Ómenningarvitinn Guðmundur Andri Thorsson skrifar 5. janúar 2009 04:00 Í kynningarefni verktakafyrirtækisins Eyktar fyrir Höfðatorg kemur fram að þegar vel viðri geti gestir þar „hæglega ímyndað sér að þeir séu staddir á ítölsku piazza". Og til að ná fram því markmiði - „þetta er bara alveg eins og í útlöndum" - ætla þeir hjá Eykt að loka úti sjálfa borgina. Þeir ætla að múra upp í vindinn og eru áform uppi um þrjá turna. Sá hæsti þeirra - og sá eini sem risinn er - var í Fréttablaðinu í gær. Hann verður víst 70 metra hár og hann skyggir á innsiglingarvitann á gamla Sjómannaskólanum (sem er reyndar ekki lengur sjómannaskóli heldur „fjöltækni"-eitthvað). Það þarf að reisa nýjan vita fyrir 25 milljónir króna. Enginn ætlar að bera kostnaðinn enda ber enginn ábyrgð á klúðrinu - allra síst sá sem turninn reisti. Enn er óvíst um starfsemi í húsinu - eða á Höfðatorgi yfirleitt. Þarna átti að vera iðandi mannlíf, allt fullt af ótilgreindu nútímafólki sem starfaði við banka og fjármálaumsvif milli þess sem það væri að fíla sig á „piazzanu". Forsendurnar voru þær að að hér byggi að minnsta kosti sjötíu milljón manna þjóð. Fátt er það við Höfðatorg um þessar mundir sem gæti látið gesti ímynda sér að „þeir séu staddir á ítölsku piazza". Yfirbragð og arkítektúr svæðisins leiðir fremur hugann að Sovétríkjunum sálugu en þokka og grósku Ítalíu - ekki síst fyrir þá sök að arkítektúr er þarna sýning á valdi. Hinir gráu álkumbaldar Borgartúnsins líta í skrautlausum og þóttafullum drunga sínum út eins og bankastrákar í yfirstærð. Í næstum hatursfullu skeytingarleysinu um umhverfið eru þeir andstæða alls þess sem hægt er að tengja við fornar menningarborgir Ítalíu, stílvitund, sögu, jafnvægi, grósku. Torgmenning er ekki bara spurning um að búa til logn, vera í merkjafötum og góðum „piazza"-fíling. Hann er táknEkki liggur fyrir hvernig gengur að búa til lognið fyrir banka- og fjármálafólkið sem mun eiga að lifa þarna og starfa þúsundum saman. Enn er bara þessi eini turn kominn og gnæfir yfir Höfða og hinum húsunum í Túnunum - skapar þar óvænta vindstrengi og draugalegt gnauð að sögn langþreyttra íbúa. Hann stendur þarna einn og undarlega bjánalegur. Þó að hann segi með sjálfum grimmdarstórleik sínum: Ég er miklu stærri og flottari en þú þarna Höfði-Pöðvi - þá er hann hálf umkomulaus svona hálfkaraður og góðærislegur. Það getur ekki farið hjá því að hann verði tákn.Og hann er ekki tákn um ítalska menningu á Íslandi. Hann er heldur ekki tákn um íslenska menningu á Íslandi. Hann er tákn um ómenningu. Hann er tákn um skammsýnt og frekjulegt peningavaldið sem ruddist inn alls staðar þar sem því sýndist, keypti og keypti og keypti, reisti og reisti og reisti, en hugsaði aldrei. Hann er tákn peningadrengjanna sem voru alltaf að ímynda sér eitthvað - til dæmis að þeir kynnu að reka Hotel d'Angleterre betur en Danir, að þeir væru kappaksturhetjur, að þeir væru víkingar, að þeir gætu búið til ítalskt „piazza" inni í Túnunum í Reykjavík, og ef þeir þyrftu að rústa öllu í hverfunum þar í kring til að svo mætti verða, þá yrði bara að hafa það.Jafn áþreifanlegur og yfirþyrmandi og þessi turn er þá er hann engu að síður á einhvern máta óraunverulegur - hann er tákn dellugangsins - hann er skýjaborgin sjálf - hann er tákn þess að standa í ógurlegu brauki og bramli með ærnum kostnaði í því skyni að reyna að búa til eitthvað sem aldrei gat orðið því það er svo fátt sem peningar geta keypt.Byggingarmagnið á Höfðatorginu og áformin um turnana þrjá inn í þetta gamla og vinalega hverfi minna mann einmitt á hlutföllin milli alþjóðlegra umsvifa íslensku bankanna og svo aftur stærðar íslenska hagkerfisins. Brenni þið vitarFyrst og fremst er turninn tákn alls þess sem skyggði á undirstöðuatvinnuvegina - alls þess sem skyggði á innsiglingarljósin og varð til þess að ekki tókst að sigla þjóðarskútunni í heila höfn.Það sem er "erlendis" má vera áfram erlendis - við skulum reyna að vera hérlendis. Við þurfum að finna okkur. Finna "anda Reykjavíkur" sem Hjörleifur Stefánsson gaf út ágæta bók um nú í haust?... Hjárænulegast er að reyna að skapa eitthvað af algjörum vanefnum sem sé "bara alveg eins og í útlöndum" - og nær að reyna að finna það sem er "alveg eins og á Íslandi". Fyrsta reglan: Aldrei aldrei aldrei að skyggja á innsiglingarljósin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun
