Komin til að vera bókin 7. desember 2009 00:01 Fréttastofa Ríkissjónvarpsins sagði frá því fyrir viku að verð á bókum hefði hækkað frá því í fyrra. Eins og flestir hafa gert sér grein fyrir hefur býsna margt hækkað í verði síðan þá. Og það þarf ekki einu sinni að fara svo langt aftur því verðlag hefur hækkað heilmikið frá því bara í sumar sem leið. Í ágúst keypti ég borðspil á verði sem nú er orðið 80% hærra. Hér er um að ræða fjóra trékalla, tréhettur sem hægt er að hvolfa yfir þá, tening, sjálft spjaldið og loks kassann utan um herlegheitin. Skýringin sem mér var gefin í búðinni á þessari hækkun var sú að það hefði komið ný sending af vörunni. Spilið er að mestu leyti úr pappír – líkt og bækur – og pappír hefur hækkað í verði. Það er gott að íslenskar bækur hafa ekki hækkað jafnskarpt og umrætt spil, heldur aðeins um nokkur hundruð krónur hver og sumar ekki neitt. Þeir sem ætla að gefa börnum jólagjafir í ár reka sig fljótt á að verð á bókum er mun viðráðanlegra en á mörgum vinsælum innfluttum leikföngum. Þessi jólin er það útsjónarsemin sem gildir og um að gera að bera saman verð og þjónustu áður en innkaupin hefjast. Fjöldi manns nýtti sér bókamarkaðina sem stóðu fram í október og runnu þar með saman við jólabókaflóðið. Þar sást til fólks velja klassískar og góðar bækur til jólagjafa. Bók er og verður góð gjöf, hvort sem hún er nýkomin út eður ei. Bækur eru nefnilega ekki bara kækur. Þær eru líka lækur sem seytlar um heilabúið og svalar þörf mannsins fyrir ævintýri og lönguninni til að skilja annað fólk og sjálfan sig helst líka. Fréttaflutningur Ríkissjónvarpsins á mánudagskvöld, daginn fyrir fullveldisdaginn, minnir á fréttirnar af skólabókaverðinu sem þjóðinni var boðið upp á í haust. Viðtöl við háskólanema sem greiddu tugi þúsunda króna fyrir skólabækur runnu saman við foreldra sem tuðuðu yfir því að þurfa að greiða 10.000 kr. fyrir skólavörur handa sex ára börnum – eins og menntun væri einskis virði. Ég hvet fólk sem finnst bókaverð út úr öllu korti að tölta nú út í búð og glugga til dæmis í Gásasöguna eftir Brynhildi Þórarinsdóttur, Komin til að vera nóttin eftir Ingunni Snædal, Milli trjánna eftir Gyrði Elíasson eða Auði eftir Vilborgu Davíðsdóttur og velta því fyrir sér hvort það sé ekki einhvers virði að svona bækur séu skrifaðar hér á landi á íslenskri tungu fyrir íslenska þjóð. Og hvort ekki megi þá greiða eilítið fyrir þær líka eins og eldhúsinnréttingar, jólaljósaseríur og kort í skíðalyftu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun
Fréttastofa Ríkissjónvarpsins sagði frá því fyrir viku að verð á bókum hefði hækkað frá því í fyrra. Eins og flestir hafa gert sér grein fyrir hefur býsna margt hækkað í verði síðan þá. Og það þarf ekki einu sinni að fara svo langt aftur því verðlag hefur hækkað heilmikið frá því bara í sumar sem leið. Í ágúst keypti ég borðspil á verði sem nú er orðið 80% hærra. Hér er um að ræða fjóra trékalla, tréhettur sem hægt er að hvolfa yfir þá, tening, sjálft spjaldið og loks kassann utan um herlegheitin. Skýringin sem mér var gefin í búðinni á þessari hækkun var sú að það hefði komið ný sending af vörunni. Spilið er að mestu leyti úr pappír – líkt og bækur – og pappír hefur hækkað í verði. Það er gott að íslenskar bækur hafa ekki hækkað jafnskarpt og umrætt spil, heldur aðeins um nokkur hundruð krónur hver og sumar ekki neitt. Þeir sem ætla að gefa börnum jólagjafir í ár reka sig fljótt á að verð á bókum er mun viðráðanlegra en á mörgum vinsælum innfluttum leikföngum. Þessi jólin er það útsjónarsemin sem gildir og um að gera að bera saman verð og þjónustu áður en innkaupin hefjast. Fjöldi manns nýtti sér bókamarkaðina sem stóðu fram í október og runnu þar með saman við jólabókaflóðið. Þar sást til fólks velja klassískar og góðar bækur til jólagjafa. Bók er og verður góð gjöf, hvort sem hún er nýkomin út eður ei. Bækur eru nefnilega ekki bara kækur. Þær eru líka lækur sem seytlar um heilabúið og svalar þörf mannsins fyrir ævintýri og lönguninni til að skilja annað fólk og sjálfan sig helst líka. Fréttaflutningur Ríkissjónvarpsins á mánudagskvöld, daginn fyrir fullveldisdaginn, minnir á fréttirnar af skólabókaverðinu sem þjóðinni var boðið upp á í haust. Viðtöl við háskólanema sem greiddu tugi þúsunda króna fyrir skólabækur runnu saman við foreldra sem tuðuðu yfir því að þurfa að greiða 10.000 kr. fyrir skólavörur handa sex ára börnum – eins og menntun væri einskis virði. Ég hvet fólk sem finnst bókaverð út úr öllu korti að tölta nú út í búð og glugga til dæmis í Gásasöguna eftir Brynhildi Þórarinsdóttur, Komin til að vera nóttin eftir Ingunni Snædal, Milli trjánna eftir Gyrði Elíasson eða Auði eftir Vilborgu Davíðsdóttur og velta því fyrir sér hvort það sé ekki einhvers virði að svona bækur séu skrifaðar hér á landi á íslenskri tungu fyrir íslenska þjóð. Og hvort ekki megi þá greiða eilítið fyrir þær líka eins og eldhúsinnréttingar, jólaljósaseríur og kort í skíðalyftu.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun