Viðskiptafélagi Exista í lögreglurannsókn á Bretlandi 10. september 2009 14:24 Efnahagsbrotadeild lögreglunnar á Bretlandi (Serious Fraud Office) hefur hafið rannsókn á starfsháttum íþróttavöruverslunnarkeðjunnar JJB Sports meðan keðjan var undir stjórn Chris Ronnie. Ronnie er fyrrum viðskiptafélagi Exista í Bretlandi en um tíma áttu hann og Exista tæplega 30% hlut saman í JJB Sports. Rannsóknin kemur í kjölfar rannsóknar breska samkeppniseftirlisins (OFT) á starfsháttum og samstarfi JJB Sports og annarar íþróttavörukeðju Sports Direct. Leikur grunur á að keðjurnar tvær hafi misnotað ráðandi stöðu sína til einokunnar á þessum markaði í Bretlandi. Núverandi stjórn JJB Sports hefur ákveðið að aðstoða OFT í þeirra rannsókn og í staðinn verður fallið frá hugsanlegum fésektum á hendur keðjunni. „Íhlutun efnahagsbrotadeildarinnar er dramatísk stigmögnun á hneykslinu í kringum þessar tvær verslanakeðjur og veltir upp möguleikum á fangelsisdómum ef glæpsamleg hegðun kemur í ljós," segir í umfjöllun Retailweek um málið. Rannsókn OFT hófst síðasta vetur eftir að Chris Ronnie hafði verið leystur frá störfum, Var rannsóknin tilkomin að beiðni hinnar nýju stjórnar JJB Sports. Nær rannsóknin yfir tímabilið frá 8. júní 2007 og til 25. mars í ár þegar Ronnie gengdi stöðu forstjóra keðjunnar. Sports Direct hefur staðfest að það muni aðstoða bæði OFT og lögregluna í rannsóknum þessum. Ronnie og Exista misstu fyrrgreindan hlut sinn í hendur Kaupþings í vetur en bankinn tók hann til sín með veðkalli. Í vor seldi Kaupþing síðan megnið af hlutnum en ekki var gefið upp hve mikið fékkst fyrir hann. Um svipað leyti fékk Kaupþing endurgreitt 20 milljón punda lán sem það hafði veitt JJB Sports. Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Efnahagsbrotadeild lögreglunnar á Bretlandi (Serious Fraud Office) hefur hafið rannsókn á starfsháttum íþróttavöruverslunnarkeðjunnar JJB Sports meðan keðjan var undir stjórn Chris Ronnie. Ronnie er fyrrum viðskiptafélagi Exista í Bretlandi en um tíma áttu hann og Exista tæplega 30% hlut saman í JJB Sports. Rannsóknin kemur í kjölfar rannsóknar breska samkeppniseftirlisins (OFT) á starfsháttum og samstarfi JJB Sports og annarar íþróttavörukeðju Sports Direct. Leikur grunur á að keðjurnar tvær hafi misnotað ráðandi stöðu sína til einokunnar á þessum markaði í Bretlandi. Núverandi stjórn JJB Sports hefur ákveðið að aðstoða OFT í þeirra rannsókn og í staðinn verður fallið frá hugsanlegum fésektum á hendur keðjunni. „Íhlutun efnahagsbrotadeildarinnar er dramatísk stigmögnun á hneykslinu í kringum þessar tvær verslanakeðjur og veltir upp möguleikum á fangelsisdómum ef glæpsamleg hegðun kemur í ljós," segir í umfjöllun Retailweek um málið. Rannsókn OFT hófst síðasta vetur eftir að Chris Ronnie hafði verið leystur frá störfum, Var rannsóknin tilkomin að beiðni hinnar nýju stjórnar JJB Sports. Nær rannsóknin yfir tímabilið frá 8. júní 2007 og til 25. mars í ár þegar Ronnie gengdi stöðu forstjóra keðjunnar. Sports Direct hefur staðfest að það muni aðstoða bæði OFT og lögregluna í rannsóknum þessum. Ronnie og Exista misstu fyrrgreindan hlut sinn í hendur Kaupþings í vetur en bankinn tók hann til sín með veðkalli. Í vor seldi Kaupþing síðan megnið af hlutnum en ekki var gefið upp hve mikið fékkst fyrir hann. Um svipað leyti fékk Kaupþing endurgreitt 20 milljón punda lán sem það hafði veitt JJB Sports.
Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira