambandið er borð að sitja við; það er vettvangur þar sem málum er ráðið - það er hugsunarháttur þar sem hver og einn lærir að taka tillit til annarra þegar reynt er að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Það er ekki Paradís þar sem smjör drýpur af hverju strái og akrar vaxa ósánir og það er ekki Höll Réttlætisins þar sem allt er gott og rétt og eilíft sem frá því kemur. Og það er ekki nammibúð þar sem hægt er að valsa um og láta greipar sópa í trausti þess að mamma og pabbi komi og borgi eins og útrásarbjálfarnir héldu. Evrópusambandið er heldur ekki vondur kall sem rennir glyrnunum græðgislega yfir íslenskar auðlindir; það er ekki kapítalískt samsæri um að hirða af okkur síðustu reyturnar (nema þá að því leyti sem þjóðskipulag vestrænna ríkja er slíkt kapítalískt samsæri). Það er samráðsvettvangur; það snýst um samstarf. Það er borð að sitja við. Hrörnar þöllÞað er skjól sem þjóðir Evrópu hafa hver af annarri og veita hver annarri. Margir Íslendingar drógu rangar ályktanir af því í haust þegar EES (þar á meðal „norrænar vinaþjóðir") stóð með Bretum og Hollendingum í kröfugerð þeirra á hendur Íslendingum: þá heyrðist stundum sagt að EES væri „á móti okkur" og því hefðum við ekkert þangað að sækja; og stuðningur við aðild snarminnkaði í kjölfarið. Fólk virtist ekki átta sig á því að þetta var einmitt til vitnis um að EES stendur með „sínum ríkjum" gegn utanaðkomandi, og að Íslendingar hefðu ekki mætt þessu viðmóti hefðu þeir verið innan sambandsins. Útrásarglóparnir hefðu reyndar aldrei fengið að valsa svona um óáreittir heldur innan EES…Það er önnur saga. Og þó: Í haust hrundi ekki bara íslenskt bankakerfi heldur líka íslenskt hugmyndakerfi, sjálfstæðisstefnan, þetta einkennilega sambland af oflæti og fákænsku sem réði för hér á landi í stóru og smáu í glópagullæðinu. Þessi hugmynd hins óveraldarvana um að hann búi yfir einhverjum sérstökum eiginleikum sem ekki þekkist að öðru leyti hjá mannkyninu. Þessi derringur sem ruglað var saman við heilbrigt stolt. Þessi þvergirðingsháttur sem ruglað er saman við sjálfstæði. Þessi fáránlega hugmynd að hagsmunir mínir og Jóns og Gunnu fari saman við hagsmuni sægreifanna. Allur þessi taumlausi dellugangur krakka með alltof mikla peninga milli handanna, þegar við Íslendingar vorum Silvía Nótt… Samt stóð þetta allt í Hávamálum - hefðu menn bara gefið sér tíma til að lesa þau og hugleiða boðskap þeirra um hógværð, kænsku og hófsemi, ekki síst meðal annarra þjóða: Vits er þörf / þeim er víða ratar…Þar stendur líka: „Hrörnar þöll / sú er stendur þorpi á / hlýrat henni börkur né barr": það er að segja: furan hrörnar sem stendur á berangri, hvorki börkur né barr dugir til að hlífa henni. Sem sagt: skjól. Á MarkaðstorginuEvrópusambandið er torg. Þar stendur kelling og hrópar: „Vínber! Nýjar agúrkur!" og fögur stúlka selur þar appelsínur eins og beint út úr ljóði eftir Sigurð Pálsson. Þar er íbygginn fisksali, andfúll frímerkjasafnari og manískur teppakaupmaður. Þar sitja þarflaus karldýr yfir calvadosi og sagnalist. Þar eru krakkar að býtta á kortum. Þar eru verðbréfasalar að yrkja sitt fé. Þar er hist og skvaldrað og borin saman epli og appelsínur. Og kannski ganga þar hjá stóreyg íslenskt hjón í alltof dýrum en númeri of litlum leðurjökkum. Miklu er talið varða á þessu torgi að allir sem bjóða varning sinn geri það á sömu forsendum og sömu kjörum - sitji við sama borð, uppfylli sömu kröfur, standi jafnfætis: þaðan koma tröllasögurnar um staðla á skrúfum og bananabogum. En við vorum að kjósa um það í fyrradag hvort við eigum þarna heima.Við kusum í fyrradag um Ísland. Við kusum gegn sjálfstæðisstefnunni - félagi sannra Íslendinga - hugmyndafræðinni sem kom þjóðinni á vonarvöl á síðasta ári. Við kusum gegn árinu 2007, gegn derringnum, gegn græðginni, gegn bandalagi kaupahéðna og pólitíkusa, gegn útsölu á auðlindum þjóðarinnar, gegn innleiðingu stéttaskiptingar, gegn hugsjóninni um misskiptingu. Gegn hruninu. Við kusum gegn grillunum um Æðislegu Íslendingana sem Allt vita og á Engum þurfa að halda. Við kusum gegn hugmyndinni um Ísland sem laumufarþega í Evrópu. Því að fullvalda telst sú þjóð ein sem situr við sama borð og aðrar þjóðir þegar málum er ráðið, er þjóð meðal þjóða, ber höfuðið hátt, veit hver hún er og treystir sér til að taka þátt í samstarfi við aðrar þjóðir.Evrópusambandið er borð að sitja við. Setjumst...