Í kynningarefni verktakafyrirtækisins Eyktar fyrir Höfðatorg kemur fram að þegar vel viðri geti gestir þar „hæglega ímyndað sér að þeir séu staddir á ítölsku piazza". Og til að ná fram því markmiði - „þetta er bara alveg eins og í útlöndum" - ætla þeir hjá Eykt að loka úti sjálfa borgina. Þeir ætla að múra upp í vindinn og eru áform uppi um þrjá turna. Sá hæsti þeirra - og sá eini sem risinn er - var í Fréttablaðinu í gær. Hann verður víst 70 metra hár og hann skyggir á innsiglingarvitann á gamla Sjómannaskólanum (sem er reyndar ekki lengur sjómannaskóli heldur „fjöltækni"-eitthvað). Það þarf að reisa nýjan vita fyrir 25 milljónir króna. Enginn ætlar að bera kostnaðinn enda ber enginn ábyrgð á klúðrinu - allra síst sá sem turninn reisti. Enn er óvíst um starfsemi í húsinu - eða á Höfðatorgi yfirleitt. Þarna átti að vera iðandi mannlíf, allt fullt af ótilgreindu nútímafólki sem starfaði við banka og fjármálaumsvif milli þess sem það væri að fíla sig á „piazzanu". Forsendurnar voru þær að að hér byggi að minnsta kosti sjötíu milljón manna þjóð. Fátt er það við Höfðatorg um þessar mundir sem gæti látið gesti ímynda sér að „þeir séu staddir á ítölsku piazza". Yfirbragð og arkítektúr svæðisins leiðir fremur hugann að Sovétríkjunum sálugu en þokka og grósku Ítalíu - ekki síst fyrir þá sök að arkítektúr er þarna sýning á valdi. Hinir gráu álkumbaldar Borgartúnsins líta í skrautlausum og þóttafullum drunga sínum út eins og bankastrákar í yfirstærð. Í næstum hatursfullu skeytingarleysinu um umhverfið eru þeir andstæða alls þess sem hægt er að tengja við fornar menningarborgir Ítalíu, stílvitund, sögu, jafnvægi, grósku. Torgmenning er ekki bara spurning um að búa til logn, vera í merkjafötum og góðum „piazza"-fíling. Hann er táknEkki liggur fyrir hvernig gengur að búa til lognið fyrir banka- og fjármálafólkið sem mun eiga að lifa þarna og starfa þúsundum saman. Enn er bara þessi eini turn kominn og gnæfir yfir Höfða og hinum húsunum í Túnunum - skapar þar óvænta vindstrengi og draugalegt gnauð að sögn langþreyttra íbúa. Hann stendur þarna einn og undarlega bjánalegur. Þó að hann segi með sjálfum grimmdarstórleik sínum: Ég er miklu stærri og flottari en þú þarna Höfði-Pöðvi - þá er hann hálf umkomulaus svona hálfkaraður og góðærislegur. Það getur ekki farið hjá því að hann verði tákn.Og hann er ekki tákn um ítalska menningu á Íslandi. Hann er heldur ekki tákn um íslenska menningu á Íslandi. Hann er tákn um ómenningu. Hann er tákn um skammsýnt og frekjulegt peningavaldið sem ruddist inn alls staðar þar sem því sýndist, keypti og keypti og keypti, reisti og reisti og reisti, en hugsaði aldrei. Hann er tákn peningadrengjanna sem voru alltaf að ímynda sér eitthvað - til dæmis að þeir kynnu að reka Hotel d'Angleterre betur en Danir, að þeir væru kappaksturhetjur, að þeir væru víkingar, að þeir gætu búið til ítalskt „piazza" inni í Túnunum í Reykjavík, og ef þeir þyrftu að rústa öllu í hverfunum þar í kring til að svo mætti verða, þá yrði bara að hafa það.Jafn áþreifanlegur og yfirþyrmandi og þessi turn er þá er hann engu að síður á einhvern máta óraunverulegur - hann er tákn dellugangsins - hann er skýjaborgin sjálf - hann er tákn þess að standa í ógurlegu brauki og bramli með ærnum kostnaði í því skyni að reyna að búa til eitthvað sem aldrei gat orðið því það er svo fátt sem peningar geta keypt.Byggingarmagnið á Höfðatorginu og áformin um turnana þrjá inn í þetta gamla og vinalega hverfi minna mann einmitt á hlutföllin milli alþjóðlegra umsvifa íslensku bankanna og svo aftur stærðar íslenska hagkerfisins. Brenni þið vitarFyrst og fremst er turninn tákn alls þess sem skyggði á undirstöðuatvinnuvegina - alls þess sem skyggði á innsiglingarljósin og varð til þess að ekki tókst að sigla þjóðarskútunni í heila höfn.Það sem er "erlendis" má vera áfram erlendis - við skulum reyna að vera hérlendis. Við þurfum að finna okkur. Finna "anda Reykjavíkur" sem Hjörleifur Stefánsson gaf út ágæta bók um nú í haust?... Hjárænulegast er að reyna að skapa eitthvað af algjörum vanefnum sem sé "bara alveg eins og í útlöndum" - og nær að reyna að finna það sem er "alveg eins og á Íslandi". Fyrsta reglan: Aldrei aldrei aldrei að skyggja á innsiglingarljósin.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun