Breska hagkerfið stendur verst allra þróaðra hagkerfa 28. janúar 2009 18:47 Gordon Brown Breska hagkerfið stendur verst allra þróaðra hagkerfa að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ísland er ekki í hópnum, enda telst landið nýmarkaður. Samkvæmt skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá í dag verður hagvöxtur á heimsvísu í ár aðeins hálft prósent og hefur ekki verið lægri síðan í Seinni heimsstyrjöldinni. Í október spáði sjóðurinn því að hann yrði tvö komma tvö prósent. Síðan hefur sigið á ógæfu hliðina. Það er mat sjóðsins að hjól efnahagslífsins svo gott sem stöðvist í ár. Marka þurfi nýja stefnu og veita fé í þær fjármálastofnanir sem teljist lífvænlegar. Sjóðurinn spáir því að samdrátturinn verði tvö komma átta prósent í Bretlandi sem er mesti samdrátturinn í ár hjá þróuðum hagkerfum en Ísland telst þar ekki með enda nýmarkaðsríki samkvæmt skilgreiningum sjóðsins. Samkvæmt niðurstöðu Institute of Fiscal Studies þurfa Bretar að grípa til niðurskurðar og skattahækkana til að mæta mikilli skuldasöfnun hins opinbera. Hjá foreignpolicy punktur com er Bretland sagt eitt fimm ríkja sem geti hlotið íslensk örlög eða nær algjört efnahagshrun Grikklandi, Lettlandi, Nikaragúa og Úkraínu. Atvinnuleysi verði átta prósent og tuttugu prósent Breta telji sig ekki ráða við skuldir sínar. Samdrátturinn á evrusvæðinu verður tvö prósent að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og eitt komma sex prósent í Bandaríkjunum. Samdráttur verði einnig nokkur á nýmörkuðum og hjá þróunarríkjum. Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Breska hagkerfið stendur verst allra þróaðra hagkerfa að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ísland er ekki í hópnum, enda telst landið nýmarkaður. Samkvæmt skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá í dag verður hagvöxtur á heimsvísu í ár aðeins hálft prósent og hefur ekki verið lægri síðan í Seinni heimsstyrjöldinni. Í október spáði sjóðurinn því að hann yrði tvö komma tvö prósent. Síðan hefur sigið á ógæfu hliðina. Það er mat sjóðsins að hjól efnahagslífsins svo gott sem stöðvist í ár. Marka þurfi nýja stefnu og veita fé í þær fjármálastofnanir sem teljist lífvænlegar. Sjóðurinn spáir því að samdrátturinn verði tvö komma átta prósent í Bretlandi sem er mesti samdrátturinn í ár hjá þróuðum hagkerfum en Ísland telst þar ekki með enda nýmarkaðsríki samkvæmt skilgreiningum sjóðsins. Samkvæmt niðurstöðu Institute of Fiscal Studies þurfa Bretar að grípa til niðurskurðar og skattahækkana til að mæta mikilli skuldasöfnun hins opinbera. Hjá foreignpolicy punktur com er Bretland sagt eitt fimm ríkja sem geti hlotið íslensk örlög eða nær algjört efnahagshrun Grikklandi, Lettlandi, Nikaragúa og Úkraínu. Atvinnuleysi verði átta prósent og tuttugu prósent Breta telji sig ekki ráða við skuldir sínar. Samdrátturinn á evrusvæðinu verður tvö prósent að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og eitt komma sex prósent í Bandaríkjunum. Samdráttur verði einnig nokkur á nýmörkuðum og hjá þróunarríkjum.
Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira