Danmörk miðstöð fyrir milljarða fjársvik með CO2-kvóta 1. desember 2009 11:15 Danmörk er orðin miðstöð fyrir hundruða milljarða kr. fjársvik með loftslagskvóta eða CO2-kvóta. Þeir sem stunda svikin nýta sér svokallaða „virðisaukskatts-hringekju" í kvótasölunni en samkvæmt grein í danska blaðinu Ekstra Bladet eru lögregluyfirvöld í fleiri Evrópulöndum nú að rannsaka málin sem öll eiga sér upphaf í loftslagskvótaskráningunni í Danmörku. „Við erum meðvitaðir um að á alþjóðavísu fer fram svindl með virðisaukaskatt. Því eru við í miklum mæli að skiptast á upplýsingum við yfirvöld í öðrum löndum," segir Reino Nielsen yfirráðgjafi hjá danska skattinum og sérfræðingur í virðisaukaskatti. Svindlið fer þannig fram að seljandinn á kvótanum á kröfu á endurgreiðslu virðisaukaskattsins í sölulandinu og kaupandinn á svo aftur að greiða skattinn í sínu landi. Með því að skrá söluna á fölsk fyrirtæki eða heimilisföng skilar skattur sér ekki í hús í sölulandinu. Menn geta svo velt þessu áfram til þriðja landsins eða jafnvel þess fjórða. Kvótaskráningin í Danmörku er langt frá því að vera sú umfangsmesta í Evrópu en þar er hinsvegar auðveldara að skrá sig fyrir kaupum og sölum á loftslagskvótum en í öðrum Evrópuríkjum þar sem geta liðið allt að þrír mánuðir með að fá staðfestingu inn á skrárnar. Blaðamenn Ekstra Bladet hafa fundið fjölda dæma í dönsku kvótaskráningunni þar sem seljendur kvótanna hafa gefið upp fölsk heimilisföng eða að viðkomandi fyrirtæki er í skiptameðferð án þess að vera afskráð úr skránni. Meðal þeirra sem stunda viðskiptin og er skráður í kvótaskránni er hinn dansk/ástralski Ned Shelton sem hlotið hefur dóma í bæði borgardómi Kaupmannahafnar og Östre Landsret fyrir gróf fjársvik. Dómarnir hljóðuðu upp á tvö ár í fangelsi. Í dag er Ned Shelton skráður fyrir fimm fyrirtækjum í kvótaskráningunni. Þessi fimm fyrirtæki eiga það sameiginlegt að í þeim finnst engin stjórn, engir starfsmenn og engar skrifstofur. Þrír forstjóra þeirra eru búsettir í Englandi og tveir í Frakklandi. Eitt kvótasvikamálanna sem á rætur að rekja til dönsku kvótaskráningarinnar hljóðar upp á 8,2 milljarða danskra kr. eða um 200 milljarða kr. Það er nú til rannsóknar í Englandi og hafa níu manns verið handteknir í tengslum við þá rannsókn. Í júní s.l. urðu frönsk stjórnvöld vör við þessi svik á CO2-markaðinum þar í landi og gripu strax inn í málið. Á þeim tíma námu viðskiptin með CO"-kvóta á franska markaðinum um 50 milljörðum kr. á dag. Skömmu eftir að svikin voru stöðvuð í Frakklandi var fjöldi falskra fyrirtækja skráður í Kaupmannahöfn sem kvótaviðskiptaaðilar. Þau hafa flest tengingu við svipuð félög í Englandi, Frakklandi og Þýskalandi. Markaðurinn með viðskipti á CO2-kvóta hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum og áætlað er að þau nemi nú yfir 16.000 milljörðum kr. á ári. Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Danmörk er orðin miðstöð fyrir hundruða milljarða kr. fjársvik með loftslagskvóta eða CO2-kvóta. Þeir sem stunda svikin nýta sér svokallaða „virðisaukskatts-hringekju" í kvótasölunni en samkvæmt grein í danska blaðinu Ekstra Bladet eru lögregluyfirvöld í fleiri Evrópulöndum nú að rannsaka málin sem öll eiga sér upphaf í loftslagskvótaskráningunni í Danmörku. „Við erum meðvitaðir um að á alþjóðavísu fer fram svindl með virðisaukaskatt. Því eru við í miklum mæli að skiptast á upplýsingum við yfirvöld í öðrum löndum," segir Reino Nielsen yfirráðgjafi hjá danska skattinum og sérfræðingur í virðisaukaskatti. Svindlið fer þannig fram að seljandinn á kvótanum á kröfu á endurgreiðslu virðisaukaskattsins í sölulandinu og kaupandinn á svo aftur að greiða skattinn í sínu landi. Með því að skrá söluna á fölsk fyrirtæki eða heimilisföng skilar skattur sér ekki í hús í sölulandinu. Menn geta svo velt þessu áfram til þriðja landsins eða jafnvel þess fjórða. Kvótaskráningin í Danmörku er langt frá því að vera sú umfangsmesta í Evrópu en þar er hinsvegar auðveldara að skrá sig fyrir kaupum og sölum á loftslagskvótum en í öðrum Evrópuríkjum þar sem geta liðið allt að þrír mánuðir með að fá staðfestingu inn á skrárnar. Blaðamenn Ekstra Bladet hafa fundið fjölda dæma í dönsku kvótaskráningunni þar sem seljendur kvótanna hafa gefið upp fölsk heimilisföng eða að viðkomandi fyrirtæki er í skiptameðferð án þess að vera afskráð úr skránni. Meðal þeirra sem stunda viðskiptin og er skráður í kvótaskránni er hinn dansk/ástralski Ned Shelton sem hlotið hefur dóma í bæði borgardómi Kaupmannahafnar og Östre Landsret fyrir gróf fjársvik. Dómarnir hljóðuðu upp á tvö ár í fangelsi. Í dag er Ned Shelton skráður fyrir fimm fyrirtækjum í kvótaskráningunni. Þessi fimm fyrirtæki eiga það sameiginlegt að í þeim finnst engin stjórn, engir starfsmenn og engar skrifstofur. Þrír forstjóra þeirra eru búsettir í Englandi og tveir í Frakklandi. Eitt kvótasvikamálanna sem á rætur að rekja til dönsku kvótaskráningarinnar hljóðar upp á 8,2 milljarða danskra kr. eða um 200 milljarða kr. Það er nú til rannsóknar í Englandi og hafa níu manns verið handteknir í tengslum við þá rannsókn. Í júní s.l. urðu frönsk stjórnvöld vör við þessi svik á CO2-markaðinum þar í landi og gripu strax inn í málið. Á þeim tíma námu viðskiptin með CO"-kvóta á franska markaðinum um 50 milljörðum kr. á dag. Skömmu eftir að svikin voru stöðvuð í Frakklandi var fjöldi falskra fyrirtækja skráður í Kaupmannahöfn sem kvótaviðskiptaaðilar. Þau hafa flest tengingu við svipuð félög í Englandi, Frakklandi og Þýskalandi. Markaðurinn með viðskipti á CO2-kvóta hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum og áætlað er að þau nemi nú yfir 16.000 milljörðum kr. á ári.
Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira