Séreignarsparnaður – húsnæðislán 22. september 2009 06:00 Már Wolfgang Mixa skrifar um skuldavanda heimilanna: Fjárfestingar séreignarsparnaðar mega vera í hlutabréfum, skuldabréfum og bundnum innlánum. Þetta var sjálfsagt á meðan allt lék í lyndi, flestir sem spöruðu með þessum hætti voru að auka líkur á áhyggjulausum ævidögum síðar meir. Sparnaðurinn hefur verið laus til útborgunar frá 60 ára aldri nema þegar um örorku eða andlát er að ræða. Ég vil að boðið verði upp á fjórðu leiðina. Hún felur í sér að fólk geti fjárfest í sínu eigin húsnæði með niðurgreiðslu skulda. Slíkt væri hægt með tvennum hætti. Fólk gæti notað sparnað sinn ótakmarkað til að greiða inn á lán sín eða til greiðslu á vöxtum og afborgunum af fasteign sinni. Þetta myndi hjálpa mörgum við að létta á greiðslubyrði sinni og þar sem útborgunin er skattskyld fengi ríkissjóður peninga í kassann. Þegar upphafleg umræða um heimild til útgreiðslu átti sér stað, að hámarki samtals milljón krónur, var gert ráð fyrir að tvöfalt hærri upphæð færi í greiðslur úr séreignarsjóðum en raunin hefur orðið. Rök um að rýmkun til útborgunar leiði til þess að séreignarsjóðir þurfi að selja eignir í stórum stíl og mynda neikvæðan söluþrýsting eru því ómarktæk. Kínamúrar fjármálastofnana eiga auk þess að tryggja að kröfuhafar geti ekki þrýst á skuldara að ganga á lífeyrisséreign sína. Þetta minnkar skuldsetningu heimilanna og gæti verið mótvægi við núverandi stöðnun í efnahagslífi þjóðarinnar. Hvati til sparnaðar eykst einnig því með þessu er tryggt að þeir sem sýnt hafa fyrirhyggju í sparnaði og kjósa að minnka húsnæðisskuldir sínar fái að njóta þess í dag þegar að þörfin er mest. Höfundur er fjármálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Már Wolfgang Mixa skrifar um skuldavanda heimilanna: Fjárfestingar séreignarsparnaðar mega vera í hlutabréfum, skuldabréfum og bundnum innlánum. Þetta var sjálfsagt á meðan allt lék í lyndi, flestir sem spöruðu með þessum hætti voru að auka líkur á áhyggjulausum ævidögum síðar meir. Sparnaðurinn hefur verið laus til útborgunar frá 60 ára aldri nema þegar um örorku eða andlát er að ræða. Ég vil að boðið verði upp á fjórðu leiðina. Hún felur í sér að fólk geti fjárfest í sínu eigin húsnæði með niðurgreiðslu skulda. Slíkt væri hægt með tvennum hætti. Fólk gæti notað sparnað sinn ótakmarkað til að greiða inn á lán sín eða til greiðslu á vöxtum og afborgunum af fasteign sinni. Þetta myndi hjálpa mörgum við að létta á greiðslubyrði sinni og þar sem útborgunin er skattskyld fengi ríkissjóður peninga í kassann. Þegar upphafleg umræða um heimild til útgreiðslu átti sér stað, að hámarki samtals milljón krónur, var gert ráð fyrir að tvöfalt hærri upphæð færi í greiðslur úr séreignarsjóðum en raunin hefur orðið. Rök um að rýmkun til útborgunar leiði til þess að séreignarsjóðir þurfi að selja eignir í stórum stíl og mynda neikvæðan söluþrýsting eru því ómarktæk. Kínamúrar fjármálastofnana eiga auk þess að tryggja að kröfuhafar geti ekki þrýst á skuldara að ganga á lífeyrisséreign sína. Þetta minnkar skuldsetningu heimilanna og gæti verið mótvægi við núverandi stöðnun í efnahagslífi þjóðarinnar. Hvati til sparnaðar eykst einnig því með þessu er tryggt að þeir sem sýnt hafa fyrirhyggju í sparnaði og kjósa að minnka húsnæðisskuldir sínar fái að njóta þess í dag þegar að þörfin er mest. Höfundur er fjármálafræðingur.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar