Óttast að danskir „gulldrengir“ hafi komið auðæfum undan 25. september 2009 08:35 Talið er að talsverður fjöldi fjármálamanna og fasteignabraskara Í Danmörku hafi komið töluverðu af auðæfum sínum undan þrotabúum og geymi peninga sína erlendis. Skiptastjórar þrotabúa þeirra óttast að þessir fjármunir muni aldrei finnast. Viðskiptablaðið Börsen birtir úttekt á málinu í dag. Þar kemur fram að saksóknarinn sem stjórnar sérdeild innan dönsku efnahagsbrotalögreglunnar (Særlig Ökonomisk Kriminalitet eða SÖK) hafi fundað um málið með nokkrum skiptastjórum í gærdag. Skiptastjórarnir eiga það sameiginlegt að þeir eru að reyna að innheimta kröfur í þrotabú dönsku „gulldrengjanna" svokölluðu sem tókst að blása út bókhöld sín upp í milljarðaklassan á síðustu árum í fasteignum, hlutabréfum og verðbréfum. Að sögn Börsen eru skiptastjórarnir nú reiðubúnir að láta nokkurn fjölda mála í hendur SÖK. Þeir hafa hinsvegar áhyggjur af getu SÖK til að rannsaka málin. „Lögreglan getur ekki að því gert að hafa ekki þau tæki og tól sem þarf," segir einn skiptastjórana sem sat fundinn. „Hvort sem það eru stjórnmálamenn eða skattayfirvöld sem eiga að grípa inn í veit ég ekki. En það verður að gera eitthvað." Meðal þeirra „gulldrengja" sem SÖK fær væntanlega til rannsóknar eru Stones Invest þrotabú Steen Gudes, þrotabú fasteignabraskarana Jesper Koch Andersen og Joacim Bruus-Jensen og þrotabú verðbréfasalans René Müller. Málefni Stones Invest voru nokkuð í umræðunni hér á landi í september s.l. þegar Landic Property setti fram kröfu um gjaldþrot félagsins. Þessu svaraði Steen Gude, eigandi Stones Invest með því að stefna Landic fyrir fógetaréttinn í Kaupmannahöfn. Gjaldþrotabeiðni Landic byggði á kröfu um endurgreiðslu á virðisaukaskatti upp á 7,5 milljónir dkr. vegna byggingarframkvæmda í Holbæk. Landic taldi að Stones Invest hafi haldið þessari upphæð eftir og að hún hefði með réttu átt að ganga til Landic. Nokkrum dögum eftir að greint var frá þessu var Stones Invest formlega tekið til gjaldþrotaskipta. Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Talið er að talsverður fjöldi fjármálamanna og fasteignabraskara Í Danmörku hafi komið töluverðu af auðæfum sínum undan þrotabúum og geymi peninga sína erlendis. Skiptastjórar þrotabúa þeirra óttast að þessir fjármunir muni aldrei finnast. Viðskiptablaðið Börsen birtir úttekt á málinu í dag. Þar kemur fram að saksóknarinn sem stjórnar sérdeild innan dönsku efnahagsbrotalögreglunnar (Særlig Ökonomisk Kriminalitet eða SÖK) hafi fundað um málið með nokkrum skiptastjórum í gærdag. Skiptastjórarnir eiga það sameiginlegt að þeir eru að reyna að innheimta kröfur í þrotabú dönsku „gulldrengjanna" svokölluðu sem tókst að blása út bókhöld sín upp í milljarðaklassan á síðustu árum í fasteignum, hlutabréfum og verðbréfum. Að sögn Börsen eru skiptastjórarnir nú reiðubúnir að láta nokkurn fjölda mála í hendur SÖK. Þeir hafa hinsvegar áhyggjur af getu SÖK til að rannsaka málin. „Lögreglan getur ekki að því gert að hafa ekki þau tæki og tól sem þarf," segir einn skiptastjórana sem sat fundinn. „Hvort sem það eru stjórnmálamenn eða skattayfirvöld sem eiga að grípa inn í veit ég ekki. En það verður að gera eitthvað." Meðal þeirra „gulldrengja" sem SÖK fær væntanlega til rannsóknar eru Stones Invest þrotabú Steen Gudes, þrotabú fasteignabraskarana Jesper Koch Andersen og Joacim Bruus-Jensen og þrotabú verðbréfasalans René Müller. Málefni Stones Invest voru nokkuð í umræðunni hér á landi í september s.l. þegar Landic Property setti fram kröfu um gjaldþrot félagsins. Þessu svaraði Steen Gude, eigandi Stones Invest með því að stefna Landic fyrir fógetaréttinn í Kaupmannahöfn. Gjaldþrotabeiðni Landic byggði á kröfu um endurgreiðslu á virðisaukaskatti upp á 7,5 milljónir dkr. vegna byggingarframkvæmda í Holbæk. Landic taldi að Stones Invest hafi haldið þessari upphæð eftir og að hún hefði með réttu átt að ganga til Landic. Nokkrum dögum eftir að greint var frá þessu var Stones Invest formlega tekið til gjaldþrotaskipta.
Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira