Dökkar horfur í efnahagsmálum 11. mars 2009 00:01 Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, telur að kreppunni ljúki ekki hér fyrr en það sjái til sólar í alþjóðlegu efnahagslífi. „Við erum í svolítið skrítinni stöðu. Við héldum í byrjun árs að búið væri að grípa til aðgerða sem dygðu til að koma fjármálageiranum fyrir horn. Nú er ljóst að svo var ekki," segir Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, um horfur í efnahagsmálum á heimsvísu. Edda Rós segir horfur enn slæmar og ekki sjái fyrir endann á fjármálakreppunni í allra nánustu framtíð. Hún bendir á að eignaverð sé enn að lækka víða um heim og hafi það áhrif á fjármálastofnanir og raunhagkerfið. Það hafi skilað sér í viðvarandi skorti á trausti, erfiðleikum tengdum eignamati og háum áhættuálögum um heim allan. Edda Rós segir óvissuna helsta orsakavaldinn og séu þau tól sem áður hafi verið gripið til ekki virk. „Ríkjandi hugmyndafræði hefur víða verið sú að lækka skatta til að auka hagvöxt. Í raun má færa hagfræðileg rök fyrir því að nú eigi ríkið að eyða annaðhvort skattpeningum eða skila með hallarekstri, því einkaaðilar treysta sér ekki til þess á meðan eignaverð er enn að lækka," segir hún. „Þetta er andstætt við þá hagfræði sem hefur verið í gildi upp á síðkastið. Því getur verið erfitt að kyngja og menn ekki undirbúnir til að fara í slíkt," segir hún og bætir við að nú sé svo komið að ríkisstjórnir stærstu landa heims verði að setjast niður og móta samræmdar aðgerðir gegn kreppunni. Beðið eftir leiðtogumEdda Rós segir menn bera miklar væntingar til leiðtogafundar tuttugu stærstu iðnríkja heims - G20-fundarins - þar sem forsætisráðherrar og aðrir stjórnmálaleiðtogar hittast ásamt seðlabankastjórum í Lundúnum í Bretlandi 2. apríl næstkomandi.Þegar var byrjað að leggja línurnar og hita upp fyrir fundinn á ársfundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í enda janúar og hafa menn lagt grunninn að því sem rætt verður um á leiðtogafundinum. „Þarna munu menn væntanlega ræða um regluverk og umgjörð sem hjálpar til við að verðmeta eignir," segir Edda Rós. Hún telur sömuleiðis líklegt að rætt verði um samræmdar aðgerðir til bjargar bönkum og fjármálafyrirtækjum.„Margir telja að bankar séu meira eða minna með neikvætt eigið fé um allan heim. Þá er spurningin hvort tækt sé að setja aukið eigið fé í fyrirtækin eða skera niður skuldir í anda þess sem hafi verið gert hér heima," segir Edda Rós og bætir við að menn deili um ágæti aðgerðanna. Kröfuhafar taka skellinnFjármálasérfræðingar vestanhafs hafa upp á síðkastið rætt um að fara sænsku eða jafnvel finnsku leiðina til að bjarga fjármálafyrirtækjunum. Edda Rós vill ekki útiloka að menn velji aðrar leiðir. Þegar Svíar og Finnar hafi gert upp banka sína í norrænu fjármálakreppunum á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar hafi aðstæður verið aðrar en nú og lánardrottnar fengið allar kröfur greiddar. Því sé ekki að skipta nú. „Nú eru menn að gíra öll kerfi niður og þá gerist það sjálfkrafa að eignir gufa upp á meðan skuldir sitja eftir líkt og hér. Þá má íhuga það alvarlega hvort kröfuhafar - skuldabréfaeigendur - eigi ekki að taka hluta skell síns og taka þátt í að borga brúsann," segir Edda Rós. Hún telur slíkt mögulega geta gengið eftir án alvarlegra eftirkasta fyrir alþjóðlegt efnahagslíf, enda séu allir kostir slæmir. Hins vegar verði að ná alþjóðlegri sátt um aðgerðirnar.Hún segir sömuleiðis ljóst, að þótt aðgerðir sem þessar verði sársaukafullar fyrir skuldabréfaeigendur þá geti þær bundið enda á fjármálakreppuna fyrr en ella. „Þetta er spurning hvort menn vilja hryllilegan endi á kreppunni eða endalausan hrylling," segir hún. Allt tekur endaEdda Rós tekur undir með Kenneth Rogoff, prófessor í Harvard og fyrrum aðalhagfræðing Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að allar efnahagskreppur taki enda. Fjármálakreppur vari að meðaltali tæplega 2 ár þar til taki að sjá til sólar á ný. Atvinnuleysi vari oft lengur og tekur að meðaltal um 4,8 ár að draga úr því.„Þetta fer allt eftir skilgreiningum á kreppu. Ég hef tilhneigingu til að skoða það út frá augum einstaklingsins og hef áhuga á því hvenær störfum tekur að fjölga á ný eftir samdráttarskeið. Sem hagfræðingur horfi ég hins vegar á hagvöxtinn," segir Edda Rós og bendir á að hér gegni nokkuð öðru máli en í öðrum löndum. Hagkerfið hér sé mjög sveigjanlegt sem geti hagað seglum eftir vindi. Hún nefnir sem dæmi að einkaneysla hafi dregist mjög hratt saman á fjórða ársfjórðungi í fyrra, eða um tæp 25 prósent. „Það sést ekki í stórum hagkerfum," segir hún.„Við getum ekki leyst kreppuna hér fyrr en botn er kominn í alþjóðlegu kreppuna. Við getum þó allt eins búist við að vera fyrst upp úr henni. En það gerist ekki fyrr en heimurinn hefur náð viðspyrnu," segir Edda Rós. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Við erum í svolítið skrítinni stöðu. Við héldum í byrjun árs að búið væri að grípa til aðgerða sem dygðu til að koma fjármálageiranum fyrir horn. Nú er ljóst að svo var ekki," segir Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, um horfur í efnahagsmálum á heimsvísu. Edda Rós segir horfur enn slæmar og ekki sjái fyrir endann á fjármálakreppunni í allra nánustu framtíð. Hún bendir á að eignaverð sé enn að lækka víða um heim og hafi það áhrif á fjármálastofnanir og raunhagkerfið. Það hafi skilað sér í viðvarandi skorti á trausti, erfiðleikum tengdum eignamati og háum áhættuálögum um heim allan. Edda Rós segir óvissuna helsta orsakavaldinn og séu þau tól sem áður hafi verið gripið til ekki virk. „Ríkjandi hugmyndafræði hefur víða verið sú að lækka skatta til að auka hagvöxt. Í raun má færa hagfræðileg rök fyrir því að nú eigi ríkið að eyða annaðhvort skattpeningum eða skila með hallarekstri, því einkaaðilar treysta sér ekki til þess á meðan eignaverð er enn að lækka," segir hún. „Þetta er andstætt við þá hagfræði sem hefur verið í gildi upp á síðkastið. Því getur verið erfitt að kyngja og menn ekki undirbúnir til að fara í slíkt," segir hún og bætir við að nú sé svo komið að ríkisstjórnir stærstu landa heims verði að setjast niður og móta samræmdar aðgerðir gegn kreppunni. Beðið eftir leiðtogumEdda Rós segir menn bera miklar væntingar til leiðtogafundar tuttugu stærstu iðnríkja heims - G20-fundarins - þar sem forsætisráðherrar og aðrir stjórnmálaleiðtogar hittast ásamt seðlabankastjórum í Lundúnum í Bretlandi 2. apríl næstkomandi.Þegar var byrjað að leggja línurnar og hita upp fyrir fundinn á ársfundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í enda janúar og hafa menn lagt grunninn að því sem rætt verður um á leiðtogafundinum. „Þarna munu menn væntanlega ræða um regluverk og umgjörð sem hjálpar til við að verðmeta eignir," segir Edda Rós. Hún telur sömuleiðis líklegt að rætt verði um samræmdar aðgerðir til bjargar bönkum og fjármálafyrirtækjum.„Margir telja að bankar séu meira eða minna með neikvætt eigið fé um allan heim. Þá er spurningin hvort tækt sé að setja aukið eigið fé í fyrirtækin eða skera niður skuldir í anda þess sem hafi verið gert hér heima," segir Edda Rós og bætir við að menn deili um ágæti aðgerðanna. Kröfuhafar taka skellinnFjármálasérfræðingar vestanhafs hafa upp á síðkastið rætt um að fara sænsku eða jafnvel finnsku leiðina til að bjarga fjármálafyrirtækjunum. Edda Rós vill ekki útiloka að menn velji aðrar leiðir. Þegar Svíar og Finnar hafi gert upp banka sína í norrænu fjármálakreppunum á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar hafi aðstæður verið aðrar en nú og lánardrottnar fengið allar kröfur greiddar. Því sé ekki að skipta nú. „Nú eru menn að gíra öll kerfi niður og þá gerist það sjálfkrafa að eignir gufa upp á meðan skuldir sitja eftir líkt og hér. Þá má íhuga það alvarlega hvort kröfuhafar - skuldabréfaeigendur - eigi ekki að taka hluta skell síns og taka þátt í að borga brúsann," segir Edda Rós. Hún telur slíkt mögulega geta gengið eftir án alvarlegra eftirkasta fyrir alþjóðlegt efnahagslíf, enda séu allir kostir slæmir. Hins vegar verði að ná alþjóðlegri sátt um aðgerðirnar.Hún segir sömuleiðis ljóst, að þótt aðgerðir sem þessar verði sársaukafullar fyrir skuldabréfaeigendur þá geti þær bundið enda á fjármálakreppuna fyrr en ella. „Þetta er spurning hvort menn vilja hryllilegan endi á kreppunni eða endalausan hrylling," segir hún. Allt tekur endaEdda Rós tekur undir með Kenneth Rogoff, prófessor í Harvard og fyrrum aðalhagfræðing Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að allar efnahagskreppur taki enda. Fjármálakreppur vari að meðaltali tæplega 2 ár þar til taki að sjá til sólar á ný. Atvinnuleysi vari oft lengur og tekur að meðaltal um 4,8 ár að draga úr því.„Þetta fer allt eftir skilgreiningum á kreppu. Ég hef tilhneigingu til að skoða það út frá augum einstaklingsins og hef áhuga á því hvenær störfum tekur að fjölga á ný eftir samdráttarskeið. Sem hagfræðingur horfi ég hins vegar á hagvöxtinn," segir Edda Rós og bendir á að hér gegni nokkuð öðru máli en í öðrum löndum. Hagkerfið hér sé mjög sveigjanlegt sem geti hagað seglum eftir vindi. Hún nefnir sem dæmi að einkaneysla hafi dregist mjög hratt saman á fjórða ársfjórðungi í fyrra, eða um tæp 25 prósent. „Það sést ekki í stórum hagkerfum," segir hún.„Við getum ekki leyst kreppuna hér fyrr en botn er kominn í alþjóðlegu kreppuna. Við getum þó allt eins búist við að vera fyrst upp úr henni. En það gerist ekki fyrr en heimurinn hefur náð viðspyrnu," segir Edda Rós.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira