Þjóðin á að afstýra klofningi Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 6. janúar 2009 06:00 Eftir margra vikna kröfu almennings um að gengið verði til kosninga eru stjórnarflokkarnir nú að deila um hvað eigi að kjósa um fyrst; hvort eigi að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið eða til Alþingis. Hugmyndin um að hafa sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður hafa nú sprottið upp innan þriggja flokka. Fyrst hjá Framsóknarflokknum, svo Vinstri grænum og nú síðast mælti Geir H. Haarde fyrir slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu sem mögulegri leið og mun hann líklega mæla með henni sem „þriðju leiðinni" til sátta milli fylkinga í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins í lok janúar. Það sem einkennir þessa tillögu um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu virðist nefnilega ekki vera sérstök lýðræðisást, heldur er hún ákveðin lausn til að leysa innanflokksdeilur sem snúast um mögulega aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hingað til ekki verið talinn sérstakur talsmaður þess að leita til þjóðarinnar með úrlausn ágreiningsefna, heldur hafa talsmenn hans frekar talið upp erfiðleikana sem þjóðaratkvæðagreiðslu fylgir. Í þessu tekur Geir nú upp eftir Framsóknarflokknum, sem lagði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður til þess að ná sátt milli tveggja arma sem virtust á góðri leið með að kljúfa þennan annars litla flokk í tvennt. Tilgangur Vinstri grænna með tillögunni var annar, sá að sýna lit í Evrópuumræðunni til að verða gjaldgengur samstarfsflokkur í ríkisstjórn í augum Samfylkingarinnar. Eins og fram hefur komið í ummælum Steingríms J. Sigfússonar, bæði í Morgunblaðinu og í Ríkisútvarpinu, er hann hreint ekki ákafur í að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur telur að fyrst eigi að boða til alþingiskosninga, þá sé hægt síðar meir að huga að þjóðaratkvæðinu, þegar nægur tími hefur gefist í umræður um kosti og galla aðildarviðræðna. Enn síðar sé svo hægt að huga að stjórnarskrárbreytingu vegna aðildarviðræðna, sem krefst nýrra alþingiskosninga. Ef þingkosningar verða haldnar í vor er þó ekki ólíklegt að þær muni snúast um tvennt; efnahagsmál og því samtengt Evrópusambandið. Eins og sést á nýjustu könnun Capacent Gallup fyrir Samtök iðnaðarins eru nú rúmlega 65 prósent hlynntir aðildarviðræðum. Undanfarin fimm ár, hið minnsta, hefur verið meirihlutavilji fyrir viðræðunum, þrátt fyrir að óákveðnir séu teknir með. Það er því ekki svo að áhuginn nú sé einhver bóla. Það sem breytir myndinni er að nú er aukinn þrýstingur og nauðsyn til þess að fylgja þessari skoðun eftir. Evrópusambandsaðild hefur aldrei verið kosningamál. Hvorki í síðustu alþingiskosningum né þar á undan. Evrópusambandsmál hafa ekki náð að snerta pyngju almennings með þeim hætti að verða kosningamál. Það hefur nú breyst með hruni efnahagslífsins, en á því ber veikburða króna drjúga ábyrgð. Kall Evrópusambandssinna nú er kall á stöðugleika og festu, sem aldrei hefur verið mikilvægara. Því er tekið undir sem aldrei fyrr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun
Eftir margra vikna kröfu almennings um að gengið verði til kosninga eru stjórnarflokkarnir nú að deila um hvað eigi að kjósa um fyrst; hvort eigi að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið eða til Alþingis. Hugmyndin um að hafa sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður hafa nú sprottið upp innan þriggja flokka. Fyrst hjá Framsóknarflokknum, svo Vinstri grænum og nú síðast mælti Geir H. Haarde fyrir slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu sem mögulegri leið og mun hann líklega mæla með henni sem „þriðju leiðinni" til sátta milli fylkinga í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins í lok janúar. Það sem einkennir þessa tillögu um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu virðist nefnilega ekki vera sérstök lýðræðisást, heldur er hún ákveðin lausn til að leysa innanflokksdeilur sem snúast um mögulega aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hingað til ekki verið talinn sérstakur talsmaður þess að leita til þjóðarinnar með úrlausn ágreiningsefna, heldur hafa talsmenn hans frekar talið upp erfiðleikana sem þjóðaratkvæðagreiðslu fylgir. Í þessu tekur Geir nú upp eftir Framsóknarflokknum, sem lagði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður til þess að ná sátt milli tveggja arma sem virtust á góðri leið með að kljúfa þennan annars litla flokk í tvennt. Tilgangur Vinstri grænna með tillögunni var annar, sá að sýna lit í Evrópuumræðunni til að verða gjaldgengur samstarfsflokkur í ríkisstjórn í augum Samfylkingarinnar. Eins og fram hefur komið í ummælum Steingríms J. Sigfússonar, bæði í Morgunblaðinu og í Ríkisútvarpinu, er hann hreint ekki ákafur í að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur telur að fyrst eigi að boða til alþingiskosninga, þá sé hægt síðar meir að huga að þjóðaratkvæðinu, þegar nægur tími hefur gefist í umræður um kosti og galla aðildarviðræðna. Enn síðar sé svo hægt að huga að stjórnarskrárbreytingu vegna aðildarviðræðna, sem krefst nýrra alþingiskosninga. Ef þingkosningar verða haldnar í vor er þó ekki ólíklegt að þær muni snúast um tvennt; efnahagsmál og því samtengt Evrópusambandið. Eins og sést á nýjustu könnun Capacent Gallup fyrir Samtök iðnaðarins eru nú rúmlega 65 prósent hlynntir aðildarviðræðum. Undanfarin fimm ár, hið minnsta, hefur verið meirihlutavilji fyrir viðræðunum, þrátt fyrir að óákveðnir séu teknir með. Það er því ekki svo að áhuginn nú sé einhver bóla. Það sem breytir myndinni er að nú er aukinn þrýstingur og nauðsyn til þess að fylgja þessari skoðun eftir. Evrópusambandsaðild hefur aldrei verið kosningamál. Hvorki í síðustu alþingiskosningum né þar á undan. Evrópusambandsmál hafa ekki náð að snerta pyngju almennings með þeim hætti að verða kosningamál. Það hefur nú breyst með hruni efnahagslífsins, en á því ber veikburða króna drjúga ábyrgð. Kall Evrópusambandssinna nú er kall á stöðugleika og festu, sem aldrei hefur verið mikilvægara. Því er tekið undir sem aldrei fyrr.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun