Lánatregða evrópskra banka kemur yfirvöldum í vandræði 30. júlí 2009 08:14 Evrópskir bankar hafa haldið áfram að herða útlánaskilyrði og eru því enn tregir til að lána viðskiptavinum sínum sem gerir yfirvöldum erfitt fyrir í tilraunum sínum til að snúa við þróun efnahagsmála, en þau hafa útvegað bönkunum mikið af ódýru lausafé til að lána viðskiptavinum sínum. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að bankar á evrusvæðinu hertu skilyrði til lántöku á öðrum ársfjórðungi, og má jafnvel búast við enn harðari kröfum fyrir fyrirtæki og heimili á yfirstandandi fjórðungi. Þetta kemur fram í frétt vefútgáfu Wall Street Journal. Síðasta árið hafa stjórnvöld og seðlabankar stutt við banka í lánsfjárkreppunni með mikilli innspýtingu fjármagns og sumum tilvikum endurfjármögnun, en þessum aðgerðum var ætlað að auka við útlángetu og vilja bankanna til þess að lána viðskiptavinum sínum fjármagn og koma þannig hjólum efnahagslífsins af stað aftur. Viðkvæmir efnahagsreikningar bankanna og áhyggjur af vanskilum hafa orðið til þess að bankarnir hafa dregið mikið úr útlánum. Greinendur telja þó mögulegt að þvinganir yfirvalda til þess að láta bankana bjóða upp á meiri og ódýrari útlán komi með tímanum í bakið á bæði yfirvöldum og bönkunum sjálfum. Þær gætu jafnvel seinkað batanum og komið niður á hlutabréfaverði bankanna ef hlutfall „slæmra" lána í lánasöfnum bankanna fari mikið vaxandi. Það setur til að mynda breska ríkið í töluverða klemmu vegna mikilla hagsmuna í tveimur stærstu bönkum landsins, Lloyds Banking Group og Royal Bank of Scotland Group. Í nýjum hagtölum frá Englandsbanka kemur fram að neytendalán hafi einungis vaxið um 414 milljónum punda í júní, en það er minnsta mánaðaaukning frá árinu 1993 eða frá því að byrjað var að halda utan þróunina. Hagfræðingar töldu að aukningin myndi nema 900 milljónum punda eða rúmlega helmingi meiri en raunin varð. Svipaða sögu er að segja um greiðslukortalán og veðlán. Ennfremur kemur fram í gögnum bankans að lán til fyrirtækja annarra en fjármálafyrirtækja hafi dregist saman um 0,2% í mánuðinum og 1,2% það sem af er ári. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Evrópskir bankar hafa haldið áfram að herða útlánaskilyrði og eru því enn tregir til að lána viðskiptavinum sínum sem gerir yfirvöldum erfitt fyrir í tilraunum sínum til að snúa við þróun efnahagsmála, en þau hafa útvegað bönkunum mikið af ódýru lausafé til að lána viðskiptavinum sínum. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að bankar á evrusvæðinu hertu skilyrði til lántöku á öðrum ársfjórðungi, og má jafnvel búast við enn harðari kröfum fyrir fyrirtæki og heimili á yfirstandandi fjórðungi. Þetta kemur fram í frétt vefútgáfu Wall Street Journal. Síðasta árið hafa stjórnvöld og seðlabankar stutt við banka í lánsfjárkreppunni með mikilli innspýtingu fjármagns og sumum tilvikum endurfjármögnun, en þessum aðgerðum var ætlað að auka við útlángetu og vilja bankanna til þess að lána viðskiptavinum sínum fjármagn og koma þannig hjólum efnahagslífsins af stað aftur. Viðkvæmir efnahagsreikningar bankanna og áhyggjur af vanskilum hafa orðið til þess að bankarnir hafa dregið mikið úr útlánum. Greinendur telja þó mögulegt að þvinganir yfirvalda til þess að láta bankana bjóða upp á meiri og ódýrari útlán komi með tímanum í bakið á bæði yfirvöldum og bönkunum sjálfum. Þær gætu jafnvel seinkað batanum og komið niður á hlutabréfaverði bankanna ef hlutfall „slæmra" lána í lánasöfnum bankanna fari mikið vaxandi. Það setur til að mynda breska ríkið í töluverða klemmu vegna mikilla hagsmuna í tveimur stærstu bönkum landsins, Lloyds Banking Group og Royal Bank of Scotland Group. Í nýjum hagtölum frá Englandsbanka kemur fram að neytendalán hafi einungis vaxið um 414 milljónum punda í júní, en það er minnsta mánaðaaukning frá árinu 1993 eða frá því að byrjað var að halda utan þróunina. Hagfræðingar töldu að aukningin myndi nema 900 milljónum punda eða rúmlega helmingi meiri en raunin varð. Svipaða sögu er að segja um greiðslukortalán og veðlán. Ennfremur kemur fram í gögnum bankans að lán til fyrirtækja annarra en fjármálafyrirtækja hafi dregist saman um 0,2% í mánuðinum og 1,2% það sem af er ári.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira