Íslandshrun leiðir til breytinga í fjármálum breskra sveitarfélaga 21. september 2009 10:45 Hið gífurlega tap bæjar- og sveitarfélaga á hruni íslenska bankakerfisins s.l. haust hefur leitt til grundvallarbreytinga í stjórn á fjármálum þessara félaga. Fulltrúar þeirra eiga nú í viðræðum við forstjóra sjóða í The City, fjármálahverfi Lundúna, um stofnun nýrra sjóða sem sjái sérstaklega um að ávaxta fjármuni bæjar- og sveitarfélaganna. Í frétt um málið í The Financial Times segir að um sé að ræða útfærslu á markaðssjóðum þar sem bæjar- og sveitarfélögin gætu ávaxtað lausafé sitt en það er talið nema um 30 milljörðum punda. Tap þessara félaga á íslensku bönkunum nam einum milljarði punda, eða ríflega 200 milljörðum kr. Þetta tap leiddi svo aftur til þess að félögin drógu í miklum mæli fé sitt úr úr breskum fasteignasjóðum (building societies). Samtök sveitarfélaga á Bretlandi (LGA) hafa veitt heimild sína til framangreindra viðræðnum um stofnun sérstakra markaðssjóða sem yrðu sniðnir að þörfum félaganna. LGA reiknar með að í krafti stærðar sinnar gætu félögin t.d. fengið afslátt af þeirri prósentu, allt að 0,2%, sem núverandi markaðssjóðir taka af viðskiptavinum sínum fyrir að ávaxta fjármuni þeirra. Þetta eru svo aftur slæmar fréttir fyrir fasteignafélögin sem horfa fram á enn frekari flótta fjármagns frá sér ef framangreindar viðræður skila árangri. Adrian Coles forstjóri samtaka fasteignasjóða í Bretlandi segir að bæjar- og sveitarfélögin hafi orðið fyrir verulegu áfalli vegna íslenska bankahrunsins..."Nú leita þeir umfram allt í örugg skjól með fjármuni sína," segir Coles. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hið gífurlega tap bæjar- og sveitarfélaga á hruni íslenska bankakerfisins s.l. haust hefur leitt til grundvallarbreytinga í stjórn á fjármálum þessara félaga. Fulltrúar þeirra eiga nú í viðræðum við forstjóra sjóða í The City, fjármálahverfi Lundúna, um stofnun nýrra sjóða sem sjái sérstaklega um að ávaxta fjármuni bæjar- og sveitarfélaganna. Í frétt um málið í The Financial Times segir að um sé að ræða útfærslu á markaðssjóðum þar sem bæjar- og sveitarfélögin gætu ávaxtað lausafé sitt en það er talið nema um 30 milljörðum punda. Tap þessara félaga á íslensku bönkunum nam einum milljarði punda, eða ríflega 200 milljörðum kr. Þetta tap leiddi svo aftur til þess að félögin drógu í miklum mæli fé sitt úr úr breskum fasteignasjóðum (building societies). Samtök sveitarfélaga á Bretlandi (LGA) hafa veitt heimild sína til framangreindra viðræðnum um stofnun sérstakra markaðssjóða sem yrðu sniðnir að þörfum félaganna. LGA reiknar með að í krafti stærðar sinnar gætu félögin t.d. fengið afslátt af þeirri prósentu, allt að 0,2%, sem núverandi markaðssjóðir taka af viðskiptavinum sínum fyrir að ávaxta fjármuni þeirra. Þetta eru svo aftur slæmar fréttir fyrir fasteignafélögin sem horfa fram á enn frekari flótta fjármagns frá sér ef framangreindar viðræður skila árangri. Adrian Coles forstjóri samtaka fasteignasjóða í Bretlandi segir að bæjar- og sveitarfélögin hafi orðið fyrir verulegu áfalli vegna íslenska bankahrunsins..."Nú leita þeir umfram allt í örugg skjól með fjármuni sína," segir Coles.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira