Marel: Stóðum rétt að málum 9. mars 2009 19:15 Marel Food Systems segir óumdeilt að stjórnarformaður fyrirtækisins hafi að öllu leyti staðið rétt að framkvæmd viðskipta tveggja fjárhagslega tengdra aðila stjórnarformanns fyrirtækisins, að fram kemur í tilkynningu. Þann 4. desember 2008 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvörðun um að sekta Marel vegna brots á lögum um verðbréfaviðskipti . FME taldi með vísan til atvika máls að öðru leyti, þ.e. stjórnvaldssekta í sambærilegum málum, að hæfileg sekt væri ein milljón króna. Í umfjöllun um málið á heimasíðu FME segir að Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Marel hefði brotið gegn lögum um verðbréfaviðskipti með því að birta ekki tilkynningu innan tilskilinna tímamarka um viðskipti tveggja fjárhagslega tengdra aðila stjórnarformanns félagsins, Árna Odds Þórðarsonar. ,,Það skal tekið fram í þessu sambandi að það er óumdeilt að stjórnarformaðurinn stóð réttilega að framkvæmd viðskiptanna að öllu leyti. Það var því ekki um brot af hans hálfu að ræða heldur einfalda yfirsjón regluvarðar félagsins sem fólst í því að hann sendi tilkynningu á réttum tíma til FME en láðist að senda hana til Kauphallarinnar," segir í tilkynningu frá Marel Food Systems. Þá er jafnframt tekið fram að fyrirtækið leit aldrei svo á að félagið hefði hafnað sáttaboði FME í málinu. ,,Taldi félagið fyrirætlun FME um viðurlög í málinu væri í engu samræmi við eðli málsins né önnur sambærileg mál. Lögmenn félagsins höfðu verið í miklum samskiptum við FME vegna málsins og taldi félagið að viðræður væru enn í gangi. Það kom félaginu því verulega á óvart þegar stjórn FME tók ákvörðun þann 4. desember 2008 um að beita félagið stjórnvaldssekt." Marel var gefinn gefinn kostur á að koma að frekari skýringum og sjónarmiðum í málinu sem það síðast gerði í september 2008. ,,Félagið hafði þá komið á framfæri þeirri skoðun að gild rök fyrir því að athugasemd væri fullnægjandi úrræði gagnvart félaginu þar sem um minniháttar brot væri að ræða. Eins og fyrr segir var um smávægilega yfirsjón að ræða en ekki ásetning og þá var um óveruleg viðskipti að ræða, eða að upphæð kr. 2.133.081 að markaðsvirði á viðskiptadegi 15. maí 2008, sem samsvarar um 0,0039% af heildarhlutafé félagsins. „ Þrátt fyrir að ákvörðun stjórnar FME hafi komið á óvart í ljósi þessara málsatvika ákvað Marl að una niðurstöðu hennar, enda sé það einlægur ásetningur félagsins að tryggja í hvívetna fylgni við leikreglur fjármálamarkaðarins. Tengdar fréttir FME sektar Marel um milljón vegna verðbréfaviðskipta Þann 4. desember 2008 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) ákvörðun um að sekta Marel Food Systems hf. vegna brots á lögum um verðbréfaviðskipti . FME taldi með vísan til atvika máls að öðru leyti, þ.e. stjórnvaldssekta í sambærilegum málum, að hæfileg sekt væri kr. 1.000.000,-. 9. mars 2009 15:50 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Marel Food Systems segir óumdeilt að stjórnarformaður fyrirtækisins hafi að öllu leyti staðið rétt að framkvæmd viðskipta tveggja fjárhagslega tengdra aðila stjórnarformanns fyrirtækisins, að fram kemur í tilkynningu. Þann 4. desember 2008 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvörðun um að sekta Marel vegna brots á lögum um verðbréfaviðskipti . FME taldi með vísan til atvika máls að öðru leyti, þ.e. stjórnvaldssekta í sambærilegum málum, að hæfileg sekt væri ein milljón króna. Í umfjöllun um málið á heimasíðu FME segir að Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Marel hefði brotið gegn lögum um verðbréfaviðskipti með því að birta ekki tilkynningu innan tilskilinna tímamarka um viðskipti tveggja fjárhagslega tengdra aðila stjórnarformanns félagsins, Árna Odds Þórðarsonar. ,,Það skal tekið fram í þessu sambandi að það er óumdeilt að stjórnarformaðurinn stóð réttilega að framkvæmd viðskiptanna að öllu leyti. Það var því ekki um brot af hans hálfu að ræða heldur einfalda yfirsjón regluvarðar félagsins sem fólst í því að hann sendi tilkynningu á réttum tíma til FME en láðist að senda hana til Kauphallarinnar," segir í tilkynningu frá Marel Food Systems. Þá er jafnframt tekið fram að fyrirtækið leit aldrei svo á að félagið hefði hafnað sáttaboði FME í málinu. ,,Taldi félagið fyrirætlun FME um viðurlög í málinu væri í engu samræmi við eðli málsins né önnur sambærileg mál. Lögmenn félagsins höfðu verið í miklum samskiptum við FME vegna málsins og taldi félagið að viðræður væru enn í gangi. Það kom félaginu því verulega á óvart þegar stjórn FME tók ákvörðun þann 4. desember 2008 um að beita félagið stjórnvaldssekt." Marel var gefinn gefinn kostur á að koma að frekari skýringum og sjónarmiðum í málinu sem það síðast gerði í september 2008. ,,Félagið hafði þá komið á framfæri þeirri skoðun að gild rök fyrir því að athugasemd væri fullnægjandi úrræði gagnvart félaginu þar sem um minniháttar brot væri að ræða. Eins og fyrr segir var um smávægilega yfirsjón að ræða en ekki ásetning og þá var um óveruleg viðskipti að ræða, eða að upphæð kr. 2.133.081 að markaðsvirði á viðskiptadegi 15. maí 2008, sem samsvarar um 0,0039% af heildarhlutafé félagsins. „ Þrátt fyrir að ákvörðun stjórnar FME hafi komið á óvart í ljósi þessara málsatvika ákvað Marl að una niðurstöðu hennar, enda sé það einlægur ásetningur félagsins að tryggja í hvívetna fylgni við leikreglur fjármálamarkaðarins.
Tengdar fréttir FME sektar Marel um milljón vegna verðbréfaviðskipta Þann 4. desember 2008 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) ákvörðun um að sekta Marel Food Systems hf. vegna brots á lögum um verðbréfaviðskipti . FME taldi með vísan til atvika máls að öðru leyti, þ.e. stjórnvaldssekta í sambærilegum málum, að hæfileg sekt væri kr. 1.000.000,-. 9. mars 2009 15:50 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
FME sektar Marel um milljón vegna verðbréfaviðskipta Þann 4. desember 2008 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) ákvörðun um að sekta Marel Food Systems hf. vegna brots á lögum um verðbréfaviðskipti . FME taldi með vísan til atvika máls að öðru leyti, þ.e. stjórnvaldssekta í sambærilegum málum, að hæfileg sekt væri kr. 1.000.000,-. 9. mars 2009 15:50