Kauphallarsvindl eykst mikið í Kaupmannahöfn 17. júlí 2009 14:38 Ýmiskonar svik og svindl með hlutabréfaviðskipti í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hafa aukist mikið á fyrsta helmingi þessa árs. Fjármálakreppunni er kennt um en bæði stjórnendur kauphallarinnar og fjármálaeftirlit Danmerkur vinna nú yfirvinnu til að halda aftur af þessari þróun. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum frá fjármálaeftirliti Danmerkur hefur eftirlitið meðhöndlað 47 mál tengd kauphallarglæpum á fyrstu sex mánuðum ársins. Til samanburðar voru þessi tilvik 73 talsins allt árið í fyrra og 45 talsins árið 2006. Mads Mathiassen skrifstofustjóri hjá fjármálaeftirlitinu segir að málafjöldinn sé áfram mikill í samanburði við fyrri ár. Þar að auki nefnir hann að þeim málum fari fjölgandi þar sem erlendir eftirlitsaðilar biðji danska fjármálaeftirlitið um aðstoð í málum sem snúast um grunsamleg kauphallarviðskipti. Það eru einkum mál sem tengjast markaðsmisnotkun sem hefur farið fjölgandi. Þau voru 19 talsins á fyrri helming ársins í ár m.v. 28 allt árið í fyrra. Af málunum í ár hefur sjö þeirra verið vísað til lögreglurannsóknar. Það kemur prófessor Jesper Lau Hansen sérfræðingi í kauphallarrétti við háskólann í Kaupmannahöfn ekki á óvart að aukning sé í tilvikum á markaðsmisnotkun þegar fjármálakreppa er í gangi. Fleiri rannsóknir hafi sýnt að bæði stjórnendur og almennir fjárfestar eigi erfitt með að viðurkenna tap. „Þegar illa gengur hjá fyrirtækjum og einstaklingum á fólk það til að fegra tölurnar og láta líta út fyrir að staðan sé ekki eins slæm og hún er í rauninni," segir prófessorinn. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ýmiskonar svik og svindl með hlutabréfaviðskipti í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hafa aukist mikið á fyrsta helmingi þessa árs. Fjármálakreppunni er kennt um en bæði stjórnendur kauphallarinnar og fjármálaeftirlit Danmerkur vinna nú yfirvinnu til að halda aftur af þessari þróun. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum frá fjármálaeftirliti Danmerkur hefur eftirlitið meðhöndlað 47 mál tengd kauphallarglæpum á fyrstu sex mánuðum ársins. Til samanburðar voru þessi tilvik 73 talsins allt árið í fyrra og 45 talsins árið 2006. Mads Mathiassen skrifstofustjóri hjá fjármálaeftirlitinu segir að málafjöldinn sé áfram mikill í samanburði við fyrri ár. Þar að auki nefnir hann að þeim málum fari fjölgandi þar sem erlendir eftirlitsaðilar biðji danska fjármálaeftirlitið um aðstoð í málum sem snúast um grunsamleg kauphallarviðskipti. Það eru einkum mál sem tengjast markaðsmisnotkun sem hefur farið fjölgandi. Þau voru 19 talsins á fyrri helming ársins í ár m.v. 28 allt árið í fyrra. Af málunum í ár hefur sjö þeirra verið vísað til lögreglurannsóknar. Það kemur prófessor Jesper Lau Hansen sérfræðingi í kauphallarrétti við háskólann í Kaupmannahöfn ekki á óvart að aukning sé í tilvikum á markaðsmisnotkun þegar fjármálakreppa er í gangi. Fleiri rannsóknir hafi sýnt að bæði stjórnendur og almennir fjárfestar eigi erfitt með að viðurkenna tap. „Þegar illa gengur hjá fyrirtækjum og einstaklingum á fólk það til að fegra tölurnar og láta líta út fyrir að staðan sé ekki eins slæm og hún er í rauninni," segir prófessorinn.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira