Í tilefni afmælis Ellert B. Schram skrifar 10. október 2009 06:00 Í dag, tíunda október, tek ég enn einu sinni upp á því að eiga afmæli. Það sjötugasta, hvorki meira né minna og enda þótt það þyki sumum hár aldur, þá er ekkert annað í kortunum en taka því. Annars væri ég dauður! Það kann að þykja óvanalegt uppátæki að skrifa blaðagrein í tilefni af eigin afmæli en það er þó alténd skárra heldur en að semja minningargrein um sjálfan sig! Ekki það að ég taki mér penna í hönd til að skrifa um mig lofmæli eða afrekasögu. Það bíður betri tíma. Nei, tilefni þessarar greinar er fyrst og fremst að koma á framfæri þakklæti til alls þess samferðafólks sem ég hef mætt á þessari sjötíu ára lífsleið minni. Ég hef nefnilega verið svo heppinn á þessari skemmtilegu vegferð, að eiga þess kost að kynnast, starfa með, skemmta mér með og jafnvel rífast við mann og annan, sem hefur verið dásamlegur þverskurður af fólki eins og það gerist best. Í skólanum í gamla daga, fótboltanum, lögfræðinni, blaðamennskunni, embættisstörfum, þingmennsku, stjórnmálaflokkunum, á golfvellinum, í fjölskyldunni og forystu allskyns félagasamtaka hef ég átt því láni að fagna að kynnast konum og körlum af öllum stærðum og gerðum, sem hafa glatt mitt hjarta og kennt mér svo margt. Ég hélt lengi að ég væri útvalinn og einstök guðsgjöf, einn og sér, en ég hef fyrir löngu áttað mig á því, að manneskjurnar, hver um sig, eru allar guðsgjafir og í rauninni engin annarri merkilegri. En merkilega merkilegar samt. Og fyrir vikið hef ég tröllatrú á framtíð hins íslenska samfélags. Nú stæði auðvitað upp á mig, á þessum tímamótum, að bjóða öllu þessu fólki til veislu og láta það syngja afmælissönginn og hrópa húrra fyrir mér. Mikið væri það gaman að sjá ykkur öll.En þá þyrftu gestirnir að kaupa gjafir og blóm, sem ég þarf ekkert á að halda. Bæði á ég nóg af veraldlegum eignum og svo væri það sennilega stílbrot, ekki satt, í miðri kreppunni. Af mér er það að frétta að ég er enn að leita að steininum helga, er við hestaheilsu og nokkuð ern miðað við allt sem gengið hefur á um dagana. Ég er enn í farsælu hjónabandi með Ágústu, sem segir meira um hana og ágæti hennar, heldur en mig. Og öll börnin sjö sýna mér væntumþykju og meiri virðingu en ég á skilið. En síðast en ekki síst vil ég sem sagt nota þennan afmælisdag minn til að koma kveðjum til allra þeirra sem hafa haft saman við mig að sælda á gengnum áratugum og gefið mér trú og sannfæringu fyrir því lögmáli að lífið eru skin og skúrir, flóð og fjara, sorg og gleði, hlátur og grátur, vor og haust, upp og niður, upp og niður. Sól sest, sól rís. Sem þýðir það eitt að upp úr kreppunni munum við rísa og bjartir dagar munu bíða okkar áður en um langt líður. Með bestu afmælis- og baráttukveðjum. Höfundur er kominn á áttræðisaldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, tíunda október, tek ég enn einu sinni upp á því að eiga afmæli. Það sjötugasta, hvorki meira né minna og enda þótt það þyki sumum hár aldur, þá er ekkert annað í kortunum en taka því. Annars væri ég dauður! Það kann að þykja óvanalegt uppátæki að skrifa blaðagrein í tilefni af eigin afmæli en það er þó alténd skárra heldur en að semja minningargrein um sjálfan sig! Ekki það að ég taki mér penna í hönd til að skrifa um mig lofmæli eða afrekasögu. Það bíður betri tíma. Nei, tilefni þessarar greinar er fyrst og fremst að koma á framfæri þakklæti til alls þess samferðafólks sem ég hef mætt á þessari sjötíu ára lífsleið minni. Ég hef nefnilega verið svo heppinn á þessari skemmtilegu vegferð, að eiga þess kost að kynnast, starfa með, skemmta mér með og jafnvel rífast við mann og annan, sem hefur verið dásamlegur þverskurður af fólki eins og það gerist best. Í skólanum í gamla daga, fótboltanum, lögfræðinni, blaðamennskunni, embættisstörfum, þingmennsku, stjórnmálaflokkunum, á golfvellinum, í fjölskyldunni og forystu allskyns félagasamtaka hef ég átt því láni að fagna að kynnast konum og körlum af öllum stærðum og gerðum, sem hafa glatt mitt hjarta og kennt mér svo margt. Ég hélt lengi að ég væri útvalinn og einstök guðsgjöf, einn og sér, en ég hef fyrir löngu áttað mig á því, að manneskjurnar, hver um sig, eru allar guðsgjafir og í rauninni engin annarri merkilegri. En merkilega merkilegar samt. Og fyrir vikið hef ég tröllatrú á framtíð hins íslenska samfélags. Nú stæði auðvitað upp á mig, á þessum tímamótum, að bjóða öllu þessu fólki til veislu og láta það syngja afmælissönginn og hrópa húrra fyrir mér. Mikið væri það gaman að sjá ykkur öll.En þá þyrftu gestirnir að kaupa gjafir og blóm, sem ég þarf ekkert á að halda. Bæði á ég nóg af veraldlegum eignum og svo væri það sennilega stílbrot, ekki satt, í miðri kreppunni. Af mér er það að frétta að ég er enn að leita að steininum helga, er við hestaheilsu og nokkuð ern miðað við allt sem gengið hefur á um dagana. Ég er enn í farsælu hjónabandi með Ágústu, sem segir meira um hana og ágæti hennar, heldur en mig. Og öll börnin sjö sýna mér væntumþykju og meiri virðingu en ég á skilið. En síðast en ekki síst vil ég sem sagt nota þennan afmælisdag minn til að koma kveðjum til allra þeirra sem hafa haft saman við mig að sælda á gengnum áratugum og gefið mér trú og sannfæringu fyrir því lögmáli að lífið eru skin og skúrir, flóð og fjara, sorg og gleði, hlátur og grátur, vor og haust, upp og niður, upp og niður. Sól sest, sól rís. Sem þýðir það eitt að upp úr kreppunni munum við rísa og bjartir dagar munu bíða okkar áður en um langt líður. Með bestu afmælis- og baráttukveðjum. Höfundur er kominn á áttræðisaldur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun