Oflætistaktar Jónína Michaelsdóttir skrifar 27. október 2009 06:00 Engin veröld fyrr en ég hana skóp!" segir Baccalaureus við Mefistofeles í þýðingu Yngva Jóhannessonar á ljóðaleikriti Goethes, Fást. „Við höfum þegar sigrað hálfan heiminn, en hvað hafið þið gert, kynslóð ellidreyminn? Baccalaureus lýkur magnaðri og hátimbraðri lýsingu á yfirburðum æskunnar á orðunum: „Hver annar en ég rauf ykkar hugarfjötra og af ykkur risti smásálarskaparins tötra? Frelsið er mitt og andagift mín er það innra hugarljós sem fylgir mér. Ég sæki fram, minn fögnuður eigin styrkur, framundan heiðríkjan, að baki myrkur." Mefistofeles hlustar hrifinn á oflætið og skýtur inn í: „Hér hefur fjandinn engu við að bæta!" Leikur snillinganna Gunnars Eyjólfssonar og Róberts Arnfinnssonar í uppfærslu Þjóðleikhússins á þessu verki árið 1970 er ógleymanlegur, en ég hef líka alltaf haldið dálítið upp á framangreint samtal í verki sem er samið í kringum aldamótin 1800, vegna þess að það minnir mann á, að hvað sem allri framþróun líður, þá breytist manneskjan ekki neitt. Og það er bara skemmtilegt, þegar æskan á í hlut. Hitt er lakara þegar oflætið og samanburðurinn eldist ekki af okkur. Á það erum við minnt daglega í fjölmiðlum og úr ræðustólum á opinberum vettvangi, ekki síst þegar menn gleyma grímunni heima. MiðstýringÍ umræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa margir velt fyrir sér hugsanlegri miðstýringu þessa ríkjasambands og hvernig slíkt rími við upplag okkar og hagsmuni. Hvernig það færi í okkur ef umhverfi og aðstæður væru ákveðnar með hagsmuni heildarinnar á skrifstofu í Evrópu og við hefðum ekkert um það að segja. Nú er ég ekki að halda því fram að sú yrði raunin, en vefjist fyrir einhverjum að setja sig inn í slíkar aðstæður, þá er ástæðulaust að leita langt yfir skammt. Það yrði ekkert öðruvísi en það er í dag fyrir landsbyggðarfólk á Íslandi, sem þarf að sætta sig við geðþóttaákvarðanir frá embættismönnum í Reykjavík og sperrileggjum af báðum kynjum. Fámenn byggðarlög leggja að vonum upp úr öruggri grunnþjónustu og atvinnu á staðnum. Eitt er að ríkið hafi umsjón og yfirsýn yfir heilbrigðisþjónustu, löggæslu, vegagerð og fleira. Hitt er að taka tillit til aðstæðna á hverjum stað í samráði við íbúa þegar kemur að hagræðingu eða niðurskurði. Það sem er ásættanlegt á einum stað getur verið gjörsamlega óásættanlegt á öðrum, en er samt keyrt í gegn. Sjálfri finnst mér til dæmis óafsakanlegt ef St. Jósefsspítalinn í Hafnarfirði er settur í nýtt hlutverk. Hann stendur sig framúrskarandi vel í því sem hann sinnir í dag, og er þess utan stór hluti af hafnfirskri menningu í víðasta skilningi. Og úr því ég er orðin persónuleg, þá finnst mér að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Verði gerð atlaga að þeirri tilhögun eiga allir landsmenn að fá að kjósa um það, þar sem Reykjavík er höfuðborg landsins. Ég skil vel að margir vilji skipuleggja þarna svæði sem myndi stækka og fegra miðborgina, en eins og stendur er flugið mikilvægara að mínu mati. En kannski þarf fólk að hafa búið úti á landi til að skilja það viðhorf. Þetta gengur yfirÞað væri gaman að vita hvernig stemningin væri á höfuðborgarsvæðinu, ef undirbúningur að framkvæmdum sem myndu gjörbreyta atvinnuhorfum þar til framtíðar væri á lokastigi, þegar skipt væri um stjórn í þorpi vestur á landi sem hefði framvindu málsins í hendi sér. Og af því að nýi stjórnandinn væri persónulega ekki spenntur fyrir slíkum framkvæmdum, þá legði hann alla þá steina í götu verkefnisins, sem hann næði til. Hvað myndu Reykvíkingar gera? Kannski myndu þeir mæta á Austurvöll með potta, pönnur og sleifar og hafa hátt. Svo gætu þeir kveikt elda og slett rauðri málningu á hús þeirra sem eru skyldir þessari persónu á landsbyggðinni. En sá sem réði fyrir vestan léti sig það engu skipta. Hvað varðaði hann um einhverja óánægju fyrir sunnan? Þetta gengi yfir. Svo væri alltaf hægt að bera fyrir sig nauðsynlega hagræðingu. Ef hann á annað borð nennti að svara þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun
Engin veröld fyrr en ég hana skóp!" segir Baccalaureus við Mefistofeles í þýðingu Yngva Jóhannessonar á ljóðaleikriti Goethes, Fást. „Við höfum þegar sigrað hálfan heiminn, en hvað hafið þið gert, kynslóð ellidreyminn? Baccalaureus lýkur magnaðri og hátimbraðri lýsingu á yfirburðum æskunnar á orðunum: „Hver annar en ég rauf ykkar hugarfjötra og af ykkur risti smásálarskaparins tötra? Frelsið er mitt og andagift mín er það innra hugarljós sem fylgir mér. Ég sæki fram, minn fögnuður eigin styrkur, framundan heiðríkjan, að baki myrkur." Mefistofeles hlustar hrifinn á oflætið og skýtur inn í: „Hér hefur fjandinn engu við að bæta!" Leikur snillinganna Gunnars Eyjólfssonar og Róberts Arnfinnssonar í uppfærslu Þjóðleikhússins á þessu verki árið 1970 er ógleymanlegur, en ég hef líka alltaf haldið dálítið upp á framangreint samtal í verki sem er samið í kringum aldamótin 1800, vegna þess að það minnir mann á, að hvað sem allri framþróun líður, þá breytist manneskjan ekki neitt. Og það er bara skemmtilegt, þegar æskan á í hlut. Hitt er lakara þegar oflætið og samanburðurinn eldist ekki af okkur. Á það erum við minnt daglega í fjölmiðlum og úr ræðustólum á opinberum vettvangi, ekki síst þegar menn gleyma grímunni heima. MiðstýringÍ umræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa margir velt fyrir sér hugsanlegri miðstýringu þessa ríkjasambands og hvernig slíkt rími við upplag okkar og hagsmuni. Hvernig það færi í okkur ef umhverfi og aðstæður væru ákveðnar með hagsmuni heildarinnar á skrifstofu í Evrópu og við hefðum ekkert um það að segja. Nú er ég ekki að halda því fram að sú yrði raunin, en vefjist fyrir einhverjum að setja sig inn í slíkar aðstæður, þá er ástæðulaust að leita langt yfir skammt. Það yrði ekkert öðruvísi en það er í dag fyrir landsbyggðarfólk á Íslandi, sem þarf að sætta sig við geðþóttaákvarðanir frá embættismönnum í Reykjavík og sperrileggjum af báðum kynjum. Fámenn byggðarlög leggja að vonum upp úr öruggri grunnþjónustu og atvinnu á staðnum. Eitt er að ríkið hafi umsjón og yfirsýn yfir heilbrigðisþjónustu, löggæslu, vegagerð og fleira. Hitt er að taka tillit til aðstæðna á hverjum stað í samráði við íbúa þegar kemur að hagræðingu eða niðurskurði. Það sem er ásættanlegt á einum stað getur verið gjörsamlega óásættanlegt á öðrum, en er samt keyrt í gegn. Sjálfri finnst mér til dæmis óafsakanlegt ef St. Jósefsspítalinn í Hafnarfirði er settur í nýtt hlutverk. Hann stendur sig framúrskarandi vel í því sem hann sinnir í dag, og er þess utan stór hluti af hafnfirskri menningu í víðasta skilningi. Og úr því ég er orðin persónuleg, þá finnst mér að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Verði gerð atlaga að þeirri tilhögun eiga allir landsmenn að fá að kjósa um það, þar sem Reykjavík er höfuðborg landsins. Ég skil vel að margir vilji skipuleggja þarna svæði sem myndi stækka og fegra miðborgina, en eins og stendur er flugið mikilvægara að mínu mati. En kannski þarf fólk að hafa búið úti á landi til að skilja það viðhorf. Þetta gengur yfirÞað væri gaman að vita hvernig stemningin væri á höfuðborgarsvæðinu, ef undirbúningur að framkvæmdum sem myndu gjörbreyta atvinnuhorfum þar til framtíðar væri á lokastigi, þegar skipt væri um stjórn í þorpi vestur á landi sem hefði framvindu málsins í hendi sér. Og af því að nýi stjórnandinn væri persónulega ekki spenntur fyrir slíkum framkvæmdum, þá legði hann alla þá steina í götu verkefnisins, sem hann næði til. Hvað myndu Reykvíkingar gera? Kannski myndu þeir mæta á Austurvöll með potta, pönnur og sleifar og hafa hátt. Svo gætu þeir kveikt elda og slett rauðri málningu á hús þeirra sem eru skyldir þessari persónu á landsbyggðinni. En sá sem réði fyrir vestan léti sig það engu skipta. Hvað varðaði hann um einhverja óánægju fyrir sunnan? Þetta gengi yfir. Svo væri alltaf hægt að bera fyrir sig nauðsynlega hagræðingu. Ef hann á annað borð nennti að svara þessu.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun