Beyoncé klæðist E-label 27. nóvember 2009 06:00 Ánægðar <B>Ásta Kristjánsdóttir</B> segir fréttirnar af innkaupum <B>Beyoncé</B> mjög ánægjulegar en söngkonan hefur dvalið í London ásamt eiginmanni sínum, Jay-Z. Beyoncé þykir hafa einstaklega góðan fatasmekk og var valin best klædda kona ársins 2009 af lesendum People. Leggingsbuxurnar, <B>Heavy Metal</B>, sem Beyoncé keypti eru sérstaklega vinsælar í Bretlandi um þessar mundir. Íslenska hönnunarmerkið E-label hefur verið til sölu í tískuversluninni Topshop í London undanfarnar vikur. Bandaríska söngkonan Beyoncé hefur nú bæst í hóp viðskiptavina merkisins. „Yfirmenn í Topshop hringdu í okkur og sögðu okkur frá því að Beyoncé væri stödd í versluninni og hefði keypt Heavy Metal leggings frá E-label. Við urðum auðvitað mjög ánægðar enda mikill heiður fyrir merkið. Þau sögðu okkur að hún hefði mætt þangað með nokkra lífverði með sér og halarófu af æstum aðdáendum. Verslunarstjórinn bauðst til að loka versluninni fyrir hana en hún afþakkaði það," segir Ásta Kristjánsdóttir, sem rekur E-label ásamt Hebu Hallgrímsdóttur, en Ásgrímur Már Friðriksson hannar flíkurnar. Beyoncé er þó ekki eina erlenda stjarnan sem hefur verslað við E-label því fyrrverandi samstarfskona hennar, söngkonan Michelle Williams, pantaði nýverið sex flíkur frá fyrirtækinu. „Við létum breyta þeim aðeins fyrir hana og mér skilst að hún ætli að klæðast fötunum á tónleikum. Það væri mjög gaman að rekast á myndir af þessum konum í fötum frá okkur í nánustu framtíð," segir Ásta og hlær. Beyoncé Knowles hefur verið ein vinsælasta söngkona heims síðastliðinn áratug, en hún sló fyrst í gegn árið 1997 með stúlknasveitinni Destiny's Child, en Michelle Williams var einmitt með henni í þeirri hljómsveit. Hún hefur ætíð vakið mikla athygli fyrir smekklegan klæðnað og var meðal annars valin best klædda kona ársins 2009 af lesendum tímaritsins People. Auk þess rekur hún eigið hönnunarfyrirtæki ásamt móður sinni undir nafninu House of Deréon. [email protected] Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Íslenska hönnunarmerkið E-label hefur verið til sölu í tískuversluninni Topshop í London undanfarnar vikur. Bandaríska söngkonan Beyoncé hefur nú bæst í hóp viðskiptavina merkisins. „Yfirmenn í Topshop hringdu í okkur og sögðu okkur frá því að Beyoncé væri stödd í versluninni og hefði keypt Heavy Metal leggings frá E-label. Við urðum auðvitað mjög ánægðar enda mikill heiður fyrir merkið. Þau sögðu okkur að hún hefði mætt þangað með nokkra lífverði með sér og halarófu af æstum aðdáendum. Verslunarstjórinn bauðst til að loka versluninni fyrir hana en hún afþakkaði það," segir Ásta Kristjánsdóttir, sem rekur E-label ásamt Hebu Hallgrímsdóttur, en Ásgrímur Már Friðriksson hannar flíkurnar. Beyoncé er þó ekki eina erlenda stjarnan sem hefur verslað við E-label því fyrrverandi samstarfskona hennar, söngkonan Michelle Williams, pantaði nýverið sex flíkur frá fyrirtækinu. „Við létum breyta þeim aðeins fyrir hana og mér skilst að hún ætli að klæðast fötunum á tónleikum. Það væri mjög gaman að rekast á myndir af þessum konum í fötum frá okkur í nánustu framtíð," segir Ásta og hlær. Beyoncé Knowles hefur verið ein vinsælasta söngkona heims síðastliðinn áratug, en hún sló fyrst í gegn árið 1997 með stúlknasveitinni Destiny's Child, en Michelle Williams var einmitt með henni í þeirri hljómsveit. Hún hefur ætíð vakið mikla athygli fyrir smekklegan klæðnað og var meðal annars valin best klædda kona ársins 2009 af lesendum tímaritsins People. Auk þess rekur hún eigið hönnunarfyrirtæki ásamt móður sinni undir nafninu House of Deréon. [email protected]
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira