Matur

Nautafille

Nautafille

Timjan

Rósmarin

Hvítlaukur

Smjör

Kjötið er velt upp úr olíu og kryddað með vel með salt og pipar. Þá er kjötið brúnað vel á pönnu, þá er einni góðri matskeið af smjöri sett á pönnuna ásamt sitthvorri greininni af rósmarin og timjan, kjötið er velt upp úr smjörinu og kryddinu. Þá er kjötið tekið til hliðar.

Til að fá kjötið mjúkt og með fallegum lit setjum við kjötið inní 180°heitan ofninn í 5 mín og tökum það út, hvílum í 5 mín og svo aftur inn í ofninn í 5 mín. Gott er að láta kjötið standa í c.a 10 mín áður en það er skorið til að halda safanum inní kjötinu.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.