Raunhæft og róttækt samkomulag 16. desember 2009 06:00 Nú líður að lokum loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn. Mikil ábyrgð hvílir á þátttakendum í ráðstefnunni enda er framtíðin í húfi. Enn er þó hvergi nærri ljóst hvort og þá hvaða árangri ráðstefnan skilar. Loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna hafa verið haldnar árlega síðan árið 1995 og taka nálægt 200 lönd þátt í ráðstefnunni. Brotið var blað á ráðstefnunni sem haldin var í Kyoto í Japan árið 1997 en þá tókst samkomulag um að 37 iðnríki drægju úr losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2012. Klukkan tifar og nú er brýnt að þjóðirnar komi sér saman um framhaldið. Nú liggur fyrir að hitinn á Grænlandi hefur hækkað meira en tvisvar sinnum meira en hitinn að meðaltali í heiminum. Afleiðingarnar eru að heimskautaísinn við Grænland bráðnar mun hraðar en áður var talið að raunin yrði. Sýnt hefur verið fram á að ef ekkert verður að gert muni bráðnun íshellunnar á Grænlandi leiða til fimm til tíu sentimetra hækkunar á yfirborði sjávar árið 2100. Þessar staðreyndir tala sínu máli og sýna að það er ekki bara mikilvægt heldur lífsspursmál fyrir komandi kynslóðir að ríki heims taki höndum saman í því sameiginlega verkefni jarðarbúa að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda. Þetta verkefni krefst hins vegar nýrrar hugsunar og breytinga á lífsháttum í iðnríkjunum og auðugri löndum heimsins. Þess vegna er ekki aðeins mikilvægt að samkomulag náist á ráðstefnunni heldur einnig hitt að leiðtogarnir fari hver til síns heima ákveðnir í að framfylgja samkomulaginu og afla því fylgis meðal allra hagsmunahópa í heimalöndum sínum. Í gær urðu þau tímamót að ákveðið var að Ísland yrði fullur þátttakandi í aðgerðum Evrópusambandsins til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er til marks um að Ísland muni ekki sitja hjá þegar kemur að sameiginlegri ábyrgð heimsbyggðarinnar á því að skila jörðinni til niðjanna þannig að hún verði áfram byggileg. Af því eigum við að vera stolt. Það er í hendi leiðtoga þeirra nærri 200 ríkja sem aðild eiga að Loftslagsráðstefnunni að sýna þann pólitíska stórhug sem nauðsynlegur er til þess að ná samkomulagi sem skiptir sköpum og er í senn raunhæft og róttækt. Hér duga ekki vettlingatök og máttlitlar yfirlýsingar um að stefnt skuli að. Hluta byrðanna mun almenningur í hinum efnaðri hluta heimsins bera. Hann verður því að kenna til ábyrgðar. Það er afar mikilvægt að rík sátt verði um þær niðurstöður sem ráðstefnan birtir. Ekki er nóg að setja markmið til langs tíma heldur þarf samkomulagið að vera varðað til að tryggja að jafnt og þétt verði dregið úr losun gróðurhúsaloftegunda. Í hinu stóra samhengi er þetta áreiðanlega brýnasta verkefni og ábyrgð þeirra kynslóða sem nú eru á dögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Nú líður að lokum loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn. Mikil ábyrgð hvílir á þátttakendum í ráðstefnunni enda er framtíðin í húfi. Enn er þó hvergi nærri ljóst hvort og þá hvaða árangri ráðstefnan skilar. Loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna hafa verið haldnar árlega síðan árið 1995 og taka nálægt 200 lönd þátt í ráðstefnunni. Brotið var blað á ráðstefnunni sem haldin var í Kyoto í Japan árið 1997 en þá tókst samkomulag um að 37 iðnríki drægju úr losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2012. Klukkan tifar og nú er brýnt að þjóðirnar komi sér saman um framhaldið. Nú liggur fyrir að hitinn á Grænlandi hefur hækkað meira en tvisvar sinnum meira en hitinn að meðaltali í heiminum. Afleiðingarnar eru að heimskautaísinn við Grænland bráðnar mun hraðar en áður var talið að raunin yrði. Sýnt hefur verið fram á að ef ekkert verður að gert muni bráðnun íshellunnar á Grænlandi leiða til fimm til tíu sentimetra hækkunar á yfirborði sjávar árið 2100. Þessar staðreyndir tala sínu máli og sýna að það er ekki bara mikilvægt heldur lífsspursmál fyrir komandi kynslóðir að ríki heims taki höndum saman í því sameiginlega verkefni jarðarbúa að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda. Þetta verkefni krefst hins vegar nýrrar hugsunar og breytinga á lífsháttum í iðnríkjunum og auðugri löndum heimsins. Þess vegna er ekki aðeins mikilvægt að samkomulag náist á ráðstefnunni heldur einnig hitt að leiðtogarnir fari hver til síns heima ákveðnir í að framfylgja samkomulaginu og afla því fylgis meðal allra hagsmunahópa í heimalöndum sínum. Í gær urðu þau tímamót að ákveðið var að Ísland yrði fullur þátttakandi í aðgerðum Evrópusambandsins til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er til marks um að Ísland muni ekki sitja hjá þegar kemur að sameiginlegri ábyrgð heimsbyggðarinnar á því að skila jörðinni til niðjanna þannig að hún verði áfram byggileg. Af því eigum við að vera stolt. Það er í hendi leiðtoga þeirra nærri 200 ríkja sem aðild eiga að Loftslagsráðstefnunni að sýna þann pólitíska stórhug sem nauðsynlegur er til þess að ná samkomulagi sem skiptir sköpum og er í senn raunhæft og róttækt. Hér duga ekki vettlingatök og máttlitlar yfirlýsingar um að stefnt skuli að. Hluta byrðanna mun almenningur í hinum efnaðri hluta heimsins bera. Hann verður því að kenna til ábyrgðar. Það er afar mikilvægt að rík sátt verði um þær niðurstöður sem ráðstefnan birtir. Ekki er nóg að setja markmið til langs tíma heldur þarf samkomulagið að vera varðað til að tryggja að jafnt og þétt verði dregið úr losun gróðurhúsaloftegunda. Í hinu stóra samhengi er þetta áreiðanlega brýnasta verkefni og ábyrgð þeirra kynslóða sem nú eru á dögum.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar