Tragikómískar u-beygjur Jón Kaldal skrifar 10. júní 2009 06:00 Umræðan á Alþingi um Iesave-samninginn hefur verið lærdómsríkt hraðnámskeið fyrir fólkið í landinu, á að minnsta kosti tvo vegu. Fyrri hlutinn snýr að því hversu rígfastir margir þingmannanna okkar eru í þeim gömlu stellingum að freista þess að bregða fæti fyrir pólitíska andstæðinga með öllum tiltækum ráðum. Það er engu líkara en sumir á þinginu átti sig ekki á því að hér eru fjölmörg mál á heljarþröm. Áfram skal karpað með málfundarstælum og stóryrðum eins og menn séu staddir í miðri kosningabaráttu en ekki á sumarþingi sem er til boðað af neyðarástæðum. Það er óskandi að sem flestir nýir þingmenn hafi sjálfstraust til að setja sinn eigin svip á starfið, í stað þess að hegða sér eins og þeir halda að stjórnmálamenn eigi að koma fram. Það var kallað eftir endurnýjun fyrir kosningar. Hún fékkst þegar fjölmargir nýliðar settust á Alþingi. Það eru vörusvik ef þeir ætla aðeins að þiggja kennslu frá þeim sem fyrir eru á fleti en ekki að aðstoða þá við að læra nýja siði og víkka sjóndeildarhringinn. Síðari hluti Icesave-samninga hraðnámskeiðisins bregður svo óvenju góðu ljósi á hvernig það fer með stjórnmálamenn að vera annars vegar innan stjórnar og hins vegar í stjórnarandstöðu. Sá stutti tími sem leið milli þess að Sjálfstæðisflokkur og VG höfðu sætaskipti í ríkisstjórn, sem glímir við nákvæmlega sömu lykilmál, dregur upp óvenju skarpa og skýra mynd af hugarheimi stjórnmálamanns við breyttar aðstæður. Aðalleikararnir eru tveir. Báðir formenn í sínum flokkum. Fyrir fáeinum mánuðum mátti stjórnarandstöðuþingmaðurinn Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, ekki heyra á það minnst að gengið yrði til samninga við Breta og Hollendinga um ábyrgð ríkisins á Icesave-reikningunum. Um helgina skrifaði hann þó undir slíkan samning og kynnti réttilega að ekki hefði verið annarra kosta völ. Það eina sem hafði breyst var að Steingrímur er ekki lengur í stjórnarandstöðu heldur ráðherra í ríkisstjórn. Við þetta tækifæri ákvað stjórnarandstöðuþingmaðurinn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að lýsa yfir miklum efasemdum um að rétt væri staðið að verki við samningana um Icesave. Sami Bjarni hafði þó nokkrum mánuðum áður metið stöðuna á þá leið að óhjákvæmilegt væri annað en að ganga til samninga um Icesave á þeim forsendum sem nú hefur verið gert. En þá var hann formaður utanríkismálanefndar og stjórnarþingmaður. Þessi litla svipmynd af u-beygjum Steingríms og Bjarna væri auðvitað drepfyndin ef hún væri ekki svona dapurleg. Steingrímur hefur að minnsta kosti sér til málsbóta að hann játaði sig sigraðan fyrir staðreyndum málsins þótt það hafi kostað niðurlægjandi flótta frá fyrri orðum. Erfiðara er að útskýra viðsnúning Bjarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun
Umræðan á Alþingi um Iesave-samninginn hefur verið lærdómsríkt hraðnámskeið fyrir fólkið í landinu, á að minnsta kosti tvo vegu. Fyrri hlutinn snýr að því hversu rígfastir margir þingmannanna okkar eru í þeim gömlu stellingum að freista þess að bregða fæti fyrir pólitíska andstæðinga með öllum tiltækum ráðum. Það er engu líkara en sumir á þinginu átti sig ekki á því að hér eru fjölmörg mál á heljarþröm. Áfram skal karpað með málfundarstælum og stóryrðum eins og menn séu staddir í miðri kosningabaráttu en ekki á sumarþingi sem er til boðað af neyðarástæðum. Það er óskandi að sem flestir nýir þingmenn hafi sjálfstraust til að setja sinn eigin svip á starfið, í stað þess að hegða sér eins og þeir halda að stjórnmálamenn eigi að koma fram. Það var kallað eftir endurnýjun fyrir kosningar. Hún fékkst þegar fjölmargir nýliðar settust á Alþingi. Það eru vörusvik ef þeir ætla aðeins að þiggja kennslu frá þeim sem fyrir eru á fleti en ekki að aðstoða þá við að læra nýja siði og víkka sjóndeildarhringinn. Síðari hluti Icesave-samninga hraðnámskeiðisins bregður svo óvenju góðu ljósi á hvernig það fer með stjórnmálamenn að vera annars vegar innan stjórnar og hins vegar í stjórnarandstöðu. Sá stutti tími sem leið milli þess að Sjálfstæðisflokkur og VG höfðu sætaskipti í ríkisstjórn, sem glímir við nákvæmlega sömu lykilmál, dregur upp óvenju skarpa og skýra mynd af hugarheimi stjórnmálamanns við breyttar aðstæður. Aðalleikararnir eru tveir. Báðir formenn í sínum flokkum. Fyrir fáeinum mánuðum mátti stjórnarandstöðuþingmaðurinn Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, ekki heyra á það minnst að gengið yrði til samninga við Breta og Hollendinga um ábyrgð ríkisins á Icesave-reikningunum. Um helgina skrifaði hann þó undir slíkan samning og kynnti réttilega að ekki hefði verið annarra kosta völ. Það eina sem hafði breyst var að Steingrímur er ekki lengur í stjórnarandstöðu heldur ráðherra í ríkisstjórn. Við þetta tækifæri ákvað stjórnarandstöðuþingmaðurinn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að lýsa yfir miklum efasemdum um að rétt væri staðið að verki við samningana um Icesave. Sami Bjarni hafði þó nokkrum mánuðum áður metið stöðuna á þá leið að óhjákvæmilegt væri annað en að ganga til samninga um Icesave á þeim forsendum sem nú hefur verið gert. En þá var hann formaður utanríkismálanefndar og stjórnarþingmaður. Þessi litla svipmynd af u-beygjum Steingríms og Bjarna væri auðvitað drepfyndin ef hún væri ekki svona dapurleg. Steingrímur hefur að minnsta kosti sér til málsbóta að hann játaði sig sigraðan fyrir staðreyndum málsins þótt það hafi kostað niðurlægjandi flótta frá fyrri orðum. Erfiðara er að útskýra viðsnúning Bjarna.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun